Sigmundur hefur ekki íhugað afsögn Tryggvi Páll Tryggvason og Jakob Bjarnar skrifa 4. apríl 2016 12:13 „Ég hef hvorki íhugað það að hætta, né ætla ég að hætta vegna þessa máls,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, í sjónvarpsviðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu.Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan og fréttatímann í heild neðst í fréttinni.Hann vísaði til góðra verka ríkisstjórnarinnar aðspurður að því hvort framganga hans hafi ekki skaðað Ísland á alþjóðavettvangi. „Nei, ríkisstjórnin er búin að ná mjög góðum árangri. Framfarnirnar hafa verið mjög miklar og það er mikilvægt að ríkisstjórnin nái að klára sín verk,“ sagði Sigmundur Davíð sem segir að kjósendur fái tækifæri til að segja sína skoðun í næstu kosningum.Sjá einnig: Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal„Það er því mikilvægt að ríkisstjórnin nái að klára sitt verk. Svo mun ég að sjálfsögðu eins og aðrir stjórnmálamenn verða dæmdur í kosningum af verkum mínum og öðru sem menn vilja leggja þar til grundvallar,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra kemur til fundar við samflokksmenn sína á Alþingi í dag.Segist hafa verið búinn að greina frá frá atriðum málsins Sigmundur Davíð sagði að tíðindi gærdagsins væru ekki ný og að hann og eiginkona sín væru búin að gera grein fyrir öllum atriðum málsins. Lagði hann áherslu á að Wintris hefði ekki verið í skattaskjóli og væri ekki aflandsfélag. „Aðalatriðið með þennan þátt sem verið er að vísa í því frá því í gær er að búið var að gera grein fyrir öllum þeim atriðum sem þar komu fram,“ Sigmundur Davíð. „Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þetta félag konu minnar hefur aldrei verið í skattaskjóli og er raunar ekki aflandsfélag í þeim skilningi, það hefur alltaf verið skattað á Íslandi.“ Hann neitar að hafa verið tvísaga í viðtalinu sem birt var í Kastljósi í gær og var tekið upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. Þar spurði sænskur blaðamaður hann að því hvort Sigmundur Davíð hafi tengst eða tengist á einhvern hátt aflandsfélögum. Sigmundur Davíð svaraði því neitandi áður en hann sagði að mögulegt væri að íslensk fyrirtæki sem hann hafi starfað fyrir hafi tengst aflandsfélögum. Sjá einnig: Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar„Það var komið inn í þessar spurningar út frá umræðu um skattaskjól og skattsvik og eins og ég sagði áðan hefur þetta félag aldrei verið í skattaskjóli,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar þeir útskýra hvað þeir eru að meina þá tek ég strax fram og ítreka það sem er aðalatriði málsins að þessu fyrirtæki hefur aldrei verið leynt og alltaf verið greiddir allir skattar og skyldur af því.“Almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga Í Kastljósi í gær var greint frá kaupsamningi sem Sigmundur Davíð undirritaði en þar sést að hann seldi helmingshlut í Wintris til eiginkonu sinnar á einn bandaríkjadollar. Kaupsamningurinn var gerður 31. desember 2009, daginn áður en breytingar á tekjuskattslögum með svokölluðum CFC-reglum vegna tekjuársins 2010 tóku gildi. Með breytingunum var komið á skattskyldu Íslendinga vegna hagnaðar erlendra félaga í eigu þeirra á lágskattasvæðum.Sigmundur óttast ekki fyrirhuguð mótmæliVísir/Anton BrinkSigmundur fékk úthlutað prókúru fyrir Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prófkúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Ekkert í gögnunum bendir til þess að prókúra Sigmundar hafi verið afturkölluð. „Konan mín byrjaði að skila sundurliðun yfir eigninnar áður en að lögin gerðu það skylt, ári áður,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar hinvegar það almennt að einhver tengdur stjórnmálamanni eigi svona félag skráð í útlöndum, auðvitað lítur það ekkert vel út en engu að síður verður að muna að þetta er eitthvað sem var almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga.“Óttast ekki fyrirhuguð mótmæli Boðað hefur verið til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17.00 í dag undir yfirskriftinni Kosningar Strax!. Sigmundur óttast ekki fyrirhuguð mótmæli. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll, það er ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Þögn í herbúðum SjálfstæðismannaSigmundur sagði jafnframt að hann vildi biðjast afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali, hinu umtalaða sem sýnt var í Kastljósi í gær, en hann segist ekki telja ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu öðru. Hann hafi gert skilmerkilega grein fyrir öllu því sem fram kom í þættinum. „Aðalatriðið með þennan þátt er að ég var búinn að gera grein fyrir öllu sem þar kom fram. Það er þó alveg ljóst að ég stóð mig ömurlega í sjónvarpsviðtali í þessum þætti. Ég biðst afsökunar á frammistöðu minni í sjónvarpsþættinum,“ sagði Sigmundur Davíð. Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Sjá meira
„Ég hef hvorki íhugað það að hætta, né ætla ég að hætta vegna þessa máls,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra, í sjónvarpsviðtali í aukafréttatíma Stöðvar 2 í hádeginu.Viðtalið má sjá í heild í spilaranum að ofan og fréttatímann í heild neðst í fréttinni.Hann vísaði til góðra verka ríkisstjórnarinnar aðspurður að því hvort framganga hans hafi ekki skaðað Ísland á alþjóðavettvangi. „Nei, ríkisstjórnin er búin að ná mjög góðum árangri. Framfarnirnar hafa verið mjög miklar og það er mikilvægt að ríkisstjórnin nái að klára sín verk,“ sagði Sigmundur Davíð sem segir að kjósendur fái tækifæri til að segja sína skoðun í næstu kosningum.Sjá einnig: Seldi Wintris fyrir einn bandaríkjadal„Það er því mikilvægt að ríkisstjórnin nái að klára sitt verk. Svo mun ég að sjálfsögðu eins og aðrir stjórnmálamenn verða dæmdur í kosningum af verkum mínum og öðru sem menn vilja leggja þar til grundvallar,“ sagði Sigmundur Davíð.Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra kemur til fundar við samflokksmenn sína á Alþingi í dag.Segist hafa verið búinn að greina frá frá atriðum málsins Sigmundur Davíð sagði að tíðindi gærdagsins væru ekki ný og að hann og eiginkona sín væru búin að gera grein fyrir öllum atriðum málsins. Lagði hann áherslu á að Wintris hefði ekki verið í skattaskjóli og væri ekki aflandsfélag. „Aðalatriðið með þennan þátt sem verið er að vísa í því frá því í gær er að búið var að gera grein fyrir öllum þeim atriðum sem þar komu fram,“ Sigmundur Davíð. „Það er mjög mikilvægt að hafa í huga að þetta félag konu minnar hefur aldrei verið í skattaskjóli og er raunar ekki aflandsfélag í þeim skilningi, það hefur alltaf verið skattað á Íslandi.“ Hann neitar að hafa verið tvísaga í viðtalinu sem birt var í Kastljósi í gær og var tekið upp í ráðherrabústaðnum þann 11. mars síðastliðinn. Þar spurði sænskur blaðamaður hann að því hvort Sigmundur Davíð hafi tengst eða tengist á einhvern hátt aflandsfélögum. Sigmundur Davíð svaraði því neitandi áður en hann sagði að mögulegt væri að íslensk fyrirtæki sem hann hafi starfað fyrir hafi tengst aflandsfélögum. Sjá einnig: Leggja einnig fram tillögu um þingrof og kosningar„Það var komið inn í þessar spurningar út frá umræðu um skattaskjól og skattsvik og eins og ég sagði áðan hefur þetta félag aldrei verið í skattaskjóli,“ sagði Sigmundur Davíð. „Þegar þeir útskýra hvað þeir eru að meina þá tek ég strax fram og ítreka það sem er aðalatriði málsins að þessu fyrirtæki hefur aldrei verið leynt og alltaf verið greiddir allir skattar og skyldur af því.“Almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga Í Kastljósi í gær var greint frá kaupsamningi sem Sigmundur Davíð undirritaði en þar sést að hann seldi helmingshlut í Wintris til eiginkonu sinnar á einn bandaríkjadollar. Kaupsamningurinn var gerður 31. desember 2009, daginn áður en breytingar á tekjuskattslögum með svokölluðum CFC-reglum vegna tekjuársins 2010 tóku gildi. Með breytingunum var komið á skattskyldu Íslendinga vegna hagnaðar erlendra félaga í eigu þeirra á lágskattasvæðum.Sigmundur óttast ekki fyrirhuguð mótmæliVísir/Anton BrinkSigmundur fékk úthlutað prókúru fyrir Wintris Inc. þegar félagið var stofnað. Prófkúran gerði honum kleift að skuldbinda félagið og meðhöndla eignir þess sem sínar eigin. Ekkert í gögnunum bendir til þess að prókúra Sigmundar hafi verið afturkölluð. „Konan mín byrjaði að skila sundurliðun yfir eigninnar áður en að lögin gerðu það skylt, ári áður,“ sagði Sigmundur Davíð. „Hvað varðar hinvegar það almennt að einhver tengdur stjórnmálamanni eigi svona félag skráð í útlöndum, auðvitað lítur það ekkert vel út en engu að síður verður að muna að þetta er eitthvað sem var almennt stundað fyrir fólk sem átti peninga.“Óttast ekki fyrirhuguð mótmæli Boðað hefur verið til fjölmennra mótmæla á Austurvelli klukkan 17.00 í dag undir yfirskriftinni Kosningar Strax!. Sigmundur óttast ekki fyrirhuguð mótmæli. „Það mætir nú ekki allt fólkið á Austurvöll, það er ekkert nýtt að menn finni sér tilefni til þess að mótmæla þessari ríkisstjórn,“ sagði Sigmundur Davíð.Sjá einnig: Þögn í herbúðum SjálfstæðismannaSigmundur sagði jafnframt að hann vildi biðjast afsökunar á því að hafa staðið sig illa í sjónvarpsviðtali, hinu umtalaða sem sýnt var í Kastljósi í gær, en hann segist ekki telja ástæðu til að biðjast afsökunar á neinu öðru. Hann hafi gert skilmerkilega grein fyrir öllu því sem fram kom í þættinum. „Aðalatriðið með þennan þátt er að ég var búinn að gera grein fyrir öllu sem þar kom fram. Það er þó alveg ljóst að ég stóð mig ömurlega í sjónvarpsviðtali í þessum þætti. Ég biðst afsökunar á frammistöðu minni í sjónvarpsþættinum,“ sagði Sigmundur Davíð.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46 Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Innlent Fleiri fréttir Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Kom ráðherra á óvart að viðræðum hefði verið slitið Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Gæti stefnt í þungavigtarslag um varaformannsembættið Atvinnuþátttaka innflytjenda meiri en Íslendinga en fjárhagsstaða verri Hafði hvorki þekkingu né umboð til að tjá sig um fjármálin Framsóknarflokkurinn mælist aftur inni Áttatíu starfsmenn í biðstöðu og HM-hópur Íslands Viðreisn býður fram undir eigin merkjum í Árborg Ekið á hjólreiðamann og hann fluttur á bráðamóttöku Val á þingflokksformanni bíður betri tíma Tvö vilja byggja Fossvogsbrú en bæði yfir áætluðum kostnaði Tálbeitan ákærð fyrir rangt brot Ekki sama manneskjan eftir hörmungarnar á Gasa Skorar á ríkisstjórnina að fjármagna íslenskunám Eggert Benedikt settur forstjóri Hafró Samtök „gamalla karla“ sem sumum finnst „kúl“ Rafmagnslaust á Dalvík, Hrísey og nágrenni Hætt við sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Bjóða Grindvíkingum á seiglunámskeið Fimmtungur getur ekki keypt afmælisgjafir fyrir börnin sín Reyna að bjarga starfseminni á Möltu og slæmar fregnir af makrílveiðinni Bein útsending: Loftslagsdagurinn Bein útsending: Staða launafólks á Íslandi Sjá meira
Erlendir fjölmiðlar komnir hingað til að vera viðstaddir mótmælin Hátt í sjö þúsund manns hafa boðað komu sína á mótmæli klukkan fimm í dag, þar sem þess verður krafist að strax verði boðað til kosninga. Erlendir fjölmiðlar eru sérstaklega komnir hingað til lands til að vera viðstaddir mótmælin. 4. apríl 2016 13:46