Sigurður Ingi treystir sér til þess að sefa reiði almennings Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 5. apríl 2016 19:21 Sigurður Ingi Jóhannsson og Ásmundur Einar Daðason í þinghúsinu í dag. vísir/vilhelm Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan. Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sigurður Ingi Jóhannsson, varaformaður og forsætisráðherraefni Framsóknarflokksins, treystir sér til þess að sefa reiði almennings. Þetta sagði hann í viðtali við Heimi Má Pétursson í Íslandi í dag í kvöld. Í þættinum voru sýndar myndir frá Valhöll þar sem almenningur mótmælir því að ríkisstjórnin skuli ekki vera farin frá. Þá var líka mótmælt við höfuðstöðvar Framsóknarflokksins við Hverfisgötu í dag. Aðspurður hvort að hann treysti sér til að sefa reiði almennings sagði Sigurður Ingi: „Já, við treystum okkur til þess og ég treysti mér til þess. Annars væri ég ekki að taka þetta verkefni að mér.“Óvanalegt að skipta um forsætisráðherra Sigurður Ingi tilkynnti í dag að Sigmundur Davíð hefði lagt það til að hann myndi stíga til hliðar sem forsætisráðherra og að Sigurður Ingi tæki við því embætti. Sigurður Ingi og Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, funduðu í kvöld um stöðu mála en aðspurður hvort hann gerði þá kröfu að hann yrði forsætisráðherra sagði Sigurður Ingi: „Bara eins og kom fram í dag þá erum við fyrst og fremst að skipta út ráðherrum þó það sé óvanalegt að skipta um forsætisráðherra þá að tillögu forsætisráðherra þá leggur hann til sjálfur að hann stígi til hliðar og ég verði forsætisráðherra í hans stað.“ Þá kom jafnframt fram í máli Sigurðar Inga að Sigmundur Davíð hefði komið á þingflokksfund Framsóknarmanna eftir fund með forsetanum þar sem hann fór fram á að fá heimild til þingrofs. „Já, hann kom á þingflokksfundinn eftir fund með forseta og fór yfir málið og hvað fór fram á þeim fundi get ég ekki sagt til um. Þeir eru ekki á eitt sáttir með hvað fór þar fram.“Segir Sigmund Davíð hafa unnið mikilsverð verk fyrir Ísland Fram kom í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu í dag að Sigmundur Davíð hefði ekki farið fram á að fá heimild til þingrofs en Ólafur Ragnar hefur svarað þeirri yfirlýsingu og sagt að það hafi verið alveg ljóst í upphafi fundarins hvað forsætisráðherra hafi verið að fara fram á. Sigurður Ingi sagði þingflokk Framsóknarflokksins áfram styðja Sigmund Davíð sem formann flokksins enda hafi hann „unnið mikilsverð verk fyrir Ísland.“ Hins vegar hafi það verið mistök, eins og Sigmundur Davíð hafi sjálfur sagt að hann sjái eftir, að hafa opnað reikning fyrir aflandsfélagið Wintris á Bresku Jómfrúaeyjunum. „Ég er sammála því að það hafi verið mistök að segja ekki frá þessu fyrr eða koma peningunum heim,“ sagði Sigurður Ingi.Viðtal Heimis Más Péturssonar við Sigurð Inga í heild sinni má sjá hér að neðan.
Panama-skjölin Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32 Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04 Sigurður Ingi klár í að verða forsætisráðherra Maður kemur í manns stað. 5. apríl 2016 15:42 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Erlent Fleiri fréttir Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Sjá meira
Sigmundur Davíð hættur Þingflokkur Framsóknarflokksins leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson taki við sem forsætisráðherra. 5. apríl 2016 15:32
Viðbrögð þjóðarinnar við því að Sigurður Ingi verði mögulega næsti forsætisráðherra Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og varaformaður Framsóknarflokksins, segist vera klár í að gegna embætti forsætisráðherra í áframhaldandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar. 5. apríl 2016 16:04