Telja að ríkisstjórnin geti ekki setið áfram Snærós Sindradóttir skrifar 6. apríl 2016 06:00 Stjórnarandstaðan fylgdist í forundran með atburðarás gærdagsins og vissi á köflum ekki hvaðan á sig stóð veðrið. vísir/Stefán „Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl. Panama-skjölin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Þetta er löskuð, úrvinda ríkisstjórn sem er að hefja sitt dauðastríð,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um komandi daga í stjórnmálunum. Hann segir það stórtíðindi hér á landi að almenningur, stjórnarandstaðan og fjölmiðlar hafi náð að knýja fram afsögn forsætisráðherra. Framsóknarflokkurinn leggur til að Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, verði forsætisráðherra.Árni Páll Árnason„Það sorglega er að stjórnarflokkarnir virðast ekki kveikja mikið á þessu. En við skulum fyllast gleði og stolti yfir árangrinum og átta okkur á því að við gætum verið að búa til nýtt samfélag með málefnalegri umræðu og alvöru fjölmiðlum.“ Árni segir ríkisstjórnarflokkana hafa dregið úr trú almennings á stjórnmálum. „Sigurður Ingi er í sérstökum vanda því hann er búinn að gefa fráleitar yfirlýsingar Sigmundi til varnar og hefur meðal annars tekið þátt í ógeðfelldri aðför Framsóknarflokksins að Ríkisútvarpinu.“ Katrín Jakobsdóttir, formaður Vinstri grænna, tekur í sama streng. „Stóru tíðindi dagsins eru auðvitað þau að forsætisráðherra sté til hliðar. Mér finnst jafnframt mikilvægt að halda til haga hversu miklu fjölmiðlarnir skiptu í því máli og það er áminning fyrir okkur öll hve sjálfstæðir fjölmiðlar skipta miklu í lýðræðisríki. Svo auðvitað almenningur sem mætti og mótmælti. Það er bæði jákvæð merki fyrir lýðræðið.“Helgi Hrafn GunnarssonHelgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir gærdaginn hafa verið ótrúlegan. „Þetta er búinn að vera einn ótrúlegasti dagur sem ég hef upplifað og hef þó upplifað þá nokkra ótrúlega. Ég fæ ekki séð hvernig menn hyggjast byggja aftur upp eitthvað traust á þessa ríkisstjórn. Nú eru komnir tveir ráðherrar sem hafa þurft að segja af sér. Þetta er komið út í svo djúpan absúrdisma að maður veltir fyrir sér hvernig í ósköpunum menn þykjast í þessum kringumstæðum byggja upp traust.“ Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hefur stjórnarandstaðan gert með sér samkomulag um að taka ekki þátt í stjórn með ríkisstjórnarflokkunum, né að verja annan hvorn flokkinn vantrausti fram að kosningum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 6. apríl.
Panama-skjölin Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Erlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent