Rangir leikir Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. apríl 2016 07:00 Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Birtist í Fréttablaðinu Panama-skjölin Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Skoðun Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Traust almennings á þingi, ríkisstjórnum og stjórnsýslu kjörinna fulltrúa hefur laskast á mörgum árum. Undarlegar leikfléttur 5. apríl, frammi fyrir afhjúpun á aflandstengslum ráðherra og skýrum kröfum meirihluta landsmanna, juku enn á vantraustið. Sigmundur Davíð átti ekki erindi til Bessastaða án þess að ræða að minnsta kosti fyrst við þingflokk sinn og forystumann samstarfsflokksins! Einu gildir hvort hann rétti forseta þingrofsbréf eða ræddi aðeins möguleikann. Hitt er ekki boðlegt: Að forseti og SDG skuli vera ósammála um hvað fram fór á fundi þeirra. Ekki er heldur boðlegt að sniðganga umræður á þingi um þingrofstillögu með þessum hætti. Æðibunugangur við að reyna að koma í veg fyrir umræðu þings um setu þess sjálfs, eða um vantraust á ráðherra eða ríkisstjórn, er augljóst klúður sem rýrir traust.Nei var eini kosturinn Forseta var nauðugur kostur að hafna hugmynd/beiðni um þingrof, vegna þess að hún reyndist 100% sólóspil ráðherrans og forseti ekki náð að ræða við formann hins stjórnarflokksins. En forseti átti ekki að vera fyrri til að segja frá niðurstöðunum og taka um leið að sér hlutverk pólitísks fréttaskýranda. Í þingbundu lýðræði á forsætisráðherra, sem ber upp þingrofstillögu við forseta, að skýra frá niðurstöðum fundar með honum. Um leið gerir ráðherra grein fyrir ástæðum þingrofs, að sínu mati. Trúnaður á að ríkja milli aðalleikendanna og sá sem ber upp beiðnina, venjulega ráðherrann, á að geta treyst hinum til að virða frumkvæðið, hversu viturleg sem beiðnin er. SDG flaskaði á flýtinum og á að ræða ekki strax við fréttamenn. Leikfléttan með SDG í hliðarsæti og nýjan mann í brúnni, gengur ekki upp. Kröfu um að allir kjörnir fulltrúar með skattaskjólslík í lestinni, og minnstu þögn um fjárhagsskuldbindingar erlendis, víki sæti hefur ekki verið fullnægt. Fáein brýn þingmál sem þarf að leysa eru langt komin og með sameiginlegu átaki starfsstjórnar og þings er hægt að brúa bil til haustkosninga og nýs þings, kjörinnar ríkisstjórnar (og nýs forseta), án þess að klúðra meiru.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun