Uppákoma kvöldsins á Alþingi: „Þetta var ferlegt“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2016 22:55 Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknar, á tali við fjölmiðla skömmu áður en rann upp fyrir honum ljós. Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun. Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur. „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert. „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“ Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18 Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson stal að margra mati senunni þegar hann varð að nokkurs konar sjálfskipuðum upplýsingafulltrúa stjórnarflokkanna. Hann tilkynnti fjölmiðlafólki á Alþingi að Sigurður Ingi Jóhannsson yrði forsætisráðherra og Lilja Alfreðsdóttir væri ráðherraefni, á undan áætlun. Höskuldur hefur húmor fyrir uppákomunni og útskýrir aðdraganda hennar á Facebook-síðu sinni í kvöld. „Eftir langan fund í þingflokknum biðum við á meðan Sigurður Ingi og Sigmundur Davíð færu fram til að svara blaðamönnum,“ segir Höskuldur. „Ég brá mér afsíðis í hliðarherbergi til að tala í símann. Þegar ég kláraði samtölin sem tóku all langan tíma var ég á leið heim og gekk í flasið á blaðamönnum.“Sjá einnig:Kynntur sem formaður aðeins of snemma Blaðamenn höfðu beðið lengi eftir tíðindum af fundinum en skömmu áður hafði Sigmundur Davíð svo gott sem tilkynnt að Sigurður Ingi tæki við af honum, án þess að segja það berum orðum. „Það hvarflaði ekki að mér annað en að oddvitarnir væru þegar búnir að svara blaðamönnum um niðurstöðu dagsins,“ segir Höskuldur. Það höfðu þeir hins vegar ekki gert. „Þetta var ferlegt - ég viðurkenni það - en svona er þetta - ég ætlaði mér sko aldeilis ekki að vera einhverskonar „blaðafulltrúi“ nýju stjórnarinnar.“
Panama-skjölin Tengdar fréttir Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00 Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18 Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ótrúleg uppákoma: Höskuldur leysti frá skjóðunni á undan áætlun Þingmaður Framsóknarflokksins hélt að fjölmiðlamenn vissu um niðurstöðu fundarins. 6. apríl 2016 21:00
Höskuldur sá sem studdi ekki tillögu Sigmundar Taldi að hún myndi ekki leysa vandann. 6. apríl 2016 22:18
Twitter logar: „Erlendir blaðamenn eru að drepast úr hlátri“ Útspil stjórnarflokkanna fer misvel ofan í landsmenn. 6. apríl 2016 21:24