Hlakkar til að segja nei við vantrausti og ætlar svo í frí með konu og barni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 7. apríl 2016 15:33 Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði eftir ríkiðsráðsfundinn. Vísir/Anton Brink Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér. Panama-skjölin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra segir það mikið fagnaðarefni að það sé að takast að halda ríkisstjórnarsamstarfi Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins starfandi undir forsæti Sigurði Inga Jóhannssyni. „Hann er svo sannarlega hæfur í það starf,“ segir Sigmundur og gríðarlega mikilvægt að ríkisstjórninni takist að ljúka þeim stóru verkum sem séu á dagskrá. Hann sagðist virkilega ánægður og stoltur af verkum ríkisstjórnarinnar til þessa. „Þess vegna treysti ég á að þetta góða fólk muni ná sem mestum árangri í því,“ sagði Sigmundur og vísaði til nýskipaðrar ríkisstjórnar.Sigmundur Davíð yfirgefur Bessastaði sem óbreyttur þingmaður.Vísir/SveinnVerkefnin aðalatriðið Sigmundur var spurður að því hvort um persónulegt áfall væri að ræða fyrir hann: „Auðvitað hefði maður viljað fylgja þessum verkefnum eftir til enda en aðalatriðið er að verkefnin klárist , menn fái svigrúm og frið til að klára þessi verkefni og gera það sem best. Það var ekki æskilegt að ég færi að taka mína stöðu eða ég kláraði öll málin, aðalatriðið væru þessi verkefni.“ Aðspurður um næstu verkefni sagði Sigmundur Davíð: „Ég mun sjálfur byrja á því væntanlega að mæta í þingið og verja ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks vantrausti, það er tilhlökkunarefni eins og það hefur verið hjá mér um nokkurt skeið. Í framhaldi af því ætla ég í smá frí með konunni minni og barni, njóta þess að vera með þeim í rólegheitum.“Anna Sigurlaug Pálsdóttir og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherraVísirVill ferðast um landið Þá sagðist hann ætla að nýta tímann til að setja sig í samband við fjölmargt fólk um allt land sem hafi sent honum heillaóskir, baráttukveðjur og hlýja strauma. Nú ætlaði hann að svara þessu fólki því hann hefði ekki haft tíma til þess. Svo ætlaði hann í ferðalag um landið og ræða við þetta sama fólk um stöðuna í samfélaginu, ræða öll þau mál sem fólki kann að liggja á brjósti og hlakki til þeirrar umræðu. Kvaddi hann í framhaldinu og gekk að ráðherrabíl sínum með hjörð fjölmiðlamanna og nokkra háværa mótmælendur á eftir sér.
Panama-skjölin Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira