Nöfn Íslendinga birtust fyrir mistök í sjónvarpi Ingvar Haraldsson skrifar 8. apríl 2016 07:00 Finnur Ingólfsson, fyrrverandi ráðherra. Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virðist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á listanum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanns í Novator.Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.rightFinnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kauphöll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skattlagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl Panama-skjölin Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Listi með nöfnum Íslendinga birtist, að því er virðist, fyrir mistök í örskotsstund í fréttaskýringaþættinum Uppdrag Granskning í sænska ríkissjónvarpinu á miðvikudag. Þátturinn fjallaði um í Panama-skjölin svokölluðu. Um er að ræða minnispunkta sem Jóhannes Kr. Kristjánsson, ritstjóri Reykjavik Media, hafði útbúið. DV greindi fyrst frá listanum. Ekki er víst að öll nöfnin sem voru á listanum séu í Panama-skjölunum, að sögn Aðalsteins Kjartanssonar, blaðamanns Reykjavik Media. Meðal annars birtust nöfn Finns Ingólfssonar, fyrrverandi ráðherra, Róberts Wessman, forstjóra Alvogen, Eggerts Skúlasonar, ritstjóra DV, viðskiptamannsins Boga Pálssonar, Lofts Jóhannessonar, sem starfaði sem vopnasali, Sindra Sindrasonar, fyrrverandi stjórnarformanns Eimskips, og Sigþórs Sigmarssonar, stjórnarmanns í Novator.Róbert Wessman, forstjóri Alvogen.rightFinnur átti félagið Adair með Helga S. Guðmundssyni, fyrrverandi formanni bankaráðs Landsbankans. Finnur segir fjárfestingar félagsins hafa verið sáralitlar en engu að síður haft í för með sér talsvert tap fyrir þá Helga. Það tap hafi verið gert upp við Landsbankann árið 2010 og félaginu í kjölfarið lokað. „Félagið var vistað í Landsbankanum í Lúxemborg og öll okkar samskipti út af félaginu voru við hann,“ sagði Finnur við Vísi í gær. Í svari Halldórs Kristmannssonar, talsmanns Alvogen, segir að félag Róberts Wessman, Aceway, hafi verið skráð í Panama og haldið utan um eignarhlut Róberts í Actavis. Uppsetning félagsins hafi verið samkvæmt ráðgjöf Landsbankans. „Actavis var á þessum tíma skráð í Kauphöll Íslands og eign Róberts í gegnum áðurnefnt félag því ávallt opinber í tilkynningum til Kauphallar. Til skoðunar var á þessum tíma að skrá Actavis í erlenda kauphöll og var því talið heppilegast að Aceway væri sett upp með þessum hætti,“ segir í svari Halldórs. Róbert hafi ávallt tilkynnt eign sína í félaginu til íslenskra skattayfirvalda. Þá hafi tekjur félagsins verið skattlagðar sem launatekjur hans en ekki sem fjármagnstekjur hér á landi. Eggert, ritstjóri DV, sagði í samtali við blaðamann DV, að hann hefði opinberað þetta í yfirlýsingu í fyrra. „Það vekur hins vegar athygli mína að í þessu skjali er ég tengdur við félag sem ég átti ekki. Það vekur upp spurningar. Ég greiddi skatta og skyldur af tekjum og málið hefur verið fullrannsakað af þar til bærum yfirvöldum,“ sagði Eggert í DV. Í yfirlýsingu í Eggerts í fyrra var ekki tilgreint hvort félagið væri skráð í skattaskjóli heldur talað um félög erlendis.Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 8. Apríl
Panama-skjölin Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira