Bjarni reynir að skóla franskan fréttamann í lýðræði Sæunn Gísladóttir skrifar 8. apríl 2016 09:47 Franski fréttamaðurinn þráspurði Bjarna. Mynd/Skjáskot af vef Canal + Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, reiddist Martin Weill, frönskum fréttamanni hjá Le Petit Journal, á blaðamannafundi á miðvikudaginn þegar hann ítrekað spurði hann hvort hann myndi ekki segja af sér vegna Panama-skjalanna. Fréttainnslagið má finna neðst í þessari frétt. Panama-skjölin hafa fest sig í sögu eins lands, Íslands. Þetta segir í frétt Le Petit Journal um málið. Le Petit Journal er franskur fréttaskýringarþáttur sem færir Frökkum fréttir í gamansömum tón. Á þriðjudaginn ýttu mótmæli forsætisráðherranum út og eru tveir aðrir ráðherrar tengdir skjölunum. Þeir hættu ekki. „Í gær boðaði ríkisstjórnin til blaðamannafundur og þú sérð að þar kom fram að þeir ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur," sagði Martin í fréttinni. Á blaðamannafundinum spurði Martin Bjarna hvort hann ætlaði að sitja áfram í ljósi þess að mótmælendurnir úti væru að biðja um afsögn hans. „Það hljómar eins og þú haldir að ég muni ekki gera það,“ svarar Bjarni og segir að hann muni halda áfram. Franska byltingin sem átti sér stað á árunum 1789 - 1799 var, eins og flestum er kunnugt, upphafið að því að einræðisríki véku fyrir lýðræðisríkjum í Evrópu. Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarform, því heldur enginn fram, en það eru þó langflestir íbúar vestrænna ríkja sammála um að það sé skásta stjórnarformið sem við höfum. Ísland varð lýðveldi árið 1944. Tístarar hafa gert viðtalið að umtalsefni sínu eins og sjá má hér að neðan.Er að meta að þessi franski tittur frá Canal+ hafi eiginlega smókað Bjarna. Is this democracy in Iceland?— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 8, 2016 Sjá einnig: Fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála „Hvernig ætlar þú að gera það? Þeir munu ekki hætta að mótmæla fyrr en þú hættir?," spyr Martin. „Sagði þér einhver það," svarar Bjarni. „Já allir úti," segir Martin. Þá svarar Bjarni að þeir munu fá sitt tækifæri í lýðræðislegum kosningum í haust. „Þú ætlar ekki að hætta?," spyr þá Martin og svarar Bjarni ekki. „Er þetta lýðræði á Íslandi," spyr Martin þá. „Hvaðan ert þú," spyr Bjarni.Greyið Bjarni - þetta er agalegt viðtal #cashljós #panamapapers https://t.co/GHBHj3GFvS— Gudrun Jona (@gudrunjona) April 8, 2016 Eftir að Martin svarar honum að hann sé frá Frakklandi svarar Bjarni: „Við erum búin að kjósa 2007, 2009 , 2013 og núna 2016, fjórar alþingiskosningar á sjö árum það er lýðræði." Martin heldur áfram að spyrja Bjarna, traustið sé brotið hvernig geti hann setið áfram og Bjarni svarar honum að hann verði að róa sig og segist hafa svarað spurningum Martin. Fréttamenn hér á landi hafa þráspurt Bjarna þess sama, hvort honum sé sætt í embætti áfram, en það setur málið í nýtt samhengi að sjá erlendan miðil fjalla um málið og eiga bágt með að samþykkja útskýringar Bjarna. Að lokum í þættinum segir þáttastjórnandinn kaldhæðnislega við Martin: „Þú ert að eignast vini á Íslandi!"Magnað að sjá fólk tísta um að Bjarni sé að standa sig vel. Hann gæti allt eins bara barið sér í brjóst og gólað.https://t.co/wrcTTcKpM7— Logi Pedro (@logifknpedro) April 8, 2016 Government arrogance on clear display for my french speaking friends @Bjarni_Ben https://t.co/TPC9gTc2lE #panamapapers— Arnaldur Sigurðarson (@Arnaldtor) April 8, 2016 Bjarni hefði þurft að reykja sig duglega niður fyrir þennan blaðamannafund. https://t.co/iM1Uw0vdx7— Stígur Helgason (@Stigurh) April 7, 2016 Hér fyrir neðan má sjá fréttina í heild sinni.Martin interroge le premier ministre islandais sur sa démission - Le Petit Journal du 07/04 Panama-skjölin Tengdar fréttir Skiptar skoðanir og ósætti í stjórnarliðinu Vigdís Hauksdóttir er óánægð með að hafa ekki fengið ráðherraembætti. Hún segir forystu flokksins nú hafa gengið fram hjá sér í annað sinn. 7. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag. Ráðherralið Sjálfstæðisflokks óbreytt - Framsókn tekur inn utanþingsráðherra við lítinn fögnuð. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, reiddist Martin Weill, frönskum fréttamanni hjá Le Petit Journal, á blaðamannafundi á miðvikudaginn þegar hann ítrekað spurði hann hvort hann myndi ekki segja af sér vegna Panama-skjalanna. Fréttainnslagið má finna neðst í þessari frétt. Panama-skjölin hafa fest sig í sögu eins lands, Íslands. Þetta segir í frétt Le Petit Journal um málið. Le Petit Journal er franskur fréttaskýringarþáttur sem færir Frökkum fréttir í gamansömum tón. Á þriðjudaginn ýttu mótmæli forsætisráðherranum út og eru tveir aðrir ráðherrar tengdir skjölunum. Þeir hættu ekki. „Í gær boðaði ríkisstjórnin til blaðamannafundur og þú sérð að þar kom fram að þeir ætli sér ekki að hlusta á mótmælendur," sagði Martin í fréttinni. Á blaðamannafundinum spurði Martin Bjarna hvort hann ætlaði að sitja áfram í ljósi þess að mótmælendurnir úti væru að biðja um afsögn hans. „Það hljómar eins og þú haldir að ég muni ekki gera það,“ svarar Bjarni og segir að hann muni halda áfram. Franska byltingin sem átti sér stað á árunum 1789 - 1799 var, eins og flestum er kunnugt, upphafið að því að einræðisríki véku fyrir lýðræðisríkjum í Evrópu. Lýðræði er ekki fullkomið stjórnarform, því heldur enginn fram, en það eru þó langflestir íbúar vestrænna ríkja sammála um að það sé skásta stjórnarformið sem við höfum. Ísland varð lýðveldi árið 1944. Tístarar hafa gert viðtalið að umtalsefni sínu eins og sjá má hér að neðan.Er að meta að þessi franski tittur frá Canal+ hafi eiginlega smókað Bjarna. Is this democracy in Iceland?— Halldór Halldórsson (@DNADORI) April 8, 2016 Sjá einnig: Fjöldi erlendra fréttamanna er kominn til landsins til að fylgjast með gangi mála „Hvernig ætlar þú að gera það? Þeir munu ekki hætta að mótmæla fyrr en þú hættir?," spyr Martin. „Sagði þér einhver það," svarar Bjarni. „Já allir úti," segir Martin. Þá svarar Bjarni að þeir munu fá sitt tækifæri í lýðræðislegum kosningum í haust. „Þú ætlar ekki að hætta?," spyr þá Martin og svarar Bjarni ekki. „Er þetta lýðræði á Íslandi," spyr Martin þá. „Hvaðan ert þú," spyr Bjarni.Greyið Bjarni - þetta er agalegt viðtal #cashljós #panamapapers https://t.co/GHBHj3GFvS— Gudrun Jona (@gudrunjona) April 8, 2016 Eftir að Martin svarar honum að hann sé frá Frakklandi svarar Bjarni: „Við erum búin að kjósa 2007, 2009 , 2013 og núna 2016, fjórar alþingiskosningar á sjö árum það er lýðræði." Martin heldur áfram að spyrja Bjarna, traustið sé brotið hvernig geti hann setið áfram og Bjarni svarar honum að hann verði að róa sig og segist hafa svarað spurningum Martin. Fréttamenn hér á landi hafa þráspurt Bjarna þess sama, hvort honum sé sætt í embætti áfram, en það setur málið í nýtt samhengi að sjá erlendan miðil fjalla um málið og eiga bágt með að samþykkja útskýringar Bjarna. Að lokum í þættinum segir þáttastjórnandinn kaldhæðnislega við Martin: „Þú ert að eignast vini á Íslandi!"Magnað að sjá fólk tísta um að Bjarni sé að standa sig vel. Hann gæti allt eins bara barið sér í brjóst og gólað.https://t.co/wrcTTcKpM7— Logi Pedro (@logifknpedro) April 8, 2016 Government arrogance on clear display for my french speaking friends @Bjarni_Ben https://t.co/TPC9gTc2lE #panamapapers— Arnaldur Sigurðarson (@Arnaldtor) April 8, 2016 Bjarni hefði þurft að reykja sig duglega niður fyrir þennan blaðamannafund. https://t.co/iM1Uw0vdx7— Stígur Helgason (@Stigurh) April 7, 2016 Hér fyrir neðan má sjá fréttina í heild sinni.Martin interroge le premier ministre islandais sur sa démission - Le Petit Journal du 07/04
Panama-skjölin Tengdar fréttir Skiptar skoðanir og ósætti í stjórnarliðinu Vigdís Hauksdóttir er óánægð með að hafa ekki fengið ráðherraembætti. Hún segir forystu flokksins nú hafa gengið fram hjá sér í annað sinn. 7. apríl 2016 07:00 Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag. Ráðherralið Sjálfstæðisflokks óbreytt - Framsókn tekur inn utanþingsráðherra við lítinn fögnuð. 7. apríl 2016 07:00 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Skiptar skoðanir og ósætti í stjórnarliðinu Vigdís Hauksdóttir er óánægð með að hafa ekki fengið ráðherraembætti. Hún segir forystu flokksins nú hafa gengið fram hjá sér í annað sinn. 7. apríl 2016 07:00
Ríkisstjórn Sigurðar Inga hefur störf sín í miklum mótbyr Ný ríkisstjórn tekur við völdum í dag. Ráðherralið Sjálfstæðisflokks óbreytt - Framsókn tekur inn utanþingsráðherra við lítinn fögnuð. 7. apríl 2016 07:00