Sigmundur Davíð: „Stjórnarandstaðan gerir út á ótta, reiði og vonleysi“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. apríl 2016 16:58 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fráfarandi forsætisráðherra, á Bessastöðum í gær. vísir/Anton Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“ Panama-skjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður og forsætisráðherra þangað til í gær, segir stjórnarandstöðuna ekki koma með nein rök með vantrauststillögu sinni. Ríkisstjórn hans sé farsæl og frammistaðan framúrskarandi á mörgum sviðum. Þetta kom fram í máli hans í umræðu um vantrauststillögu stjórnarandstöðunnar á Alþingi í dag. Hann hafði gefið út að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar vantrausti. Sigmundur sagði árangur ríkisstjórnarinnar ekki hafa orðið til af sjálfu sér heldur með afgerandi aðgerðum. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hefðu haldið fram að þeir hefðu ætlað að gera svipaða hluti en þar lægi munurinn, þau hefðu talað í aðra átt og gert aðra hluti.Skilgreindu óttann frá 2009 til 2013 Hann sagðist í svo stuttri ræðu ekki hafa tíma til að tína til allt það sem hans ríkisstjórn hefði gert vel og ríkisstjórnin 2009-2013 illa. Hann vildi hins vegar ræða um málflutning stjórnarandstöðunnar sem snerist ekki um rök heldur öluðu á gremju, heyft og hatur auk töluverðs vonleysis og ótta. „Óttann þekkja þau vel sjálf. Stjórn landsins skilgreindi hann á milli áranna 2009 og 2013,“ sagði Sigmundur og vísaði til ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur í Samfylkingunni og Steingríms J. Sigfússonar hjá þingflokki Vinstri grænna. Taldi hann til ótta við vogunarsjóði, aðgerðir í skuldamálum en fyrst og fremst „óttann við að vekja andann í þjóðinni og meta sig merkilega.“ Þetta hafi verið stjórnvöld sem voru meðvituð um að þau byggðu vald sitt á „reiði, tortryggni og gremju. Í þeirra augum var efnahagshrunið pólitískt tækifæri,“ sagði Sigmundur. Því meiri reiði því betur stæði ríkisstjórnin. Það væri andstæða við það sem ríkisstjórn hans hefði gert. „Ríkisstjórnar sem bauð upp á von, lofaði stórum hlutum og stóð við það. Þor til að taka stórar ákvarðanir. Fyrirheit um enn betri framtíð byggða á traustum grunni.“Endar illa þegar vald er byggt á reiði Sigmundur talaði af ákveðni og lét fram í köll úr sal ekki hafa áhrif á sig. „Stjórnarandstaðan vill aftur treysta á reiði sem söluvöru,“ sagði Sigmundur en sagði að það myndi alltaf enda illa þegar vald væri byggt á reiði . Sagan sannaði það. „Þingmenn hafa heimtað þetta og hitt en umfram allt völdin sín aftur. Sem þau hafa aldrei sætt sig við að hafa misst. Hér stendur valið á milli ríkisstjórnar sem byggir á þori, árangri og framförum eða stjórnarandstöðu sem byggir á ótta, reiði og vonleysi. Frammi fyrir þessum valkosti verður Alþingi að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar.“
Panama-skjölin Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Heldur fullum launum Innlent Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Fleiri fréttir Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Fellaskóli vann Skrekk Aðdragandinn að endinum hjá ríkislögreglustjóra Bjarga Gunnfaxa með því að flytja inn samskonar flugvél Hvatningarverðlaun gegn einelti afhent á Laugarvatni Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Sjá meira