Aníta í hóp þeirra bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. mars 2016 06:30 Vísir Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir varð á sunnudagskvöldið aðeins fimmti Íslendingurinn sem kemst í hóp fimm bestu á Heimsmeistaramótinu í frjálsum innanhúss í þriggja áratuga sögu keppninnar. Aníta náði þriðja besta tímanum í undanrásunum og varð síðan í fimmta sæti í sjálfu úrslitahlaupinu. Þetta var annað árið í röð sem Aníta kemst í úrslit á stórmóti og verður í fimmta sæti en þeim árangri náði hún einnig á EM í Prag fyrir aðeins einu ári. Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari og í næstu sætum á eftir henni voru tvær bandarískar hlaupakonur og ein frá Kenía. Aníta var eini Evrópubúinn sem komst í úrslit en hin úkraínska Anastasiia Tkachuk rétt missti af sæti í úrslitahlaupinu.Aníta og Vala langyngstar Aníta varð tvítug í janúar og varð með þessu afreki sínu yngsti Íslendingurinn sem nær einu af fimm efstu sætunum á HM innanhúss í frjálsum íþróttum. Aníta bætti met Völu Flosadóttur sem var tæplega ári eldri þegar hún vann silfur í stangarstökki á HM í Maebashi í Japan árið 1999. Vala er áfram yngsti verðlaunahafi Íslands. Þær Aníta og Vala eru langyngstar á listanum yfir þá Íslendinga sem hafa komist í hóp fimm bestu á HM innanhúss en næst þeim er Oddný Árnadóttir sem var 27 ára, 4 mánaða og 23 daga þegar hún varð í fimmta sæti í 400 metra hlaupi á HM í París 1985. Hér á síðunni má sjá lista yfir þá fimm Íslendinga sem hafa komist í hóp fimm bestu á HM innanhúss frá því að það fór fram í fyrsta sinn í janúar 1985. Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira
Hlaupadrottningin Aníta Hinriksdóttir varð á sunnudagskvöldið aðeins fimmti Íslendingurinn sem kemst í hóp fimm bestu á Heimsmeistaramótinu í frjálsum innanhúss í þriggja áratuga sögu keppninnar. Aníta náði þriðja besta tímanum í undanrásunum og varð síðan í fimmta sæti í sjálfu úrslitahlaupinu. Þetta var annað árið í röð sem Aníta kemst í úrslit á stórmóti og verður í fimmta sæti en þeim árangri náði hún einnig á EM í Prag fyrir aðeins einu ári. Francine Niyonsaba frá Búrúndí varð heimsmeistari og í næstu sætum á eftir henni voru tvær bandarískar hlaupakonur og ein frá Kenía. Aníta var eini Evrópubúinn sem komst í úrslit en hin úkraínska Anastasiia Tkachuk rétt missti af sæti í úrslitahlaupinu.Aníta og Vala langyngstar Aníta varð tvítug í janúar og varð með þessu afreki sínu yngsti Íslendingurinn sem nær einu af fimm efstu sætunum á HM innanhúss í frjálsum íþróttum. Aníta bætti met Völu Flosadóttur sem var tæplega ári eldri þegar hún vann silfur í stangarstökki á HM í Maebashi í Japan árið 1999. Vala er áfram yngsti verðlaunahafi Íslands. Þær Aníta og Vala eru langyngstar á listanum yfir þá Íslendinga sem hafa komist í hóp fimm bestu á HM innanhúss en næst þeim er Oddný Árnadóttir sem var 27 ára, 4 mánaða og 23 daga þegar hún varð í fimmta sæti í 400 metra hlaupi á HM í París 1985. Hér á síðunni má sjá lista yfir þá fimm Íslendinga sem hafa komist í hóp fimm bestu á HM innanhúss frá því að það fór fram í fyrsta sinn í janúar 1985.
Frjálsar íþróttir Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Khalil Shabazz til Grindavíkur Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Fyrsti sigur á Svíum í 33 ár og feðgar í aðalhlutverki í báðum Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Keflavík fær bandarískan framherja Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjá meira