Stjórnarandstaðan bíður eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins Birta Björnsdóttir skrifar 25. mars 2016 16:34 Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016 Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Formaður Bjartrar framtíðar furðar sig á því að forsætisráðherra þyki eðiliegt að skilgreina siðferði sitt sjálfur. Hann segist bíða eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins af málinu. Óttarr Proppé, formaður Bjartrar framtíðar, skrifaði færslu á Facebook í gær í kjölfar viðtals við Sigmund Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra í Fréttablaðinu. Þar segist Óttarr meðal annars fá dálítið í magann yfir forsætisráðherra sem finnst fullkomlega eðlilegt að deila ekki kjörum sínum með þjóð sinni sem er föst innan gjaldeyrishafta, forsætisráðherra sem líkir hagsmunum af hundruð milljóna kröfu við hagsmuni almennings í gegnum lífeyrissjóði. „Ég hef verið hugsi eins og svo margir aðrir alveg síðan að málið kom upp. Verið að reyna átta mig á því. Síðan skrifaði ég viðbrögð við tiltali við forsætisráðherra í gær sem mér fannst vera svo makalaust. Ég átti nú von á því að forsætisráðherra áttaði sig á því hvað fólki þætti skrítið að hann skyldi ekki hafa látið vita af þessu fyrr og átti ekki von á því að hann kæmi svona sterkt fram með þá skoðun að hann teldi það fullkomlega eðlilegt að hann skilgreindi sitt siðferði sjálfur,“ segir Óttar í samtali við fréttastofu. „Það hefur verið gefið í skyn að það séu fleiri upplýsingar sem eigi eftir að koma í ljós. Við eigum eftir að skoða betur og átta okkur betur á því hvort þetta hafi verið vanhæfi og svo framvegis. Við í Bjartri framtíð, eins og aðrir flokkar, erum að reyna að átta okkur á ástandinu og næstu skrefum í þinginu.“ Óttar segir að stjórnarandstaðan hafi ekki fundað formlega undanfarna daga þar sem að fundahlé standi nú yfir á Alþingi. Nokkrir fulltrúar hafi hist og rætt málin á borgarafundi um heilbrigðismál. „Við höfum enn ekki ákveðið neitt enda biðum við eftir viðbrögðum frá forsætisráðherra. Síðan bíðum við enn eftir viðbrögðum Sjálfstæðisflokksins,“ segir Óttar að lokum.Er hugsi.Ég á erfitt með forsætisráðherra sem takmarkar siðferðisskyldur sínar við þrengsta lagabókstaf. Ég held ég sé...Posted by Óttarr Proppé on Thursday, 24 March 2016
Alþingi Tengdar fréttir Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30 Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00 Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53 Mest lesið Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Innlent „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Fleiri fréttir Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Fíkniefnarannsókn á Raufarhöfn „langt frá því að vera lokið“ Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Segir undirverktaka ekki hafa látið vita af gatinu „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Pólitískur refur og samningamaður mætast „Maður skilur ekki alveg hvernig á þessu stendur“ Spá því að vextir muni ekki lækka frekar á árinu Kynferðisbrot gegn barni til rannsóknar, leiðtogafundur og eldislax Netlaust í Ráðhúsinu vegna öryggisráðstafana Bíða þess enn að ráðherra svari neyðarkalli um mönnun Mannanafnanefnd: Nú má heita Kaleo Stefán Kristjánsson er látinn Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Spá eldingum á Vesturlandi Þrír handteknir grunaðir um að hafa rænt mann „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Sjá meira
Prófsteinn á lærdóma hrunsins Sérfræðingur hjá Siðfræðistofnun telur að það hafi ekki verið heiðarlegt hjá forsætisráðherra að halda tilvist félagsins Wintris á Jómfrúreyjum leyndri fyrir þjóðinni. Hann telur málið prófstein á lærdóma hrunsins og rannsóknarskýrslu Alþingis. 24. mars 2016 18:30
Þingmenn ræða vantraust á Sigmund Formaður Bjartrar framtíðar segir koma til greina að leggja fram vantrauststillögu á forsætisráðherra. Ástæðan er upplýsingar sem birtust um fjármál eiginkonu ráðherrans í síðustu viku. 21. mars 2016 07:00
Æpandi þögn á stjórnarheimilinu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hunsar fyrirspurnir fjölmiðla. 22. mars 2016 15:53
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði