Gott að vera barnafjölskylda í Brussel Una Sighvatsdóttir skrifar 28. mars 2016 19:00 Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“ Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Síðan Rúna Vigdís Guðmarsdóttir og Andrés Ingi Jónsson fluttu til Brussel fyrir þremur árum hefur ásýnd borgarinnar breyst töluvert með auknu viðbúnaðarstigi, ekki síst eftir hryðjuverkaárásirnar í París í fyrra. Þegar sprengjurnar sprungu á þriðjudaginn fór því vel undirbúið viðbragðskerfi í gang bæði í vinnu og skóla. „Við hringdum strax í hvort annað, við Andrés,“ segir Rúna aðspurð hvernig það hafi verið að vita af fjölskyldunni sitt í hverju hverfi borgarinnar þegar fregnir bárust af hryðjuverkum. „Svo heyrðum við að best væri að leyfa börnunum að vera áfram í skólunum og okkur starfsmönnum Evrópusambandsins var sagt að halda okkur á skrifstofunni, því það væri öruggasti staðurinn til að vera á. Svo bara leið dagurinn og maður beið óþreyjufullur eftir að komast aftur heim og hittast.“Fimm ára teiknaði mynd af hryðjuverkamönnunum Þótt börnin séu ung skynja þau vel að spenna liggi í loftinu. Halldór, sem er fimm ára, tjáði upplifun sína daginn sem sprengjurnar sprungu með því að teikna hryðjuverkamenn sem gætu splundrað heiminum. Andrés Ingi segir að yngri systir Halldórs, Ragna, sé fullung til að skilja almennilega hvað hafi verið að gerast. „En Halldór hefur alveg fylgst með þessu alveg frá því í nóvember og við segjum honum allt sem hann þarf að vita.“ Sjálfur segir Halldór frá því að krökkunum í skólanum hafi verið sagt að þau yrðu öll sótt snemma og á sama tíma út af hryðjuverkum í borginni. „Ég var ekkert hræddur en en það voru þrjátíu sem dóu. Fullorðnir,“ segir Halldór.Aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar Þrátt fyrir yfirvofandi hryðjuverkaógn segja þau gott að vera barnafjölskylda í Brussel og vona að áhrifin á samfélagið verði ekki of djúpstæð. „Brusselbúar eru mjög vanir því að búa í fjölmenningarsamfélagi þar sem fólk kemur úr ólíkum áttum og ber virðingu fyrir hvert öðru og ég hef trú á því að það haldist þannig,“ segir Rúna. „Maður er náttúrulega aldrei hundrað prósent öruggur nokkursstaðar og okkur líður mjög vel í Brussel. Þannig að við höldum bara áfram að gera það besta úr hlutunum og láta okkur líða vel.“
Hryðjuverk í París Tengdar fréttir Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00 Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36 Fólk slegið óhug í Brussel Daglegt líf Íslendinga þar heldur þó áfram. 24. mars 2016 14:56 Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37 Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47 Mest lesið Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Erlent Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Innlent „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Erlent Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Erlent „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Innlent „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Sjá meira
Fleiri árásir voru í bígerð Fjöldi manns hefur verið handtekinn í Belgíu, Frakklandi og Þýskalandi í tengslum við rannsókn lögreglu á árásunum í Brussel fyrr í vikunni. Einn var tekinn með sprengibúnað á sporvagnsstöð í Brussel. 26. mars 2016 07:00
Göngu gegn ótta í Brussel frestað Lögreglan of upptekin við rannsókn hryðjuverkanna til þess að tryggja öryggi vegna göngunnar. 26. mars 2016 18:36
Stöð 2 í Brussel: Þriggja daga þjóðarsorg Una Sighvatsdóttir fréttamaður og Björn G. Sigurðsson tökumaður eru í Brussel og munu fjalla þaðan um eftirmála hryðjuverkanna í fréttum Stöðvar2 í kvöld. Íbúar Brussel buðu óttanum byrginn í miðborginni í dag eins og sjá má í meðfylgjandi myndskeiði. 23. mars 2016 17:37
Einum þeirra sem helst var grunaður um þáttöku í hryðjuverkunum í Brussel sleppt úr haldi Faycal Cheffou hefur verið sleppt úr haldi lögreglu í Brussel vegna skorts á sönnunargögnum. 28. mars 2016 14:47