Vilja afnema sjálfkrafa skráningu barna í trúfélög Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 10. mars 2016 10:18 Helgi Hrafn Gunnarsson og Birgitta Jónsdóttir, þingmenn Pírata, eru á meðal flutningsmanna frumvarpsins. vísir/vilhelm Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. Um er að ræða breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög en í 8. grein laganna er mælt fyrir um skráningu barna í slík félög frá fæðingu. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en samflokksmenn hennar Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru einni flutningsmenn auk þeirra Brynhildar Pétursdóttur og Óttars Proppé úr Bjartri framtíð og Steinunnar Þóru Árnadóttur úr Vinstri grænum. Samkvæmt lögunum nú skráist barn sjálfkrafa við fæðingu í það trú-eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru skráðir í séu þeir í hjúskap eða skráðri sambúð. Ef foreldrarnir standa utan slíkra félaga skulu börn þeirra einnig vera utan félaga en ef foreldrar eru hvorki í hjúskap né skráðri sambúð skal skrá barnið í sama skráða félag og forsjárforeldri tilheyrir en vera utan trúfélaga ef forsjárforeldrið er utan trúfélaga. Að mati flutningsmanna frumvarpsins telja þeir ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Því leggja þeir til að slík skráning verði afnumin. Frumvarpið felur einnig í sér þá breytingu að þeir sem eru orðnir 13 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag eða úrsögn úr slíku félagi en í núgildandi lögum er miðað við 16 ára aldur. Hvað varðar skráningu barna í trúfélög segir í frumvarpinu: „Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, þar til barn er 13 ára að aldri. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sam¬eigin¬lega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun. Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Staða barns skal vera ótilgreind að þessu leyti þar til foreldri eða forsjáraðili eða barnið sjálft óskar eftir skráningu í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.“ Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira
Píratar leggja nú fram í annað sinn frumvarp á Alþingi um afnám sjálfkrafa skráningu barna í trú-eða lífsskoðunarfélög. Um er að ræða breytingu á lögum um skráð trúfélög og lífsskoðunarfélög en í 8. grein laganna er mælt fyrir um skráningu barna í slík félög frá fæðingu. Birgitta Jónsdóttir er fyrsti flutningsmaður frumvarpsins en samflokksmenn hennar Helgi Hrafn Gunnarsson og Ásta Guðrún Helgadóttir eru einni flutningsmenn auk þeirra Brynhildar Pétursdóttur og Óttars Proppé úr Bjartri framtíð og Steinunnar Þóru Árnadóttur úr Vinstri grænum. Samkvæmt lögunum nú skráist barn sjálfkrafa við fæðingu í það trú-eða lífsskoðunarfélag sem foreldrar þess eru skráðir í séu þeir í hjúskap eða skráðri sambúð. Ef foreldrarnir standa utan slíkra félaga skulu börn þeirra einnig vera utan félaga en ef foreldrar eru hvorki í hjúskap né skráðri sambúð skal skrá barnið í sama skráða félag og forsjárforeldri tilheyrir en vera utan trúfélaga ef forsjárforeldrið er utan trúfélaga. Að mati flutningsmanna frumvarpsins telja þeir ekki rétt að börn séu sjálfkrafa skráð í trúfélag eða lífsskoðunarfélag við fæðingu. Því leggja þeir til að slík skráning verði afnumin. Frumvarpið felur einnig í sér þá breytingu að þeir sem eru orðnir 13 ára að aldri geti tekið ákvörðun um inngöngu í skráð trúfélag eða lífsskoðunarfélag eða úrsögn úr slíku félagi en í núgildandi lögum er miðað við 16 ára aldur. Hvað varðar skráningu barna í trúfélög segir í frumvarpinu: „Það foreldri sem fer með forsjá barns tekur ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi, þar til barn er 13 ára að aldri. Ef foreldrar fara saman með forsjá barns taka þeir ákvörðun sam¬eigin¬lega. Hafi barn náð 12 ára aldri skal leita álits þess um slíka ákvörðun. Hafi forsjá barns verið falin öðrum en foreldrum á grundvelli laga tekur forsjáraðili ákvörðun um inn¬göngu þess í eða úrsögn úr skráðu trúfélagi eða lífsskoðunarfélagi. Staða barns skal vera ótilgreind að þessu leyti þar til foreldri eða forsjáraðili eða barnið sjálft óskar eftir skráningu í trúfélag eða lífsskoðunarfélag.“
Alþingi Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Erlent Fleiri fréttir Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Sjá meira