Gummi Ben lýsir leikjum Íslands á EM Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. mars 2016 12:26 Gummi Ben hefur verið í aðalhlutverki í enska boltanum og Meistaradeild Evrópu undanfarin ár og verður áfram að sögn yfirmanns íþróttadeildar. Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira
Gengið hefur verið frá því að Guðmundur Benediktsson, Gummi Ben, lýsi leikjum íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar. Þetta herma heimildir Vísis. Allir leikir Íslands verða í opinni dagskrá svo enginn ætti að missa af leikjunum sögulegu.Síminn (þá Skjárinn) keypti sjónvarpsréttinn á mótinu á um 277 milljónir króna en ekki hefur verið greint frá því hvernig staðið verður að útsendingunum. Gummi Ben lýsir öllum leikjum Ísland á mótinu beint frá Frakklandi og sömuleiðis öðrum stórleikjum að því er heimildir Vísis herma.Gátu ekki í staðið í vegi fyrir Gumma Ágúst Héðinsson, yfirmaður íþróttadeildar 365 miðla, segir að fyrirtækið hafi ekki getað staðið í vegi fyrir því að Gummi Ben lýsti leikjum karlalandsliðsins á EM. „Við getum ekki staðið í vegi fyrir því að besti lýsari landsins fari til Frakklands og lýsi sögulegasta íþróttaviðburði þjóðarinnar,“ segir Ágúst. „Við getum sagt að þetta sé framlag 365 til EM og þjóðarinnar svo hún geti skemmt sér sem best.“ Gummi hefur lýst íþróttaviðburðum á sportrásum Stöðvar 2 undanfarin ár og engin breyting verður á því þótt hann bregði sér í júní í lið með Símanum. „Hann mun lýsa enska boltanum og öðru efni til út tímabilið en fer svo til Frakklands. Hann verður kominn aftur á sinn stað þegar enski boltinn byrjar að rúlla í ágúst.“Þorsteinn Joð stýrir EM-stofunni? Mikil spenna er fyrir Evrópumótinu í sumar enda í fyrsta skipti sem karlalandsliðið er á meðal þátttökuþjóða. Þúsundir Íslendinga munu styðja við strákana okkar og nóg verður af fjölmiðlafólki á svæðinu. 365 miðlar verða þar á meðal með fréttamenn og tökumenn sem munu miðla fréttum í Fréttablaðið, Vísi, Stöð 2 og Bylgjuna. Þá siglir Akraborgin á X-inu með Hirti Hjartar til Frakklands. Samkvæmt heimildum Vísis hefur verið til umræðu að Þorsteinn Joð stýri EM umfjöllun Símans en það hefur ekki fengist staðfest. Ekki náðist í Pálma Guðmundsson, sjónvarpsstjóra hjá Símanum, við vinnslu fréttarinnar. Opnunarleikur EM er viðureign Frakka og Rúmena þann 10. júní. Karlalandslið Íslands er í F-riðli með Portúgal, Austurríki og Ungverjalandi. Leikirnir fara fram 14. júní, 18. júní og 22. júní en leikið er í Saint-Étienne, Marseille og París.Margir leikir í opinni dagskrá Samkvæmt skilyrðum sem Evrópska knattspyrnusambandið setur (UEFA) þarf einn leikur á hverjum degi keppninnar að vera í opinni dagskrá. Því verða allir leikir frá og með átta liða úrslitum í opinni dagskrá hjá Símanum auk eins leiks á dag í riðlakeppninni og sextán liða úrslitum. Þá gaf Skjárinn (nú Síminn) út á sínum tíma að leikir íslenska landsliðsins yrðu í opinni dagskrá sem fyrr segir.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið „Ég er sá sem getur fellt hann“ Erlent Moskító mætt á Suðurland Innlent Þorleifur Kamban er látinn Innlent Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Innlent Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Innlent Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu Innlent Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Erlent Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Erlent Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Innlent Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Innlent Fleiri fréttir Skýrt í regluverkinu að verndarráðstafanir þurfi að ná yfir alla utan tollabandalags Kjósa um sex efstu í prófkjöri hjá Sjálfstæðisflokki í Hafnarfirði Hafi kallað drenginn „grenjuskjóðu“ Þreyttir íbúar Grjótaþorpsins fá einstefnu ÍSÍ ætli að skoða kostnað við æfingagjöld barna Moskító mætt á Suðurland Tillaga Sjálfstæðismanna um gjaldfrjáls stæði á messutíma felld Hellti bjór yfir slasaðan hjólreiðamann sem lá í götunni Veðmálafyrirtækin geti eflt íþróttafélög til muna Framlag Íslands til Parísarsamningsins óháð ESB-markmiði Loftgæði verði áfram slæm Árelía kveður borgarpólitíkina Tilfinningar í þingsal og Inga brosir hringinn „Meiddist og varð mjög hræddur um líf sitt“ Nú eru kettir og hundar leyfðir í fjölbýli Vondar fréttir af tollum ESB og gróf árás á Stuðlum Samingur SÞ um réttindi fatlaðs fólks lögfestur Hæstiréttur hafnaði kröfum hópnauðgara Íbúar kvarta undan myrkri „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Sjá meira