Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 20:54 Svona var umhorft á Patreksfirði í dag. Möguleiki er á að krapaflóð falli í bænum. mynd/helga gísladóttir Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna ofanflóða. Talið er að vatn hafi safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, fyrir ofan byggðina í bænum, og að krapi gæti hlaupið fram. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma hús í bænum. „Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í hóteli bæjarins en á níunda tímanum voru 23 íbúar komnir í hana. „Einhverjir fóru til vina og ættingja og verða þar í nótt.“ Helga segir að hún viti einnig af fjórum fjölskyldum á Bíldudal sem hafa yfirgefið hús sín vegna ofanflóðahættu. Þau gerðu það hins vegar sjálf en ekki í samráði við almannavarnir. Tíu metra breitt krapaflóð féll í Bíldudal í dag og laskaði hús í bænum. Húsið er í eigu bæjarfélagsins en það var keypt upp af sveitarfélaginu þegar varnargarður var reistur þar árið 2009. „Veðrið á hér í dag hefur ekki verið ómögulegt en það er alltaf betra að hafa varann á,“ segir Helga. Fylgst verður náðið með stöðunni í nótt og á morgun. Mikil hætta á ofanflóðum er á norðanverðum Vestfjörðum en á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum er talsverð hætta. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur fram að Norðurland virðist að mestu leiti sleppa við úrkomu í veðrinu sem nú gengur yfir landið en mikil hlýindi og hvassviðri gætu skapað krapaflóða- og jafnvel skriðuhættu. Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna ofanflóða. Talið er að vatn hafi safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, fyrir ofan byggðina í bænum, og að krapi gæti hlaupið fram. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma hús í bænum. „Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í hóteli bæjarins en á níunda tímanum voru 23 íbúar komnir í hana. „Einhverjir fóru til vina og ættingja og verða þar í nótt.“ Helga segir að hún viti einnig af fjórum fjölskyldum á Bíldudal sem hafa yfirgefið hús sín vegna ofanflóðahættu. Þau gerðu það hins vegar sjálf en ekki í samráði við almannavarnir. Tíu metra breitt krapaflóð féll í Bíldudal í dag og laskaði hús í bænum. Húsið er í eigu bæjarfélagsins en það var keypt upp af sveitarfélaginu þegar varnargarður var reistur þar árið 2009. „Veðrið á hér í dag hefur ekki verið ómögulegt en það er alltaf betra að hafa varann á,“ segir Helga. Fylgst verður náðið með stöðunni í nótt og á morgun. Mikil hætta á ofanflóðum er á norðanverðum Vestfjörðum en á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum er talsverð hætta. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur fram að Norðurland virðist að mestu leiti sleppa við úrkomu í veðrinu sem nú gengur yfir landið en mikil hlýindi og hvassviðri gætu skapað krapaflóða- og jafnvel skriðuhættu.
Veður Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira