Fjöldahjálparstöð opnuð á Patreksfirði vegna ofanflóðahættu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 13. mars 2016 20:54 Svona var umhorft á Patreksfirði í dag. Möguleiki er á að krapaflóð falli í bænum. mynd/helga gísladóttir Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna ofanflóða. Talið er að vatn hafi safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, fyrir ofan byggðina í bænum, og að krapi gæti hlaupið fram. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma hús í bænum. „Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í hóteli bæjarins en á níunda tímanum voru 23 íbúar komnir í hana. „Einhverjir fóru til vina og ættingja og verða þar í nótt.“ Helga segir að hún viti einnig af fjórum fjölskyldum á Bíldudal sem hafa yfirgefið hús sín vegna ofanflóðahættu. Þau gerðu það hins vegar sjálf en ekki í samráði við almannavarnir. Tíu metra breitt krapaflóð féll í Bíldudal í dag og laskaði hús í bænum. Húsið er í eigu bæjarfélagsins en það var keypt upp af sveitarfélaginu þegar varnargarður var reistur þar árið 2009. „Veðrið á hér í dag hefur ekki verið ómögulegt en það er alltaf betra að hafa varann á,“ segir Helga. Fylgst verður náðið með stöðunni í nótt og á morgun. Mikil hætta á ofanflóðum er á norðanverðum Vestfjörðum en á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum er talsverð hætta. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur fram að Norðurland virðist að mestu leiti sleppa við úrkomu í veðrinu sem nú gengur yfir landið en mikil hlýindi og hvassviðri gætu skapað krapaflóða- og jafnvel skriðuhættu. Veður Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira
Hættustigi hefur verið lýst yfir á Patreksfirði vegna ofanflóða. Talið er að vatn hafi safnast fyrir í snjónum í Geirseyrargili, fyrir ofan byggðina í bænum, og að krapi gæti hlaupið fram. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að rýma hús í bænum. „Þetta eru svæði tíu, ellefu og tólf sem hafa verið rýmd,“ segir Helga Gísladóttir formaður Rauða krossins á Patreksfirði. Fjöldahjálparstöð hefur verið opnuð í hóteli bæjarins en á níunda tímanum voru 23 íbúar komnir í hana. „Einhverjir fóru til vina og ættingja og verða þar í nótt.“ Helga segir að hún viti einnig af fjórum fjölskyldum á Bíldudal sem hafa yfirgefið hús sín vegna ofanflóðahættu. Þau gerðu það hins vegar sjálf en ekki í samráði við almannavarnir. Tíu metra breitt krapaflóð féll í Bíldudal í dag og laskaði hús í bænum. Húsið er í eigu bæjarfélagsins en það var keypt upp af sveitarfélaginu þegar varnargarður var reistur þar árið 2009. „Veðrið á hér í dag hefur ekki verið ómögulegt en það er alltaf betra að hafa varann á,“ segir Helga. Fylgst verður náðið með stöðunni í nótt og á morgun. Mikil hætta á ofanflóðum er á norðanverðum Vestfjörðum en á utanverðum Tröllaskaga og Austfjörðum er talsverð hætta. Á vefsíðu Veðurstofunnar kemur fram að Norðurland virðist að mestu leiti sleppa við úrkomu í veðrinu sem nú gengur yfir landið en mikil hlýindi og hvassviðri gætu skapað krapaflóða- og jafnvel skriðuhættu.
Veður Mest lesið Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Innlent Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Innlent Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Innlent „Þetta er ekkert líf“ Innlent Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Innlent Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Innlent Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Innlent Strandveiðisjómaður lést Innlent Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði Innlent Óvissa uppi um „stóra og fallega“ frumvarpið og Musk hótar hefndum Erlent Fleiri fréttir Ræddu veiðigjaldið til hálf þrjú í nótt Foreldrar fjölbura fá lengra fæðingarorlof Læknanemar látnir borga hagræðingarbrúsann Náðu með markaðsátaki að lokka til sín fleiri smærri leiðangursskip Skipt um lás hjá Sósíalistaflokknum Nemendur greiði tuttugu þúsund krónum meira í Strætó en starfsfólk Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi Annað útkall vegna strandveiðibáts úti fyrir Patreksfirði „Þetta er ekkert líf“ Umræða um veiðigjöldin orðin sú þriðja lengsta Óprúttinn aðili rispaði tíu bíla á Seltjarnarnesi Fylkingarnar safna liði og ásakanir ganga á víxl: Stefnir í átök í Bolholti Líf í biðstöðu og hitafundur sósíalista Strandveiðisjómaður lést Deila um Suðurnesjalínu 2 fer beint í Hæstarétt Áslaug Arna farin í frí en enginn tekinn við Sviptur prófinu eftir að hafa ekið á 185 Ældi í rútunni og réðst svo á bílstjórann Sá sem réðst á Ingunni áfrýjar til hæstaréttar Bein útsending: Rektorsskipti í Háskóla Íslands Snurða hljóp á þráðinn í nótt Samstöðinni verði mögulega lokað í kvöld: Vilja fá lögbann á boðaðan aðalfund Strandveiðibátur sökk úti fyrir Patreksfirði Reynt að ná saman um þinglok og hart deilt um Vorstjörnuna Máttu ekki eyða gögnum fyrr en málum væri lokið á öllum dómstigum Bjórpása í Víkinni og lögreglan í heimsókn í Garðabæ Skoða ekki hvort maður hafi mátt binda barn niður og kitla Biður Höllu afsökunar á fréttum af meintum lífvörðum Svörin líklega að finna á Íslandi: Vonlítill um að Jón Þröstur sé á lífi Skjálfti upp á þrjá í Kötlu Sjá meira