Fimm ár frá upphafi Sýrlands-stríðsins: 3,7 milljónir barna hafa fæðst í stríði Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2016 12:56 Eitt stærsta baráttumál UNICEF í Sýrlandi undanfarið hefur verið að tryggja börnum aðgang að menntun. Skólasókn hefur hrunið frá upphafi stríðsins, enda oft hvorki aðstaða né kennarar til staðar. Mynd/UNICEF Alls hafa um 3,7 milljónir barna fæðst í Sýrlandi eða á flótta í nágrannaríkjunum frá því að borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Fimm ár eru á morgun liðin frá upphafi stríðsins. UNICEF kynnti í morgun skýrsluna Enginn staður fyrir börn þar sem fram kemur að þriðjungur sýrlenskra barna hafi fæðst á stríðstímum. „Stríðið í Sýrlandi hefur haft skelfileg áhrif. Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag,“ segir í skýrslunni.Neyðst til að fullorðnast allt of hrattPeter Salama, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum, segir að eftir fimm ár af stríðsátökum hafi milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. „Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri.“' ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks...Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, 14 March 2016Áætlað er að fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hafi tífaldast frá árinu 2012, en um helmingur flóttamannanna eru börn. „Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður innanlands í Sýrlandi hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Á síðasta ári voru nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur, um 800.000 börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700.000 börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sálræn aðstoð. Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömuleiðis neyðarhjálp.UNICEF áætlar að meira en 2,1 milljón barna innan Sýrlands og 700.000 sýrlensk flóttabörn í nágrannaríkjunum séu utan skóla.UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr),“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. UNICEF stendur að fjölda viðburða í tengslum við átakið #segjumstopp. UNICEF á Íslandi og KEXLand munu þannig standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi á fimmtudaginn þar sem AmabAdamA, Sóley, dj. flugvél og geimskip, Kött Grá Pje, Milkywhale og Úlfur Úlfur koma fram. Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu UNICEF. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Alls hafa um 3,7 milljónir barna fæðst í Sýrlandi eða á flótta í nágrannaríkjunum frá því að borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Fimm ár eru á morgun liðin frá upphafi stríðsins. UNICEF kynnti í morgun skýrsluna Enginn staður fyrir börn þar sem fram kemur að þriðjungur sýrlenskra barna hafi fæðst á stríðstímum. „Stríðið í Sýrlandi hefur haft skelfileg áhrif. Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag,“ segir í skýrslunni.Neyðst til að fullorðnast allt of hrattPeter Salama, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum, segir að eftir fimm ár af stríðsátökum hafi milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. „Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri.“' ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks...Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, 14 March 2016Áætlað er að fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hafi tífaldast frá árinu 2012, en um helmingur flóttamannanna eru börn. „Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður innanlands í Sýrlandi hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Á síðasta ári voru nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur, um 800.000 börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700.000 börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sálræn aðstoð. Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömuleiðis neyðarhjálp.UNICEF áætlar að meira en 2,1 milljón barna innan Sýrlands og 700.000 sýrlensk flóttabörn í nágrannaríkjunum séu utan skóla.UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr),“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. UNICEF stendur að fjölda viðburða í tengslum við átakið #segjumstopp. UNICEF á Íslandi og KEXLand munu þannig standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi á fimmtudaginn þar sem AmabAdamA, Sóley, dj. flugvél og geimskip, Kött Grá Pje, Milkywhale og Úlfur Úlfur koma fram. Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu UNICEF.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Útvarp Sólheimar er vinsæl útvarpsstöð Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Breiðholtsbrautin opin á ný Áfram gert ráð fyrir gosi þrátt fyrir litla skjálftavirkni Reyndu að kveikja eld í bílastæðahúsi Ekkert Eurovision og hreindýr sem heldur að það sé hundur Til skoðunar hvort ljósin hafi verið græn Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Maðurinn handtekinn aftur í tengslum við mannslátið Milduðu dóm konu sem braut á drengjum og einn vildi ekki refsa Ísland meðal ríkja sem vilja endurskoða túlkun Mannréttindasáttmálans Ísland verður ekki með í Eurovision Selfoss dreginn til hafnar á Hjaltlandseyjum Reiknar með fljótri og góðri ákvörðun fyrir Ísland Óska eftir vitnum að banaslysinu á Vesturlandsvegi Kalla eftir sérstakri umræðu um málefni skólameistara og framhaldsskóla Tölvuárás á kerfi Grundarheimilanna Úlfar þögull sem gröfin Vörubifreið ekið á undirstöður Breiðholtsbrúar Starfsmenn stefna Hval í samvinnu við fyrirtækið Viðgerð á Seyðisfjarðarlínunni muni taka tíma Hvalveiðimenn ætla í hart og örlög Íslands í Eurovision ráðast í dag Róbert vill leiða lista Viðreisnar í borginni Miðflokkurinn ekki undirritað siðareglur og mæting þingmanna sögð frjálsleg Handtekinn á Akranesi grunaður um nauðgun Slökkviliðsstjóri fer í fullt starf hjá almannavarnanefnd Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09