Fimm ár frá upphafi Sýrlands-stríðsins: 3,7 milljónir barna hafa fæðst í stríði Atli Ísleifsson skrifar 14. mars 2016 12:56 Eitt stærsta baráttumál UNICEF í Sýrlandi undanfarið hefur verið að tryggja börnum aðgang að menntun. Skólasókn hefur hrunið frá upphafi stríðsins, enda oft hvorki aðstaða né kennarar til staðar. Mynd/UNICEF Alls hafa um 3,7 milljónir barna fæðst í Sýrlandi eða á flótta í nágrannaríkjunum frá því að borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Fimm ár eru á morgun liðin frá upphafi stríðsins. UNICEF kynnti í morgun skýrsluna Enginn staður fyrir börn þar sem fram kemur að þriðjungur sýrlenskra barna hafi fæðst á stríðstímum. „Stríðið í Sýrlandi hefur haft skelfileg áhrif. Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag,“ segir í skýrslunni.Neyðst til að fullorðnast allt of hrattPeter Salama, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum, segir að eftir fimm ár af stríðsátökum hafi milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. „Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri.“' ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks...Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, 14 March 2016Áætlað er að fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hafi tífaldast frá árinu 2012, en um helmingur flóttamannanna eru börn. „Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður innanlands í Sýrlandi hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Á síðasta ári voru nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur, um 800.000 börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700.000 börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sálræn aðstoð. Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömuleiðis neyðarhjálp.UNICEF áætlar að meira en 2,1 milljón barna innan Sýrlands og 700.000 sýrlensk flóttabörn í nágrannaríkjunum séu utan skóla.UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr),“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. UNICEF stendur að fjölda viðburða í tengslum við átakið #segjumstopp. UNICEF á Íslandi og KEXLand munu þannig standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi á fimmtudaginn þar sem AmabAdamA, Sóley, dj. flugvél og geimskip, Kött Grá Pje, Milkywhale og Úlfur Úlfur koma fram. Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu UNICEF. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Alls hafa um 3,7 milljónir barna fæðst í Sýrlandi eða á flótta í nágrannaríkjunum frá því að borgarastríðið braust út í Sýrlandi. Fimm ár eru á morgun liðin frá upphafi stríðsins. UNICEF kynnti í morgun skýrsluna Enginn staður fyrir börn þar sem fram kemur að þriðjungur sýrlenskra barna hafi fæðst á stríðstímum. „Stríðið í Sýrlandi hefur haft skelfileg áhrif. Innviðir landsins eru í rúst, meira en 200.000 börn búa á svæðum sem haldið er í herkví stríðandi aðila og meira en 8 milljónir barna eru í þörf fyrir neyðaraðstoð. Enginn staður er öruggur fyrir börn í Sýrlandi í dag,“ segir í skýrslunni.Neyðst til að fullorðnast allt of hrattPeter Salama, svæðisstjóri UNICEF í Mið-Austurlöndum, segir að eftir fimm ár af stríðsátökum hafi milljónir barna neyðst til að fullorðnast allt of hratt. „Á meðan átökin halda áfram eru börn látin berjast í stríði fullorðinna, þau þurfa að hætta í skóla, neyðast til að vinna og stúlkur eru látnar ganga í hjónaband á barnsaldri.“' ...við þurfum bara einhvern sem setur sig í okkar spor, sem hjálpar okkur... “ Safa, 12 ára.Börn eru helmingur fólks...Posted by UNICEF á Íslandi on Monday, 14 March 2016Áætlað er að fjöldi flóttafólks í nágrannaríkjum Sýrlands hafi tífaldast frá árinu 2012, en um helmingur flóttamannanna eru börn. „Þrátt fyrir afar erfiðar aðstæður innanlands í Sýrlandi hafa UNICEF og samstarfsaðilar náð miklum árangri og veitt milljónum barna neyðarhjálp. Á síðasta ári voru nærri þrjár milljónir barna yngri en fimm ára aldri bólusett gegn mænuveiki í Sýrlandi til að koma í veg fyrir faraldur, um 800.000 börn fengu hlý föt og teppi, rúmlega 700.000 börn voru skimuð fyrir bráðri vannæringu og hálfri milljón barna var veitt sálræn aðstoð. Í nágrannaríkjunum fengu milljónir barna á flótta sömuleiðis neyðarhjálp.UNICEF áætlar að meira en 2,1 milljón barna innan Sýrlands og 700.000 sýrlensk flóttabörn í nágrannaríkjunum séu utan skóla.UNICEF á Íslandi stendur nú fyrir átakinu #segjumSTOPP til að minnast þess að fimm ár eru liðin frá því að stríðið í Sýrlandi hófst. Krefja þarf valdhafa um markvissar aðgerðir til að stöðva stríðið, veita þarf börnum og fjölskyldum þeirra neyðarhjálp og tryggja þeim alþjóðlega vernd. Hægt er að styðja neyðarsöfnunina með því að senda sms-ið STOPP í nr 1900 (1.900 kr),“ segir í tilkynningu frá UNICEF á Íslandi. UNICEF stendur að fjölda viðburða í tengslum við átakið #segjumstopp. UNICEF á Íslandi og KEXLand munu þannig standa fyrir baráttutónleikum vegna stríðsins í Sýrlandi á fimmtudaginn þar sem AmabAdamA, Sóley, dj. flugvél og geimskip, Kött Grá Pje, Milkywhale og Úlfur Úlfur koma fram. Nánar má lesa um dagskrána á heimasíðu UNICEF.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Innlent Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Fleiri fréttir Fimm handteknir grunaðir um skipulagðan þjófnað Ráðherra situr fyrir svörum, gleðitíðindi og konan sem hafði aldrei heyrt um handbolta Seinka sýningum fyrir leikinn Óbirt svör og starfslokin tekin fyrir Tæplega þrjátíu prósent Tesla Y þurftu í endurskoðun Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Sjá meira
Sorgarsaga Aleppo: Ein fegursta borg Miðausturlanda sundursprengd og skugginn af sjálfri sér Sýrlandsher hefur með aðstoð Rússa hert sókn sína að uppreisnarmönnum sem hafa ráðið yfir heilu hverfunum í Aleppo frá árinu 2012. 1. mars 2016 11:09