Það þarf að byrja upp á nýtt! Ögmundur Jónasson skrifar 15. mars 2016 07:00 Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu bæjarfélögin. Stofnaðar voru bæjarútgerðir og Síldarverksmiðjur ríkisins. Til varð öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, sterkar stoðir innviða. Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott. Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar. Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.Snýst um hvað við viljum En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína. Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla. Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.Að hafa trú á eigin lausnum Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist. Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja. Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt. Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ögmundur Jónasson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Alþýðusamband Íslands varð hundrað ára í síðustu viku. Litlu eldri er samvinnuhreyfingin. Upp úr sama jarðvegi spratt margvíslegt framtak sem byggði á félagslegu átaki. Allt þetta gerðist á öndverðri öldinni sem leið. Til urðu samvinnufélög um rekstur banka og sparisjóða og margvíslega framleiðslu. Þar sem einstaklingsframtak dugði ekki til, tóku margir höndum saman, jafnvel heilu bæjarfélögin. Stofnaðar voru bæjarútgerðir og Síldarverksmiðjur ríkisins. Til varð öflugt menntakerfi, heilbrigðiskerfi, sterkar stoðir innviða. Allt á sinn tíma. Ekkert mannanna verk er svo gott að það standist tímans tönn að eilífu, hvað þá manneskjuna sjálfa með öllum sínum kostum – og göllum. Þannig má segja að samvinnuhreyfingin og samvinnufyrirtækin hafi orðið sjálfri sér að bráð, stjórnendum sínum og eigendum. Átakanlegasta dæmið eru sparisjóðirnir sem voru markaðsvæddir og eigendum gert kleift að braska með hluti sína. Þá urðu þeir eins og hinir bankarnir sem áður hafði verið gefinn laus taumurinn. Hin félagslega taug var þar með numin brott. Löngu áður voru bæjarútgerðirnar komnar í einkahendur og allt sem byggði á samvinnu nánast bannfært. Eftir stóð að vísu grunnur velferðarþjóðfélagsins, afreksverk félagshyggjunnar á tuttugustu öldinni, mesta framfaraskeiði mannkynssögunnar. Hinum nýju eigendum, hluthöfunum og stjórnendunum á bónusunum skyldi nú allt. Núverandi ríkisstjórn var meira að segja svo umhugað um velferð þeirra, að auðlindagjöldum sem síðasta ríkisstjórn hafði ætlað útgerðinni að greiða, var aflétt að hluta.Snýst um hvað við viljum En viljum við hafa þetta svona? Er ekki hægt að byrja upp á nýtt? Ég mæli með því. Það þarf að stofna samvinnubanka. Samfélagsbankahugmyndir Frosta Sigurjónssonar og okkar margra á félagshyggjuvængnum eru vísir að endurfæddri hugsun um banka sem ekki níðist á viðskiptavinum sínum og er ekki ætlað að vera gullgerðarvélar fyrir eigendur sína. Alþýðusambandið segist ætla að fara að sinna húsnæðisþörf launafólks og vill byggja þúsund ódýrar íbúðir á fjórum árum. Þetta kann líka að vera vísir að endurfæddri hugsun, nema hvað heldur þykir mér óþægilegt að heyra hve ákaft er talað um ódýrt húsnæði fyrir tekjulága. Ég hvet til að menn haldi sig í farveginum sem Félagsíbúðir í Reykjavík hafa reynt að fylgja og byggir á gamalli hefð verkalýðshreyfingarinnar um sambærilegt húsnæði að gæðum fyrir alla. Ég hvet líka Alþýðusambandið, BSRB og önnur öfl sem vilja vera félagslega ábyrg að halda aftur af ríkisstjórninni í áráttu hennar fyrir afnámi reglugerða sem kveða á um fullnægjandi geymslupláss og aðgang að sólarljósi. Allt til að geta byggt ódýrt fyrir fátæka.Að hafa trú á eigin lausnum Vinstri hreyfingin á við erfiðleika að etja vegna þess að hún trúir ekki á eigin lausnir. Þær lausnir eiga hins vegar við nú, ekkert síður en á fyrri öld. Sumir ætla að akkillesarhæll síðustu ríkisstjórnar hafi verið innbyrðis átök. Nokkuð margar greinar hafa verið skrifaðar í þá veru. Þetta er alrangt að mínu mati. Vandræðin á vinstri vængnum hafa verið, og eru enn, vantrú á eigin lausnir. Þess vegna hafa þær ekki verið framkvæmdar þegar færi hefur gefist. Það þarf að skilja það að félagshyggjan þarf að byrja upp á nýtt og á eigin forsendum. Ekki forsendum Miltons Friedmanns, Friedrichs Hayeks og íslenskra skoðanasystkina þeirra. Þessir menn skildu þó eitt. Nefnilega, að stundum þarf að byrja upp á nýtt, þess vegna NÝ-frjálshyggja. Nákvæmlega þetta þarf að gerast á vinstri vængnum, nema með öfugum formerkjum og heilladrýgri fyrir okkar samfélag en peningahyggjan hefur boðað og framkvæmt. Stjórnmálahreyfingar sem vilja eiga erindi við framtíðina þurfa að skilja að það þarf alltaf að vera að byrja upp á nýtt.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun