Höskuldur vill að Bankasýslan hafi forgöngu um málsókn til að endurheimta Borgunarhlutinn Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 13:55 „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði Höskuldur. Vísir/Vilhelm Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir því að Bankasýsla ríkisins myndi höfða dómsmál gegn þeim sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun til að reyna að fá sölu hlutarins ógilda. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði hann. Höskuldur vill að Bankasýslan leiti allra leiða til að sækja féð til núverandi eigenda Borgunar. „Í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans kemur fram að telji Landsbankinn, eða hafi athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun eigi bankinn að leita réttar síns ef hann telur tilefni til og ég held nefnilega að hér sé komið einmitt þetta tilefni,“ sagði hann. Vitnaði Höskuldur næst í grein í Morgunblaðinu eftir hæstaréttarlögmanninn Hauk Örn Birgisson sem bendir á ákvæði í samningalögum sem heimilar endurskoðun á viðskiptum aðila, jafnvel ógildingu. „Hann vísar í dómafordæmi þar sem Hæstiréttur hefur bent á að sé verðmætið margfalt meira en endurgjaldið sé hægt að færa rök fyrir því að samningagerðin hafi verið byggð á brostnum eða röngum forsendum,“ segir hann. „Ég tel einboðið að Landsbankinn höfði mál, geri það hið allra fyrsta og ég vil hvetja Bankasýsluna líka, því hún fer með eignarhlut ríkisins, að hún hafi forgöngu í málinu,“ sagði hann. „Þó að kostnaður við dómsmál geti hlaupið á einhverjum milljónum þá eru það smámunir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir almenning í landinu.“ Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokks, kallaði eftir því að Bankasýsla ríkisins myndi höfða dómsmál gegn þeim sem keyptu hlut Landsbankans í Borgun til að reyna að fá sölu hlutarins ógilda. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í morgun. „Hinir raunverulegu hagsmunir málsins eru þeir að almenningur tapaði ekki bara verulegum fjármunum heldur ótrúlega miklum fjármunum sem hlaupa á milljörðum króna,“ sagði hann. Höskuldur vill að Bankasýslan leiti allra leiða til að sækja féð til núverandi eigenda Borgunar. „Í bréfi Bankasýslunnar til bankaráðs Landsbankans kemur fram að telji Landsbankinn, eða hafi athugasemdir við upplýsingagjöf af hálfu annarra aðila í tengslum við sölumeðferð á eignarhlut í Borgun eigi bankinn að leita réttar síns ef hann telur tilefni til og ég held nefnilega að hér sé komið einmitt þetta tilefni,“ sagði hann. Vitnaði Höskuldur næst í grein í Morgunblaðinu eftir hæstaréttarlögmanninn Hauk Örn Birgisson sem bendir á ákvæði í samningalögum sem heimilar endurskoðun á viðskiptum aðila, jafnvel ógildingu. „Hann vísar í dómafordæmi þar sem Hæstiréttur hefur bent á að sé verðmætið margfalt meira en endurgjaldið sé hægt að færa rök fyrir því að samningagerðin hafi verið byggð á brostnum eða röngum forsendum,“ segir hann. „Ég tel einboðið að Landsbankinn höfði mál, geri það hið allra fyrsta og ég vil hvetja Bankasýsluna líka, því hún fer með eignarhlut ríkisins, að hún hafi forgöngu í málinu,“ sagði hann. „Þó að kostnaður við dómsmál geti hlaupið á einhverjum milljónum þá eru það smámunir miðað við þá gríðarlegu hagsmuni sem eru í húfi fyrir almenning í landinu.“
Borgunarmálið Stjórnmálavísir Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Innlent Fleiri fréttir Tekist á um afgreiðslu velferðarnefndar Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Leiðtogaprófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Reykjavík Mælist nú ekki með eins jákvætt viðhorf til kvenleiðtoga Nýr lögreglustjóri fljótur að ákveða sig og nýir vextir hjá Arion Breytingar á húsaleigulögum samþykktar sem lög Arndís Soffía tekur við af Grími Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Skyggnst inn í Hegningarhúsið Enginn gleymir þessum degi fyrir tveimur árum Heldur fullum launum Sigríður Björk hverfur á braut og umboðsmaður vill endurskoða meðferðarheimilin Flestum þykir Guðrún og Sigmundur hafa staðið sig illa Sigríður Björk segir af sér Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – fyrri dagur Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Sjá meira