Segir það sjálfstætt og sérstakt vandamál að forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. mars 2016 14:17 Guðmundur Steingrímsson kallar eftir því að fólk láti af hvötum sínum að vera besserwisserar varðandi nýjan Landspítala. Vísir/Valli Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallar eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aðrir hætti að vera besserwisserar um staðsetningu Landspítalans og að uppbyggingu hans við Hringbraut verði haldið áfram. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það virðist vera orðið sjálfstætt vandamál og æði sérstakt vandamál að hæstvirtur forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop í tölvuna sína og virðist verja dálítið miklum tíma í það að hanna upp á eigin spýtur allskonar byggingar og hús og reyna selja okkur hinum það að þetta séu skynsamlegar teikningar og skynsamleg skipulagning,“ sagði hann.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Ég er líka með Photoshop í minni tölvu og get vel brokkað hér fram með allskonar teikningar þar sem að ég lýsi því yfir að skynsamlegt væri að byggingarnar væru á Bessastaðatúninu, eða í Elliðaárdal, eða í Hvassahrauni eða hvar sem er. Þetta er ekkert mál en ég kem hér upp til að vekja athygli á því að blessunarlega þá störfum við ekki svona í pólitík. Þá tökum við ekki veigamiklar ákvarðanir svona í pólitík.“ Sigmundur Davíð lýsti í vikunni hugmyndum sínum um uppbyggingu spítalans við Vífilsstaði frekar en Hringbraut. Guðmundur sagði að niðurstöðu endurtekinna úttekta síðustu fimmtán ár að Hringbraut væri besti staðurinn til að byggja upp spítalann. „Það er búið að gefa út að minnsta kosti fjórar mjög vandaðar greiningar á því hvar spítalinn er best byggður og allar þær skýrslur hafa komist að þeirri niðurstöðu – út frá svo fjölmörgum þáttum – að spítalinn sé best hafður og uppbyggður við Hringbraut,“ sagði hann. „Nú verða stjórnmálamenn og aðrir að láta af hvötum sínum að vera besserwisserar í þessu ferli og einfaldlega viðurkenna það að greiningarnar hafa farið fram vegna þess að hagsmunamálið er stórt,“ sagði hann „Það ríkir neyðarástand á spítalanum í húsnæðismálum og það þarf að drífa í þessu.“ Guðmundur kallaði að lokum eftir því að uppbyggingin við Hringbraut héldi áfram og að Sigmundur Davíð fengið annað forrit í tölvuna sína. Alþingi Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson, þingmaður Bjartrar framtíðar, kallar eftir því að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra og aðrir hætti að vera besserwisserar um staðsetningu Landspítalans og að uppbyggingu hans við Hringbraut verði haldið áfram. Þetta sagði hann í umræðum um störf þingsins á Alþingi í dag. „Það virðist vera orðið sjálfstætt vandamál og æði sérstakt vandamál að hæstvirtur forsætisráðherra virðist vera kominn með Photoshop í tölvuna sína og virðist verja dálítið miklum tíma í það að hanna upp á eigin spýtur allskonar byggingar og hús og reyna selja okkur hinum það að þetta séu skynsamlegar teikningar og skynsamleg skipulagning,“ sagði hann.Nýi Landspítalinn við Hringbraut, séð til suðurs af svölum gamla spítalans, en Sigmundur Davíð vill sjá spítalann annars staðar.vísir„Ég er líka með Photoshop í minni tölvu og get vel brokkað hér fram með allskonar teikningar þar sem að ég lýsi því yfir að skynsamlegt væri að byggingarnar væru á Bessastaðatúninu, eða í Elliðaárdal, eða í Hvassahrauni eða hvar sem er. Þetta er ekkert mál en ég kem hér upp til að vekja athygli á því að blessunarlega þá störfum við ekki svona í pólitík. Þá tökum við ekki veigamiklar ákvarðanir svona í pólitík.“ Sigmundur Davíð lýsti í vikunni hugmyndum sínum um uppbyggingu spítalans við Vífilsstaði frekar en Hringbraut. Guðmundur sagði að niðurstöðu endurtekinna úttekta síðustu fimmtán ár að Hringbraut væri besti staðurinn til að byggja upp spítalann. „Það er búið að gefa út að minnsta kosti fjórar mjög vandaðar greiningar á því hvar spítalinn er best byggður og allar þær skýrslur hafa komist að þeirri niðurstöðu – út frá svo fjölmörgum þáttum – að spítalinn sé best hafður og uppbyggður við Hringbraut,“ sagði hann. „Nú verða stjórnmálamenn og aðrir að láta af hvötum sínum að vera besserwisserar í þessu ferli og einfaldlega viðurkenna það að greiningarnar hafa farið fram vegna þess að hagsmunamálið er stórt,“ sagði hann „Það ríkir neyðarástand á spítalanum í húsnæðismálum og það þarf að drífa í þessu.“ Guðmundur kallaði að lokum eftir því að uppbyggingin við Hringbraut héldi áfram og að Sigmundur Davíð fengið annað forrit í tölvuna sína.
Alþingi Tengdar fréttir Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57 Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39 „Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26 Mest lesið Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Erlent Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Erlent Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Viðskipti innlent Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent Fleiri fréttir Rússar nýta samsæriskenningar til að réttlæta innrásina í Úkraínu Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Hálfur annar tími og þrjú ólík farartæki til að sækja slasaðan göngumann Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Sjá meira
Dönsk arkitektastofa hefur boðið fram aðstoð sína við hönnun á nýjum Landspítala "Ég vona að menn skilji að ég er ekki að þessu til að tefja það að hér rísi nýr spítali,“ segir Sigmundur Davíð. 14. mars 2016 18:57
Sigmundur Davíð vill að stjórnvöld bregðist við tilboði Garðabæjar um að Landspítalinn rísi við Vífilsstaði „Það eru varla rök í málinu að búið sé að eyða hundruðum milljóna í að undirbúa mistök og þess vegna þurfi að klára að gera mistökin.“ 11. mars 2016 14:39
„Heilsu þjóðarinnar vegna verður Landspítali að rísa við Hringbraut“ Forstjóri Landspítalans segir að það alvörumál að hleypa umræðunni um nýjan Landspítala upp. 11. mars 2016 19:26