Tækifæri felast í sókndjarfri landbúnaðarstefnu Gylfi Arnbjörnsson skrifar 16. mars 2016 07:00 Það er mikill misskilningur hjá forystu bændasamtakanna að Alþýðusamband Íslands vilji með gagnrýni sinni á fyrirkomulag búvörusamninga grafa undan rekstrargrundvelli íslensks landbúnaðar og starfsöryggi þeirra sem í greininni starfa. Þvert á móti byggir málflutningur ASÍ í málinu á því að í greininni séu sóknarfæri sem ekki eru nýtt í nýgerðum búvörusamningum. Það er heldur ekki svo að búvörusamningar séu einkamál bænda og landbúnaðarráðherra. Samningarnir skuldbinda skattgreiðendur næsta áratuginn til greiðslu hárra fjárhæða og þeir hafa víðtæk áhrif á þúsundir starfsmanna í matvælaiðnaði og verðlag á matvöru til neytenda. Helsta markmið búvörusamninga hefur verið að stuðla að hagræðingu, bæta samkeppnishæfni og lækka vöruverð. Að hluta til hafa markmiðin gengið eftir, í mjólkurframleiðslu hefur búum fækkað en samt er nú framleidd meiri mjólk en nokkru sinni fyrr. Aukin framleiðni hefur hins vegar ekki komið fram í lægra vöruverði til neytenda, vöruúrval er takmarkað og samkeppni lítil sem engin. Nýundirritaðir búvörusamningar munu festa núverandi kerfi í sessi og ýta undir samþjöppun í greininni án þess að bæta hag neytenda. Það hefur lengi verið skoðun ASÍ að mikilvægt sé að dregið verði úr tollvernd landbúnaðarvara og beinn stuðningur við greinina aukinn á móti. Af slíkri áherslubreytingu höfum við jákvæða reynslu sem bændur þekkja vel úr garðyrkjuframleiðslunni. Afnám tolla á agúrkum, paprikum og tómötum og aukinn beinn stuðningur við framleiðendur var heillaspor fyrir alla aðila, verð til neytenda lækkaði, innlend framleiðsla efldist og afkoman batnaði. Nýsköpun í greininni jókst og markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu jókst verulega þrátt fyrir auknar innflutningsheimildir. Tækifæri til sambærilegra breytinga er að finna víða í íslenskum landbúnaði. Gagnrýni ASÍ byggir því síður en svo á vilja til að draga máttinn úr íslenskum landbúnaði heldur teljum við að nýta hefði átt tækifærið nú til að ráðast í nauðsynlega nútímavæðingu á stuðningi við landbúnaðinn sem hefði aukið nýsköpun og samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar, ekki síst með hagsmuni bænda og starfsfólks í greininni að leiðarljósi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gylfi Arnbjörnsson Mest lesið Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson Skoðun Halldór 27.12.2025 Halldór Skoðun Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Það er mikill misskilningur hjá forystu bændasamtakanna að Alþýðusamband Íslands vilji með gagnrýni sinni á fyrirkomulag búvörusamninga grafa undan rekstrargrundvelli íslensks landbúnaðar og starfsöryggi þeirra sem í greininni starfa. Þvert á móti byggir málflutningur ASÍ í málinu á því að í greininni séu sóknarfæri sem ekki eru nýtt í nýgerðum búvörusamningum. Það er heldur ekki svo að búvörusamningar séu einkamál bænda og landbúnaðarráðherra. Samningarnir skuldbinda skattgreiðendur næsta áratuginn til greiðslu hárra fjárhæða og þeir hafa víðtæk áhrif á þúsundir starfsmanna í matvælaiðnaði og verðlag á matvöru til neytenda. Helsta markmið búvörusamninga hefur verið að stuðla að hagræðingu, bæta samkeppnishæfni og lækka vöruverð. Að hluta til hafa markmiðin gengið eftir, í mjólkurframleiðslu hefur búum fækkað en samt er nú framleidd meiri mjólk en nokkru sinni fyrr. Aukin framleiðni hefur hins vegar ekki komið fram í lægra vöruverði til neytenda, vöruúrval er takmarkað og samkeppni lítil sem engin. Nýundirritaðir búvörusamningar munu festa núverandi kerfi í sessi og ýta undir samþjöppun í greininni án þess að bæta hag neytenda. Það hefur lengi verið skoðun ASÍ að mikilvægt sé að dregið verði úr tollvernd landbúnaðarvara og beinn stuðningur við greinina aukinn á móti. Af slíkri áherslubreytingu höfum við jákvæða reynslu sem bændur þekkja vel úr garðyrkjuframleiðslunni. Afnám tolla á agúrkum, paprikum og tómötum og aukinn beinn stuðningur við framleiðendur var heillaspor fyrir alla aðila, verð til neytenda lækkaði, innlend framleiðsla efldist og afkoman batnaði. Nýsköpun í greininni jókst og markaðshlutdeild innlendrar framleiðslu jókst verulega þrátt fyrir auknar innflutningsheimildir. Tækifæri til sambærilegra breytinga er að finna víða í íslenskum landbúnaði. Gagnrýni ASÍ byggir því síður en svo á vilja til að draga máttinn úr íslenskum landbúnaði heldur teljum við að nýta hefði átt tækifærið nú til að ráðast í nauðsynlega nútímavæðingu á stuðningi við landbúnaðinn sem hefði aukið nýsköpun og samkeppnishæfni greinarinnar til framtíðar, ekki síst með hagsmuni bænda og starfsfólks í greininni að leiðarljósi.
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar