Hjarta landsins Katrín Jakobsdóttir skrifar 17. mars 2016 07:00 Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhálendisins verið kjarninn í umhverfisstefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjörlega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mannlegum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru- og útivistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsárgljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður.Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipulagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skilningur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess. Tillagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendisþjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mótstaðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar eru samspil jarðelds og íss stórbrotin og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúrugersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhálendisins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun Styrkjum stöðu leigjenda Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Á dögunum birtist okkur enn á ný aðdáunarverður samtakamáttur og einhugur um verndun miðhálendisins þegar um 20 frjáls félagasamtök útivistarfólks og umhverfisverndarsinna tóku saman höndum við Samtök ferðaþjónustunnar og undirrituðu viljayfirlýsingu um stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu. Vinstrihreyfingin – grænt framboð fagnar framtakinu og samkenndinni sem birtist í óskinni um verndun miðhálendis Íslands, enda hefur krafan um verndun miðhálendisins verið kjarninn í umhverfisstefnu vinstri grænna frá upphafi. Hálendi Íslands er eitt stærsta landsvæði Evrópu sunnan heimskautsbaugs sem aldrei hefur verið numið. Við blasa svartir sandar, hvítir jöklar og gróðurvinjar, algjörlega óregluleg í stærð og lögun. Yfir þessu tárast stundum Íslendingar á heimleið. Það er þessi hrikalega fegurð sem nú veldur því að hingað koma ferðamenn sem leita að einstakri upplifun; ósnortinni náttúru sem maðurinn hefur enn ekki hróflað við. Þessi ósnortna náttúra hefur gildi í sjálfri sér, óháð mannlegum mælikvörðum. Viljayfirlýsing náttúru- og útivistarsamtakanna er sjálfsögð krafa um að íslenska þjóðin sveigi ekki af braut verndunar á viðkvæmri og einstakri náttúru landsins. Sú braut var mörkuð vorið 1928 þegar Alþingi samþykkti lög um friðun Þingvalla. Þar með urðu þau mikilvægu tímamót í sambúð lands og þjóðar að landsvæði í almannaeigu hlaut viðurkenningu löggjafans um vernd og mannvirkjagerð voru settar þröngar skorður til verndar viðkvæmri náttúru, en ekki síður var almenningi gert kleift að njóta óspilltrar náttúru. Skrefin í átt til meiri verndunar urðu sem betur fer fleiri. Skaftafellsþjóðgarður var stofnaður 1967 á grundvelli þágildandi náttúruverndarlaga og með stuðningi alþjóðlegu náttúruverndarsamtakanna World Wildlife Fund (WWF). Þjóðgarður var svo settur á stofn í Jökulsárgljúfrum árið 1973 og árið 2001 var Þjóðgarðurinn Snæfellsjökull stofnaður.Enn víðtækari verndun Á 10. áratug síðustu aldar fór svo allmikil umræða fram um málefni miðhálendisins sem stafaði m.a. af því að þá var unnið að svæðisskipulagi miðhálendisins sem lyktaði með staðfestingu þess árið 1999. Í því andrúmi óx áhugi almennings á verndun miðhálendisins og skilningur á náttúruverndarmálefnum. Aðkoma Vinstrihreyfingarinnar – græns framboðs að hugmyndinni um miðhálendisþjóðgarð kom úr smiðju Hjörleifs Guttormssonar, náttúrufræðings og þingmanns, sem lagði fram tillögu til þingsályktunar um þjóðgarða á miðhálendinu árið 1998 þar sem lagt var til að stofnaðir yrðu fjórir þjóðgarðar á miðhálendinu umhverfis helstu jökla þess. Tillagan var samþykkt að því leyti að breytt var upphaflegu orðalagi svo að í stað fjögurra þjóðgarða var gert ráð fyrir stofnun eins, Vatnajökulsþjóðgarðs. Með þeirri ráðstöfun varð til víðáttumesti þjóðgarður Íslands, og raunar Evrópu, árið 2008. Frá stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs hafa þingmenn VG beitt sér fyrir enn víðtækari verndun hálendisins. Og nú liggur fyrir þingsályktunartillaga alls þingflokks VG en í henni er lagt til að þjóðgarður verði stofnaður sem taki yfir allt miðhálendi Íslands. Það er gert í ljósi þess að skilningur á nauðsyn og gildi náttúruverndar fer sívaxandi á meðal fólks og að kröfunni um friðun miðhálendisins eykst fylgi ár frá ári. Á sama tíma er sóst eftir því að svipta hálendið sérkennum sínum, breyta ásýnd þess og eiginleikum og eyða því þar með sem einstöku fyrirbæri á heimsvísu. Nægir þar að nefna að í hugmyndabanka orkufyrirtækjanna má nú finna að minnsta kosti fimmtán hugmyndir að virkjunum og uppistöðulónum á hálendinu. Þá eru uppi ýmsar hugmyndir um raflínulagnir og uppbyggða vegi á hálendinu. Við þeim áætlunum þarf að sporna. Viðhorfskannanir meðal almennings sýna hins vegar að meirihluti íslensku þjóðarinnar er hlynntur stofnun miðhálendisþjóðgarðs, enda stuðningur vaxið almennt við náttúruvernd og mótstaðan styrkst gegn hugmyndum og áætlunum um stórfellda mannvirkjagerð á miðhálendi Íslands. Miðhálendi Íslands á hvergi sinn líka. Þar eru samspil jarðelds og íss stórbrotin og fágætar aðstæður með auðnum og ósnortnu víðerni sem auka mjög á aðdráttarafl landsins og lífsgæði okkar allra í návígi við síkvika náttúruna. Þessa náttúrugersemi ber okkur Íslendingum að varðveita og vernda, ekki bara okkar sjálfra vegna, heldur í þágu komandi kynslóða og náttúrunnar sjálfrar. Þess vegna verðum við öll að berjast fyrir verndun miðhálendisins.
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Framtíðarskipulag Keldnalands er ekki útópía – og þaðan af síður dystópía Birkir Ingibjartsson Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun