Halla Tómasdóttir býður sig fram Óli Kristján Ármannsson skrifar 17. mars 2016 06:00 Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir. Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Samkvæmt heimildum blaðsins verður boðað til blaðamannafundar um miðjan dag þar sem ákvörðunin verður kynnt. Í desemberbyrjun var stofnuð síða á Facebook þar sem skorað var á Höllu að bjóða sig fram. Hún sagðist þá djúpt snortin, en ætlaði að gefa sér tíma til að hugsa málið og ræða það við sína nánustu áður en hún segði af eða á með framboð. Halla er gift Birni Skúlasyni viðskiptafræðingi og saman eiga þau tvö börn. Fram kemur á stuðningssíðunni við framboð hennar að hún hafi komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leitt verkefnið Auður í krafti kvenna, en einnig gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands 2006 til 2007 áður en hún lét þar af störfum til að stofna fjárfestingarsjóðinn Auði Capital. Undanfarin misseri hefur Halla mest starfað erlendis, meðal annars sem stofnandi Sisters Capital. Með framboði Höllu eru komnir fram átta sem segjast hafa hug á framboði, en það eru auk Höllu, Vigfús Bjarni Albertsson, Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið í almennri umræðu í tengslum við hugsanlegt framboð eru Ólafur Jóhann Ólafsson, Andri Snær Magnason, Össur Skarphéðinsson og Stefán Jón Hafstein. Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira
Halla Tómasdóttir, frumkvöðull og fjárfestir, ætlar að bjóða sig fram til forseta Íslands. Samkvæmt heimildum blaðsins verður boðað til blaðamannafundar um miðjan dag þar sem ákvörðunin verður kynnt. Í desemberbyrjun var stofnuð síða á Facebook þar sem skorað var á Höllu að bjóða sig fram. Hún sagðist þá djúpt snortin, en ætlaði að gefa sér tíma til að hugsa málið og ræða það við sína nánustu áður en hún segði af eða á með framboð. Halla er gift Birni Skúlasyni viðskiptafræðingi og saman eiga þau tvö börn. Fram kemur á stuðningssíðunni við framboð hennar að hún hafi komið að uppbyggingu Háskólans í Reykjavík, leitt verkefnið Auður í krafti kvenna, en einnig gegndi hún starfi framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs Íslands 2006 til 2007 áður en hún lét þar af störfum til að stofna fjárfestingarsjóðinn Auði Capital. Undanfarin misseri hefur Halla mest starfað erlendis, meðal annars sem stofnandi Sisters Capital. Með framboði Höllu eru komnir fram átta sem segjast hafa hug á framboði, en það eru auk Höllu, Vigfús Bjarni Albertsson, Þorgrímur Þráinsson, Elísabet Jökulsdóttir, Ástþór Magnússon, Sturla Jónsson, Árni Björn Guðjónsson og Hildur Þórðardóttir. Önnur nöfn sem nefnd hafa verið í almennri umræðu í tengslum við hugsanlegt framboð eru Ólafur Jóhann Ólafsson, Andri Snær Magnason, Össur Skarphéðinsson og Stefán Jón Hafstein.
Forsetakosningar 2016 Mest lesið Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Innlent Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Innlent Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar Innlent „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Innlent Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Erlent Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum Innlent Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Innlent Willum íhugar formannsframboð Innlent Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Innlent Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Innlent Fleiri fréttir Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Ofbeldi sem söluvara undirstriki mikilvægi samstarfs þvert á landamæri Willum íhugar formannsframboð Flokkur Ingu tapaði fjörutíu milljónum „Þessi mál hafa verið ólestri í alltof, alltof langan tíma“ Óttast hvað þurfi að gerast til að gangbrautin verði löguð Glæpahópar horfa til íslenskra barna og ofbeldisverk til sölu Fresta skurðaðgerðum vegna inflúensufaraldurs Íslensk stjórnvöld viðurkenndu brot „Jafnvel Kringvarpið í Færeyjum flytur fréttir á ensku“ Ekið á börn í annað sinn á sama tíma og sama stað Skjálftum fækkar og kvikan hægir á sér Foreldrar í Garðabæ hvumsa yfir æfingagjöldum Uppgötvuðu svikin á fimmtudegi og kærðu aðfaranótt laugardags Verða með leiðtogaprófkjör 31. janúar Mikið undir á næsta sáttafundi flugumferðarstjóra Vill hætta að kaupa auglýsingar á samfélagsmiðlum Fimm ára fangelsi fyrir að skera mann á háls Færði féð yfir á eigin reikning til að losa frysta reikninga Erfitt að skilja drengina eftir í Suður-Afríku en jákvætt að þeir séu loks edrú Bein útsending: Heimsþing kvenleiðtoga – seinni dagur Mótefni við RSV muni draga verulega úr álagi og kostnaði Áætlanir Bláa lónsins varði alla heimsbyggðina Ágreiningur, slagsmál og líkamsárás Héldu samverustund þar sem að tvö ár eru liðin Sjá meira