Coleman með mikla yfirburði í baráttu Bandaríkjamannanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 17:00 Al'lonzo Coleman. Vísir/Anton Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og mun Stöð 2 Sport sýna leikinn beint frá Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan endaði fimm sætum ofar en Njarðvíkurliðið í deildarkeppninni og Garðbæingar unnu líka báðar viðureignir liðanna , með 10 stigum í Garðabæ og með 2 stigum í Njarðvík. Það munaði mikið um framlög Bandaríkjamannsins Al'lonzo Coleman í innbyrðisleikjum liðanna og þá sérstaklega um það hversu miklu betri tölur Coleman var með miðað við bandaríska leikmanninn í liði Njarðvíkur. Njarðvíkingar mættu með tvo mismundandi Kana í leikina en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn Coleman og félögum í Stjörnunni. Al'lonzo Coleman skoraði þannig 20 stigum meira (40-20) og tók 9 fráköstum meira (23-14) en Bandaríkjamennirnir í Njarðvík í tveimur deildarleikjum liðanna. Coleman var ennfremur með framlag upp á samtals 59 í leikjunum tveimur en kanarnir í Njarðvík voru með samanlagt 36 stigum minna framlag (23) í þessum tveimur tapleikjum.Framlag Bandaríkjamanna liðanna í leikjum Stjörnunnar og Njarðvíkur:Coleman +20 Stig (40-20)Coleman +9 Fráköst (23-14)Coleman +5 Stoðsendingar (16-10)Coleman +4 Stolnir boltar (5-1)Coleman +36 Framlag (59-23) Marquise Simmons (9 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) lék fyrri leikinn fyrir Njarðvík og Jeremy Martez Atkinson (11 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar) þann síðari. Jeremy Martez Atkinson var með Stjörnumönnum í fyrravetur og mætir í kvöld í fyrsta sinn í Ásgarð síðan að hann samdi við Njarðvíkinga. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atkinson í kvöld en fyrri leikurinn á móti Stjörnunni var eini leikur hans í Domino´s deildinni í vetur þar sem hann náði ekki tuttugu í framlagi. Atkinson var með 25,5 stig, 14,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkinga og hefur hækkað framlag sitt í þremur leikjum í röð. Njarðvíkingar vita að ætli þeir að vinna Njarðvík þá þurfa þeir alvöru framlag frá Bandaríkjamanninum sínum. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöld frá Ásgarði hefst klukkan 18.30 og Kjartan Atli og félagar verða einnig í loftinu eftir leikinn.Meðalskor Njarðvíkinga í leikjunum tveimur á móti Stjörnunni í vetur: Maciej Stanislav Baginski 21,5 Oddur Rúnar Kristjánsson 21,0 Haukur Helgi Pálsson 20,0 Logi Gunnarsson 18,0Bandaríkjamennirnir 10,0 (Marquise Simmons 9, Jeremy Martez Atkinson 11) Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og mun Stöð 2 Sport sýna leikinn beint frá Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan endaði fimm sætum ofar en Njarðvíkurliðið í deildarkeppninni og Garðbæingar unnu líka báðar viðureignir liðanna , með 10 stigum í Garðabæ og með 2 stigum í Njarðvík. Það munaði mikið um framlög Bandaríkjamannsins Al'lonzo Coleman í innbyrðisleikjum liðanna og þá sérstaklega um það hversu miklu betri tölur Coleman var með miðað við bandaríska leikmanninn í liði Njarðvíkur. Njarðvíkingar mættu með tvo mismundandi Kana í leikina en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn Coleman og félögum í Stjörnunni. Al'lonzo Coleman skoraði þannig 20 stigum meira (40-20) og tók 9 fráköstum meira (23-14) en Bandaríkjamennirnir í Njarðvík í tveimur deildarleikjum liðanna. Coleman var ennfremur með framlag upp á samtals 59 í leikjunum tveimur en kanarnir í Njarðvík voru með samanlagt 36 stigum minna framlag (23) í þessum tveimur tapleikjum.Framlag Bandaríkjamanna liðanna í leikjum Stjörnunnar og Njarðvíkur:Coleman +20 Stig (40-20)Coleman +9 Fráköst (23-14)Coleman +5 Stoðsendingar (16-10)Coleman +4 Stolnir boltar (5-1)Coleman +36 Framlag (59-23) Marquise Simmons (9 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) lék fyrri leikinn fyrir Njarðvík og Jeremy Martez Atkinson (11 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar) þann síðari. Jeremy Martez Atkinson var með Stjörnumönnum í fyrravetur og mætir í kvöld í fyrsta sinn í Ásgarð síðan að hann samdi við Njarðvíkinga. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atkinson í kvöld en fyrri leikurinn á móti Stjörnunni var eini leikur hans í Domino´s deildinni í vetur þar sem hann náði ekki tuttugu í framlagi. Atkinson var með 25,5 stig, 14,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkinga og hefur hækkað framlag sitt í þremur leikjum í röð. Njarðvíkingar vita að ætli þeir að vinna Njarðvík þá þurfa þeir alvöru framlag frá Bandaríkjamanninum sínum. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöld frá Ásgarði hefst klukkan 18.30 og Kjartan Atli og félagar verða einnig í loftinu eftir leikinn.Meðalskor Njarðvíkinga í leikjunum tveimur á móti Stjörnunni í vetur: Maciej Stanislav Baginski 21,5 Oddur Rúnar Kristjánsson 21,0 Haukur Helgi Pálsson 20,0 Logi Gunnarsson 18,0Bandaríkjamennirnir 10,0 (Marquise Simmons 9, Jeremy Martez Atkinson 11)
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00 Mest lesið Endurnýja kynnin: „Stórar skoðanir en ekki endilega góðar skoðanir“ Golf Dæmdur ofbeldismaður keppir á Opna breska í ár Golf Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Körfubolti Skærasta stjarna Sviss fær lítið að spila á EM en allir vilja hitta hana Fótbolti Getur verið erfitt að kveðja: „Það var aðeins grátið“ Sport Náðu ekki að bjarga lífi nítján ára vonarstjörnu Sport Gæti fengið átta milljarða króna Formúla 1 „Þau sakna vina sinna og finnst erfitt að keppa á móti þeim“ Fótbolti Í beinni: Flora - Valur | Valsmenn í góðri stöðu í Tallinn Fótbolti „Kom okkur dálítið á óvart hvernig þeir pressuðu“ Fótbolti Fleiri fréttir Hentu frá sér leiknum með hörmungarbyrjun á seinni Körfuboltakvöld í Boston: Nablinn tók viðtal við Ice Cube og sættist við Pargo Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Sjá meira
Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00
Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00