Coleman með mikla yfirburði í baráttu Bandaríkjamannanna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. mars 2016 17:00 Al'lonzo Coleman. Vísir/Anton Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og mun Stöð 2 Sport sýna leikinn beint frá Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan endaði fimm sætum ofar en Njarðvíkurliðið í deildarkeppninni og Garðbæingar unnu líka báðar viðureignir liðanna , með 10 stigum í Garðabæ og með 2 stigum í Njarðvík. Það munaði mikið um framlög Bandaríkjamannsins Al'lonzo Coleman í innbyrðisleikjum liðanna og þá sérstaklega um það hversu miklu betri tölur Coleman var með miðað við bandaríska leikmanninn í liði Njarðvíkur. Njarðvíkingar mættu með tvo mismundandi Kana í leikina en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn Coleman og félögum í Stjörnunni. Al'lonzo Coleman skoraði þannig 20 stigum meira (40-20) og tók 9 fráköstum meira (23-14) en Bandaríkjamennirnir í Njarðvík í tveimur deildarleikjum liðanna. Coleman var ennfremur með framlag upp á samtals 59 í leikjunum tveimur en kanarnir í Njarðvík voru með samanlagt 36 stigum minna framlag (23) í þessum tveimur tapleikjum.Framlag Bandaríkjamanna liðanna í leikjum Stjörnunnar og Njarðvíkur:Coleman +20 Stig (40-20)Coleman +9 Fráköst (23-14)Coleman +5 Stoðsendingar (16-10)Coleman +4 Stolnir boltar (5-1)Coleman +36 Framlag (59-23) Marquise Simmons (9 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) lék fyrri leikinn fyrir Njarðvík og Jeremy Martez Atkinson (11 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar) þann síðari. Jeremy Martez Atkinson var með Stjörnumönnum í fyrravetur og mætir í kvöld í fyrsta sinn í Ásgarð síðan að hann samdi við Njarðvíkinga. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atkinson í kvöld en fyrri leikurinn á móti Stjörnunni var eini leikur hans í Domino´s deildinni í vetur þar sem hann náði ekki tuttugu í framlagi. Atkinson var með 25,5 stig, 14,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkinga og hefur hækkað framlag sitt í þremur leikjum í röð. Njarðvíkingar vita að ætli þeir að vinna Njarðvík þá þurfa þeir alvöru framlag frá Bandaríkjamanninum sínum. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöld frá Ásgarði hefst klukkan 18.30 og Kjartan Atli og félagar verða einnig í loftinu eftir leikinn.Meðalskor Njarðvíkinga í leikjunum tveimur á móti Stjörnunni í vetur: Maciej Stanislav Baginski 21,5 Oddur Rúnar Kristjánsson 21,0 Haukur Helgi Pálsson 20,0 Logi Gunnarsson 18,0Bandaríkjamennirnir 10,0 (Marquise Simmons 9, Jeremy Martez Atkinson 11) Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Stjarnan og Njarðvík mætast í kvöld í fyrsta leik liðanna í átta liða úrslitum úrslitakeppni Domino´s deildar karla í körfubolta og mun Stöð 2 Sport sýna leikinn beint frá Ásgarði í Garðabæ. Stjarnan endaði fimm sætum ofar en Njarðvíkurliðið í deildarkeppninni og Garðbæingar unnu líka báðar viðureignir liðanna , með 10 stigum í Garðabæ og með 2 stigum í Njarðvík. Það munaði mikið um framlög Bandaríkjamannsins Al'lonzo Coleman í innbyrðisleikjum liðanna og þá sérstaklega um það hversu miklu betri tölur Coleman var með miðað við bandaríska leikmanninn í liði Njarðvíkur. Njarðvíkingar mættu með tvo mismundandi Kana í leikina en hvorugur þeirra náði sér á strik gegn Coleman og félögum í Stjörnunni. Al'lonzo Coleman skoraði þannig 20 stigum meira (40-20) og tók 9 fráköstum meira (23-14) en Bandaríkjamennirnir í Njarðvík í tveimur deildarleikjum liðanna. Coleman var ennfremur með framlag upp á samtals 59 í leikjunum tveimur en kanarnir í Njarðvík voru með samanlagt 36 stigum minna framlag (23) í þessum tveimur tapleikjum.Framlag Bandaríkjamanna liðanna í leikjum Stjörnunnar og Njarðvíkur:Coleman +20 Stig (40-20)Coleman +9 Fráköst (23-14)Coleman +5 Stoðsendingar (16-10)Coleman +4 Stolnir boltar (5-1)Coleman +36 Framlag (59-23) Marquise Simmons (9 stig, 9 fráköst, 4 stoðsendingar) lék fyrri leikinn fyrir Njarðvík og Jeremy Martez Atkinson (11 stig, 5 fráköst, 6 stoðsendingar) þann síðari. Jeremy Martez Atkinson var með Stjörnumönnum í fyrravetur og mætir í kvöld í fyrsta sinn í Ásgarð síðan að hann samdi við Njarðvíkinga. Það verður athyglisvert að fylgjast með Atkinson í kvöld en fyrri leikurinn á móti Stjörnunni var eini leikur hans í Domino´s deildinni í vetur þar sem hann náði ekki tuttugu í framlagi. Atkinson var með 25,5 stig, 14,0 fráköst og 5,5 stoðsendingar að meðaltali í síðustu tveimur leikjum Njarðvíkinga og hefur hækkað framlag sitt í þremur leikjum í röð. Njarðvíkingar vita að ætli þeir að vinna Njarðvík þá þurfa þeir alvöru framlag frá Bandaríkjamanninum sínum. Leikur Stjörnunnar og Njarðvíkur hefst klukkan 19.15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport en Körfuboltakvöld frá Ásgarði hefst klukkan 18.30 og Kjartan Atli og félagar verða einnig í loftinu eftir leikinn.Meðalskor Njarðvíkinga í leikjunum tveimur á móti Stjörnunni í vetur: Maciej Stanislav Baginski 21,5 Oddur Rúnar Kristjánsson 21,0 Haukur Helgi Pálsson 20,0 Logi Gunnarsson 18,0Bandaríkjamennirnir 10,0 (Marquise Simmons 9, Jeremy Martez Atkinson 11)
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00 Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00 Mest lesið Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Handbolti Jordan lagði NASCAR Sport Býst núna við því versta frá áhorfendum Sport Gleymdi Íslendingurinn fékk loks að spila: „Ég er ekki vitlaus“ Fótbolti Klúðraði gullgreininni sinni: „Ég er enn í áfalli“ Sport Fótboltaþjálfari og þrjú börn hans létust í jólafríinu Fótbolti „Þetta er rebbabragð sem ég vissi nú reyndar ekki að hann kynni“ Enski boltinn Þjálfari Liverpool í föstum leikatriðum látinn fara Enski boltinn Liðið sem gerir stólpagrín að xG Enski boltinn „Þetta er skrýtið fyrir alla“ Sport Fleiri fréttir Þáttur um Stjörnuna í kvöld: „Hann er gerður fyrir þessi stóru augnablik“ Jokic lá þjáður eftir og tímabilið í hættu Alba Berlin blómstrar eftir endurkomu Martins Leonard aldrei skorað meira en í nótt „Ef ég væri jafngamall og hún væri ekki séns að ég væri að setja þetta skot ofan í“ Ótrúleg tölfræði Jokic Yfirgefur Keflavík vegna komu Martins Tapaði fyrir Barcelona Njarðvík búin að losa sig við De Assis Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Jókerinn með tölvuleikjatölfræði á jóladag Meisturunum fatast flugið „af því hitt liðið er betra“ Jólagleði í Garðinum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi ÍR-ingar bæta við sig reyndum og hittnum Króata Í bann fyrir að kasta flösku í barn Hjalti Þór ráðinn aðalþjálfari Álftaness Kolbrún María kom við sögu í endurkomu Hannover Næstframlagshæstur í grátlegu tapi Fékk næstum 4,5 milljóna króna sekt fyrir að sýna dómara fingurinn „Komum eins og aumingjar inn í þennan leik“ „Jólasteikin mun bragðast betur í ljósi þessa sigurs“ Stjarnan - Álftanes 108-104 | Unnu grannaslaginn naumlega Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Sjá meira
Jerome Hill í tapliði í 62 prósent leikja sinna í vetur Sigurhlutfall Jerome Hill á Íslandi lækkar enn eftir tap Keflavíkur í fyrsta leik úrslitakeppninnar í gær. 18. mars 2016 10:00
Kunna Haukarnir betur á Vance Hall en önnur lið? Vance Hall skoraði aðeins 15,5 stig að meðaltali í deildarleikjunum á móti Haukum í vetur og Þórsliðið fékk skell í báðum leikjunum. 18. mars 2016 16:00
Uppgjörið: Ármann - ÍA 102-83 | Ármann náði í gríðarlega mikilvæg stig í fallbaráttunni með sigri gegn Skagamönnum