Katrín Jakobsdóttir íhugar forsetaframboð Kolbeinn Tumi Daðason og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 3. mars 2016 09:08 Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. vísir/gva Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands en forsetakosningar verða þann 25. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Katrín í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í Stundinni sem kom út í dag. Katrín hefur notið mikils fylgis í ýmsum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um stuðning þjóðarinnar við mögulega frambjóðendur en í byrjun janúar var Katrín til að mynda sú sem flestir lesendur Vísis vildu sjá sem forseta. Fimmtán þúsund lesendur Vísis tóku þátt í könnuninni og hlaut Katrín 2973 atkvæði, eða um tuttugu prósent. Í kjölfarið á þeirri könnun sagðist Katrín ekki hafa það í hyggju að fara fram en annað er uppi á teningnum nú. Hún ítrekar þó í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort hún fari fram. „Nei, í raun og veru ekki,“ segir Katrín. Hún segist hafa fengið margar áskoranir og niðurstöður kannana hafi einnig gefið tilefni til að velta málunum fyrir sér. „Það er bara eðlilegt að maður velti svona hlutum fyrir sér, annað væri ekki mannlegt,“ segir Katrín sem ætlar að gefa sér tíma til að hugsa málið. Þó ekki langan tíma. Hún reikni með að tilkynna um ákvörðun sína fljótlega, bæði sín vegna og annarra. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02 Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30 Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Katrín Jakobsdóttir, alþingismaður og formaður Vinstri grænna, er nú að íhuga það hvort hún gefi kost á sér sem forseti Íslands en forsetakosningar verða þann 25. júní næstkomandi. Þetta staðfestir Katrín í samtali við Vísi en fyrst var greint frá þessu í Stundinni sem kom út í dag. Katrín hefur notið mikils fylgis í ýmsum skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið um stuðning þjóðarinnar við mögulega frambjóðendur en í byrjun janúar var Katrín til að mynda sú sem flestir lesendur Vísis vildu sjá sem forseta. Fimmtán þúsund lesendur Vísis tóku þátt í könnuninni og hlaut Katrín 2973 atkvæði, eða um tuttugu prósent. Í kjölfarið á þeirri könnun sagðist Katrín ekki hafa það í hyggju að fara fram en annað er uppi á teningnum nú. Hún ítrekar þó í samtali við Vísi að hún hafi ekki tekið neina ákvörðun um hvort hún fari fram. „Nei, í raun og veru ekki,“ segir Katrín. Hún segist hafa fengið margar áskoranir og niðurstöður kannana hafi einnig gefið tilefni til að velta málunum fyrir sér. „Það er bara eðlilegt að maður velti svona hlutum fyrir sér, annað væri ekki mannlegt,“ segir Katrín sem ætlar að gefa sér tíma til að hugsa málið. Þó ekki langan tíma. Hún reikni með að tilkynna um ákvörðun sína fljótlega, bæði sín vegna og annarra.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02 Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30 Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Sjá meira
Þorgerður Katrín að íhuga forsetaframboð Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, forstöðumaður mennta- og nýsköpunarsviðs Samtaka atvinnulífsins, íhugar nú forsetaframboð. 23. febrúar 2016 20:02
Baldur ætlar ekki fram Baldur Þórhallsson hefur sent frá sér yfirlýsingu þess efnis að hann ætli ekki að gefa kost á sér í næsta forsetakjöri. 15. febrúar 2016 12:30
Mikilvægt að hitta á rétta stund þegar kemur að tilkynningu um forsetaframboð "Menn mega ekki fara of fljótt af stað.“ 13. febrúar 2016 20:09