Peyton Manning tilkynnir á morgun að hann sé hættur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2016 14:38 Peyton Manning fagnar titlinum í síðasta mánuði. Vísir/Getty Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi allra tíma í ameríska fótboltanum, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna en kappinn hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Chris Mortensen á ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum sem þekkir vel til hjá Peyton Manning. Síðasti leikur Peyton Manning var þegar hann leiddi til lið Denver Broncos til sigurs í Super Bowl í síðasta mánuði. Hann vann allt á ferlinum og er handhafi margra af eftirsóttustu metunum í NFL-deildinni. Peyton Manning varð á dögunum NFL-meistari í annað skiptið á ferlinum en hann er sá leikstjórnandi sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar (539) og náð flestum jördum með heppnuðum sendingum (71,940) í sögu NFL-deildarinnar. Peyton Manning vann 186 leiki á ferli sínum og á þar metið ásamt Brett Favre en manning hafði áður tekið önnur met af Favre. Peyton Manning spilaði fjórtán fyrstu tímabilin á ferlinum með Indianapolis Colts en missti af 2011-tímabilinu vegna hálsmeiðsla. Hann fór í aðgerð og óttast var að ferillinn væri á enda en svo var nú ekki. Manning samdi við Denver Broncos eftir að hann kom til baka og átti frábært 2013-tímabil þar sem liðið komst alla leið í Super Bowl. Manning náði ekki alveg að fylgja því eftir síðustu tvö tímabilin sín en endar ferilinn sem NFL-meistari. NFL Tengdar fréttir Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30 Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira
Peyton Manning, einn besti leikstjórnandi allra tíma í ameríska fótboltanum, hefur tekið ákvörðun um að leggja skóna á hilluna en kappinn hefur boðað til blaðamannafundar á morgun. Chris Mortensen á ESPN hefur þetta eftir heimildarmanni sínum sem þekkir vel til hjá Peyton Manning. Síðasti leikur Peyton Manning var þegar hann leiddi til lið Denver Broncos til sigurs í Super Bowl í síðasta mánuði. Hann vann allt á ferlinum og er handhafi margra af eftirsóttustu metunum í NFL-deildinni. Peyton Manning varð á dögunum NFL-meistari í annað skiptið á ferlinum en hann er sá leikstjórnandi sem hefur gefið flestar snertimarkssendingar (539) og náð flestum jördum með heppnuðum sendingum (71,940) í sögu NFL-deildarinnar. Peyton Manning vann 186 leiki á ferli sínum og á þar metið ásamt Brett Favre en manning hafði áður tekið önnur met af Favre. Peyton Manning spilaði fjórtán fyrstu tímabilin á ferlinum með Indianapolis Colts en missti af 2011-tímabilinu vegna hálsmeiðsla. Hann fór í aðgerð og óttast var að ferillinn væri á enda en svo var nú ekki. Manning samdi við Denver Broncos eftir að hann kom til baka og átti frábært 2013-tímabil þar sem liðið komst alla leið í Super Bowl. Manning náði ekki alveg að fylgja því eftir síðustu tvö tímabilin sín en endar ferilinn sem NFL-meistari.
NFL Tengdar fréttir Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28 Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30 Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00 Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45 Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10 Mest lesið Syrgja átján ára fimleikakonu Sport Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Körfubolti Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum Enski boltinn Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Enski boltinn Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Sport Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Svakalegur derby-dagur fyrir Tómas Bent og félaga Sjáðu dönsku þrumuna sem færði United-mönnum öll þrjú stigin Syrgja átján ára fimleikakonu Segir að Arsenal stefni á sögulega fernu á þessu tímabili Dagskráin: Doc Zone í jólaskapi, fullt af leikjum í enska og HM í pílu Gerir grín að klæðaburði liðsfélaga síns Sú besta í heimi ætlar sér að koma til baka löngu fyrir Íslandsleikinn Amorim endaði viðtalið á gamansömum nótum „Við eigum heima í Evrópu“ Malí tók stig af heimamönnum Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Hafa áhyggjur af notkun gríma sem líkja eftir þjálfun í þunnu lofti Amorim segir strákinn í frystinum vera framtíðin hjá Man. United Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Frönsk fótboltagoðsögn lést á jólunum Martinez með fyrirliðabandið og báðir Fletcher-bræðurnir á bekknum Elvar stigahæstur en fékk ekki sigur í jólagjöf Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Martin mættur aftur inn á völlinn og liðið hans endaði taphrinuna Mo Salah tryggði Egyptum sigur annan leikinn í röð Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Havertz gæti snúið aftur á næstu dögum Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Alfons og Willum sáu tvö rauð spjöld fara á loft Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Óvissa í Indlandi lætur City selja Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Sjá meira
Peyton endar ferillinn sem NFL-meistari og getur þakkað vörninni sinni fyrir Denver Broncos varð í nótt meistari í ameríska fótboltanum eftir 24-10 sigur á Carolina Panthers í fimmtugasta Super Bowl leiknum sem fram fór á Levi´s leiknum í San Francisco. 8. febrúar 2016 03:28
Milljón manns fögnuðu Broncos | Myndir NFL-meistarar Denver Broncos fengju höfðinglegar móttökur er sigurskrúðganga var haldin þeim til heiðurs í borginni í gær. 10. febrúar 2016 22:30
Fullkomin kveðjustund hjá Peyton? Foli mætir gæðingi í 50. Super Bowl-leiknum sem fram fer í San Francisco á sunnudaginn. Ríður Peyton Manning út í sólarlagið sem meistari eða stimplar Cam Newton sig inn sem besti leikmaðurinn í NFL? 6. febrúar 2016 08:00
Peyton fór í Disneyland "I´m going to Disneyland“ var vinsæl lína hjá bandarískum íþróttamönnum er þeir unnu stórviðburði. Minna hefur farið fyrir þessum frasa á síðustu árum. 9. febrúar 2016 22:45
Manning ætlar að hætta Fullyrt að NFL-stjarnan Peyton Manning muni tilkynna fyrir lok vikunnar að hann sé hættur. 28. febrúar 2016 23:10