Freyr: Þetta er helvíti svekkjandi Henry Birgir Gunnarsson skrifar 7. mars 2016 21:30 Freyr Alexandersson. vísir/valli „Ég hef oft verið betri,“ segir svekktur landsliðsþjálfari, Freyr Alexandersson, eftir tapið gegn Kanada á Algarve-mótinu í kvöld. Íslandi dugði jafntefli í leiknum til þess að komast í úrslitaleikinn gegn Brasilíu en varð að sætta sig við 1-0 tap. „Þetta var helvíti svekkjandi. Leikurinn var ekki nógu góður hjá okkur. Við vorum í tómu veseni i fyrri hálfleik. Gáfum boltann mikið frá okkur og leystum pressuna þeirra illa. Það er eitthvað sem við verðum að læra af. Miðað við hversu lélegar þessar 45 mínútur voru þá áttum við kannski skilið að tapa,“ segir Freyr en var liðið nálægt því að jafna í síðari hálfleik?Sjá einnig: Ísland ekki í úrslit á Algarve „Okkur fannst við eiga að fá víti í fyrri hálfleik. Svo eigum við nokkur upphlaup og hálffæri í seinni en ekkert galopið færi. Við vorum samt alltaf að ógna en það gekk ekki.“ Freyr var óhræddur við að lýsa því yfir fyrir mót að liðið ætlaði sér í úrslitaleikinn og það munaði litlu. „Ég sé ekkert eftir því. Það er hollt fyrir okkur að hugsa stórt. Það var svekkjandi að klára þetta ekki. Ef markatala hefði talið þá hefðum við farið í úrslit,“ segir Freyr en hann þarf að rífa liðið upp fyrir bronsleik gegn Nýja-Sjálandi. „Við verðum að rísa upp. Ég held að það verði ekki vesen miðað við karakterana sem eru í liðinu. Þetta er samt próf því það er langt síðan við töpuðum. Það hefði verið gott fyrir okkur að spila við stjörnum prýtt lið Brasilíu en það verður að bíða betri tíma.“ Fótbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira
„Ég hef oft verið betri,“ segir svekktur landsliðsþjálfari, Freyr Alexandersson, eftir tapið gegn Kanada á Algarve-mótinu í kvöld. Íslandi dugði jafntefli í leiknum til þess að komast í úrslitaleikinn gegn Brasilíu en varð að sætta sig við 1-0 tap. „Þetta var helvíti svekkjandi. Leikurinn var ekki nógu góður hjá okkur. Við vorum í tómu veseni i fyrri hálfleik. Gáfum boltann mikið frá okkur og leystum pressuna þeirra illa. Það er eitthvað sem við verðum að læra af. Miðað við hversu lélegar þessar 45 mínútur voru þá áttum við kannski skilið að tapa,“ segir Freyr en var liðið nálægt því að jafna í síðari hálfleik?Sjá einnig: Ísland ekki í úrslit á Algarve „Okkur fannst við eiga að fá víti í fyrri hálfleik. Svo eigum við nokkur upphlaup og hálffæri í seinni en ekkert galopið færi. Við vorum samt alltaf að ógna en það gekk ekki.“ Freyr var óhræddur við að lýsa því yfir fyrir mót að liðið ætlaði sér í úrslitaleikinn og það munaði litlu. „Ég sé ekkert eftir því. Það er hollt fyrir okkur að hugsa stórt. Það var svekkjandi að klára þetta ekki. Ef markatala hefði talið þá hefðum við farið í úrslit,“ segir Freyr en hann þarf að rífa liðið upp fyrir bronsleik gegn Nýja-Sjálandi. „Við verðum að rísa upp. Ég held að það verði ekki vesen miðað við karakterana sem eru í liðinu. Þetta er samt próf því það er langt síðan við töpuðum. Það hefði verið gott fyrir okkur að spila við stjörnum prýtt lið Brasilíu en það verður að bíða betri tíma.“
Fótbolti Mest lesið Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug Körfubolti „Ég skulda tannlækninum afsökunarbeiðni“ Sport Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Fótbolti Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Fótbolti „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Fótbolti Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Fótbolti Notaði eiginmanninn sem héra og vann sitt fyrsta maraþon Sport „Ég var bara millimetrum frá því að lamast“ Sport Sögulegt bardagakvöld á Ásbrú: „MMA er ekki ólöglegt“ Sport Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Golf Fleiri fréttir Taylor dæmir úrslitaleikinn í Varsjá Mikil spenna í Færeyjum enda HM-sætið enn möguleiki Montiel til KA Marta getur aftur unnið verðlaunin sem voru nefnd eftir henni Kominn í hóp þeirra fáu sem hafa verið heilan bílprófsaldur í landsliðinu Jafnaði við Arnór og Ríkharð á markalistanum Ronaldo gæti endað í leikbanni á HM næsta sumar Frændinn mætti með egg og gerði allt vitlaust „Kom fyrstur út úr leikmannagöngunum með augnaráð sem hefði getað drepið“ Gaman í íslenska klefanum eftir leik Flutt á sjúkrahús eftir höfuðhögg í Meistaradeildinni Heimir um Ronaldo: „Hans kjánaskapur að ráðast á okkar mann“ Eggert Aron mætir fyrir úrslitaleikinn í Póllandi Skytturnar héldu fullkomnu flugi Englands áfram Frakkar á HM og Íslandi dugar jafntefli Ronaldo sá rautt og óð reiður til Heimis Sjáðu mörk ungu strákanna okkar Mætti á völlinn með jólamynd af Stefáni Teiti og frú „Ætla ekki að horfa oft á seinni hálfleikinn til að skemmta mér“ „Það var kominn tími til að ég myndi skora eitt mark“ „Mikill heiður fyrir mig og mína fjölskyldu“ „Sagði við Albert að ég ætlaði að reyna að finna hann eins mikið og ég gat“ Uppgjörið: Aserbaísjan - Ísland 0-2 | Öruggur sigur og úrslitaleikur framundan Haaland verður á HM og langri bið Noregs lýkur Sjáðu mörk Íslands í Bakú Lúxemborg - Ísland 1-3 | Aftur fögnuðu ungu strákarnir okkar Rómantík hjá Arnari: „Feginn að hann sé ekki einhver stuðningsfulltrúi“ Ensku stjörnurnar klæðast hugbreytandi inniskóm Jóhann Berg byrjar og spilar landsleik númer hundrað í kvöld Solskjær til í að taka við norska landsliðinu Sjá meira