Álið hleðst upp í Straumsvík þrátt fyrir aukna hæfni yfirmanna við útskipun Heimir Már Pétursson skrifar 9. mars 2016 14:29 Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram. Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira
Formaður verkalýðsfélagsins Hlífar undrast að Sýslumaðurinn í Reykjavík hafi fallist á að fjölga yfirmönnum Ísal í útskipunarteymi yfirmanna í Straumsvík. Þótt þeim hafi tekist að ná tökum á vinnubrögðunum séu þúsundir tonna af áli engu að síður að safnast upp hjá fyrirtækinu. Í síðustu viku óskaði Ísal eftir því við Sýslumanninn í Reykjavík að ríflega þrjátíu yfirmenn hjá fyrirtækinu fengju að ganga í störf hafnaverkamanna sem sett höfðu útflutningsbann á útflutning á áli frá Straumsvík. Sýsmumaður féllst á að 15 yfirmenn, þar af þrír stjórnarmenn í Frakklandi, fengju að skipa álinu út sem tólf þeirrra gerðu í síðustu viku. Ísal fannt þetta hins vegar ekki nóg og kærði úrskurð Sýslumanns sem nú hefur fallist á að 19 yfirmenn geti sett upp vinnuhanskana og skipað út áli. „Þetta kom okkur bara verulega á óvart. Að þetta skyldi hafa farið í þennan farveg, af því að sýslumaður ákveður að bæta þarna við fjórum aðilum,“ segir Kolbeinn Gunnarsson formaður Hlífar. Nú hafi fjórum aðstoðarframkvæmdastjórum sem aldrei hafi komið nálægt útskipunum verið bætt í teymi yfirmanna. Fyrst í síðustu viku gekk útskipun hægt hjá yfirmönnum enda vanari að sitja við skrifborð en skipa út áli. Nú virðast þeir hins vegar vera að ná tökum á vinnubrögðunum og útskipun gengur hraðar fyrir sig. „Svo hafa þau verið sérstaklega heppin með veðráttuna og annað. Jú, það má segja að þau hafi náð tökum á að koma þessu um borð. En samt sem áður eru ekki allir farmar að fara sem áttu að fara og það hefur þurft að skilja eftir. Það má segja að staðan í dag sé, þótt verið sé að setja í skipið, að áður en byrjað var að lesta það voru komi átta þúsund tonn sem áttu að fara úr landi. Ef skipið tekur kannski þrjú þúsund tonn núna eru alla vega fimm þúsund tonn eftir hér sem eiga eftir að fara úr landi,“ segir Kolbeinn. Þannig að aðgeðir verkalýðsfélaganna séu engu að síður hægt og bítandi að virka. Formaður Hlífar segir mikilvægt að ná fram kjarasamning um sambærilegar launahækkanir og aðrir hafi samið um. Aðrir hafi ekki þurft að semja frá sér réttindi til að ná samningum. Verkalýðsfélögin hafi þó komið til móts við Ísal varðandi kröfu fyrirtækisins um útvistun vissra verkefna með skilyðrum. „En það hefur bara alltaf verið þessi þrjóska hinum megin frá að það er allt eða ekki neitt. Þau vilja opna þetta alveg upp á gátt,“ segir Kolbeinn. Það sé hins vegar krafa að þeir sem vinni á Ísalsvæðinu fái sömu laun og önnur réttindi og þeir sem vinni sams konar störf þar á vegum verkalýðsfélaganna. Á þetta hafi ísal ekki fallist. „Og þá erum við að horfa á varðandi ferðapeninga, það eru bónusar og jafnvel starfsmenntunarálag og annað sem er inni í launum hjá mönnum. Við erum þá að horfa á 30 til 40 prósent lakari laun fyrir þá verktaka sem kæmu hingað á almennum launum inn á svæðið,“ segir Kolbeinn. Það sé sparnaðurinn sem Ísal vilji ná fram.
Kjaradeila í Straumsvík Mest lesið Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Misstu allt samband við Internetið Erlent Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Erlent Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Innlent Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Innlent Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Erlent Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Innlent Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Innlent Bílstjórinn þrettán ára Innlent Fleiri fréttir Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Fall Play frá öllum hliðum Tilkynnt um dróna yfir Keflavíkurflugvelli Þriggja ára fangelsi: Tók ekki mark á lygilegri frásögn Neyðast til að millilenda, tapaður peningur og rándýr flug heim Lítur svo á að hann njóti ekki trausts og hefur beðist lausnar Banaslys á Skagavegi 2024: Drukknaði eftir að hafa misst stjórn í beygju Sjokk, stress og særindi í Leifsstöð Bein útsending: Lýðheilsuvísar 2025 kynntir Ekki erfitt að vera föst í 25 gráðum en ástæðan sorgleg „Óvænt og líka mjög leiðinlegt“ Play hættir að fljúga, hundruð missa vinnuna og strandaglópar í Leifsstöð Föst í Portúgal: „Siðlaust“ að fljúga vélunum út í morgun Fara yfir stöðuna vegna Play og skipuleggja sig Bílstjórinn þrettán ára Vísað burtu af hóteli og svo handtekinn í sameign 29 prósent heimila skipuð einstæðingum: „Meðvituð ákvörðun til að njóta frelsis“ Aldrei neinn afsláttur gefinn í flugprófunum Allt niður í þriggja mánaða fiðluleikara „Virðist bitna á saklausum ferðamönnum“ „Ákveðinn miski“ að geta ekki treyst vatninu Flúði próflaus undan lögreglu með einum of marga farþega þegar bíllinn valt Umfangsmiklar árásir og símengað neysluvatn Báturinn áður sokkið í sömu höfn og án skýringar Drukkinn ökumaður keyrði á þrjá bíla og reyndi að stinga af Um 200 nemendur eru í lögreglunámi á Akureyri Skora á Snorra að gefa kost á sér Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Reiknað með afskiptum af öllum samkomum Vítisengla Sjá meira