Óttast um klósettslys á Hönnunarmars Birgir Örn Steinarsson skrifar 9. mars 2016 15:12 Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri óskar eftir að komast á salernið. „Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel. Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
„Þó að allt sé á floti þá er Hönnunarmars að fara byrja – og shit is about to get down!,“ segir Ólöf Rut Stefánsdóttir verkefnastjóri Hönnunarmiðstöðvar. Þar á hún við þá staðreynd að skólpkerfið í Vonarstræti 4b þar sem Hönnunarmiðstöð er til húsa er við það að gefa sig... aftur. Á sama tíma í fyrra fór allt í skít. „Þá kom ein samstarfskona okkar inn og sagði að það væri klóak að koma upp úr kósettinu. Við vorum öll það upptekin að við kinkuðum bara öll kolli og héldum áfram að vinna. Það endaði þannig að kjallarinn var á floti og það þurfti að fá slökkviliðið til þess að tæma hann. Það var skítur flæðandi um alla neðri hæðina á meðan við vorum uppi að vinna að reyna að láta hátíðina ganga.“ Eftir uppákomuna í fyrra hafa starfsmenn Hönnunarmiðstöðvar ekki orðið vör við neitt ónæði frá klóakinu, þar til nú. Óttinn er raunverulegur. „Það heyrast óhljóð í klósettinu og við erum búin að þurfa að fá skólpþjónustu fjórum sinnum til þess að tæma brunninn.“ Starfsfólk Hönnunarmars er því orðið nágrönnum góðkunn því þau þora ekki á klósettið og neyðast nú til þess að fara í nærliggjandi hús til þess að komast á salernið. „Sem er mjög vandræðalegt þegar við erum með gesti,“ segir Ólöf. Besta lógó-ið tryggði viðskiptinLógó Skolphreinsunarþjónustu Ásgeirs.Þegar kom að því að velja skólpþjónustu var hönnun lógósins það sem gerði útslagið. Þess vegna hafi Skólpþjónusta Ásgeirs orðið fyrir valinu. „Lógó-ið er mjög lýsandi fyrir þá þjónustu sem boðið er upp á. Það er mikilvægt fyrir Hönnunarmiðstöð að hafa hönnun að leiðarljósi með allt sem við tökum okkur fyrir hendur“. Vegna fornleifauppgreftar hefur það frestast að rífa húsið og þar af leiðandi framkvæmdir við fyrirhugað hótel. „Það er algjör óvissa með þetta. Það er alltaf að vera fresta flutning um þrjá mánuði og svo þrjá mánuði. Það yrði alveg geggjað ef einhver sem er að lesa væri til í að hýsa okkur. Einhvers staðar þar sem við komumst á klósettið“. Aðalopnunarhátíð Hönnunarmars er á fimmtudag kl. 17:30 í Hafnarhúsinu. Á sama tíma er fullt af opnunum í gangi um allan bæ. Hægt er að nálgast dagskrá Hönnunarmars í gegnum Fésbókarsíðu hátíðarinnar og vefsíðu. Útprentaða dagskrá er hægt að nálgast á helstu sýningarstöðum sem og á Kaffi Tár og Loft Hostel.
Mest lesið Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Rjómablíða hætt að teljast til tíðinda fyrir austan Veður Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira