Hrelliklám gríðarstórt vandamál hér á landi Atli Ísleifsson skrifar 9. mars 2016 22:00 Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan. Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Ný rannsókn bendir til þess að svokallað hrelliklám - það er þegar myndir sem sýna nekt eru settar í dreifingu án samþykkis þess sem er á myndinni - sé orðið gríðarstórt vandamál hér á landi. Rannsóknin var gerð á íslensku vefsvæði þar sem nafnlausir notendur skiptast á myndum, aðallega af ungum íslenskum stúlkum. Mikill meirihluti stúlknanna virðist vera undir lögaldri og sú yngsta sem var aldursgreind var þrettán ára. Sigrún Ósk Kristjánsdóttir ræddi við Hildi Friðriksdóttur, meistaranema í félagsvísindum sem gerði rannsóknina, í Íslandi í dag fyrr í kvöld. Hildur segir nauðsynlegt að farið verði að líta á hrelliklám sem alvarlegt kynferðisbrot. Hildur segir að það sem hafi vakið fyrir henni með gerð rannsóknarinnar hafi verið að afla upplýsinga um umfang hrellikláms og hverjar væru helstu birtingarmyndir þess. „Þá fannst mér mesta lógíkin að fara beint í það að skoða hvað væri raunverulega í umferð. Ég held að sem betur fer hafi orðið hér vitundarvakning um þetta sem samfélagslegt mein sem við þurfum að takast á við. Að sama skapi höfum við kannski ekki áttað okkur almennilega á hvað við erum raunverulega að fást við.“ Hildur segir að upphaflega hafi hún ætlað sér að ná utan um allt hrelliklám hér á landi en hafi fljótlega áttað sig á því að það væri ekki raunhæft. „Það er bara það mikið efni í umferð, því miður, að það er ógerningur að ætla sér að ná utan um það allt saman,“ segir Hildur sem ákvað í kjölfarið að afmarka sig við eitt vefsvæði. Sjá má innslagið í heild sinni í spilaranum að ofan.
Tengdar fréttir Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15 Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00 Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00 Mest lesið Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Innlent Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Innlent Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Innlent Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent 70 prósent landsmanna hlynnt banni Innlent Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Innlent Neita að ræða við Úkraínumenn vegna meintrar árásar á heimili Pútíns Erlent Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Innlent Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna Innlent Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Innlent Fleiri fréttir Sátt við fyrsta árið og taka stöðuna vegna forfalla ráðherra á næstu dögum Tíu létust í umferðinni á árinu og alvarlegustu slysunum fækkar ekki Árangur aðgerða ekki staðist væntingar almennings Enn fleirum sagt upp hjá Árvakri Ríkisstjórnin sek um ósanngjarna mismunun Vonbrigði í menntamálum og áramótasprengja Hafa áhyggjur af frelsissviptingu barna í brottfararstöð Kristrún ræðir við Pétur um borgarstjórnarframboð Níu ráðherrar funda með Höllu Söfnun fyrir Kjartan gengur vel Komu auga á strandaða ferðamenn við Heklu Hvetja fólk til að plokka flugeldarusl á nýársdag Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Víðir hefur nú loks tíma fyrir Lunch United Samfélagsmiðlabann án fræðslu stoðar lítið Samfélagsmiðlabann nýtur mikils stuðnings og flugeldasalan í fullum gangi Hægt að gefa hundum róandi og lyf til að gleyma um áramót Sjómenn mótmæla breytingum á samsköttun hjóna 70 prósent landsmanna hlynnt banni Þessir Íslendingar kvöddu á árinu 2025 Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins: „Þorgerður er afar indæl“ Tvö handtekin fyrir þjófnað og þrír fyrir sölu og dreifingu Stoltastur af veiðigjaldinu og telur aðrar skattabreytingar hafa lítil áhrif á heimilin Föðurnum enn haldið sofandi í öndunarvél Fylgi stjórnarflokkanna dalar Föðurnum í Suður-Afríku enn haldið sofandi Skipuðu húsráðanda að elda fyrir sig áður en ræningjarnir ruddust inn Fannst látinn utandyra í Borgarnesi Halldór Blöndal borinn til grafar Fimm með vanlíðan komast í Skjólshús í tvær vikur Sjá meira
Strákar líklegri til að senda nektarmyndir af sér en stelpur Strákar eru líklegri til að senda öðrum nektarmyndir af sér en stelpur að því er fram kemur í nýrri skýrslu um hrelliklám hér á landi. Afleiðingarnar eru aftur á móti yfirleitt meiri og alvarlegri fyrir stelpurnar. 5. febrúar 2016 20:15
Þúsundir nektarmynda af íslenskum stúlkum í dreifingu Ný íslensk rannsókn bendir til þess að svokölluð chan-síða, sem er vettvangur fyrir dreifingu hrellikláms, sé aðeins toppurinn á ísjakanum. Þrjátíu prósent af efni á síðunni eru nektarmyndir af ungum stelpum, megninu undir lögaldri. 2. mars 2016 07:00
Dómar falla þótt lög skorti um hrelliklám Óleyfileg kynferðisleg myndbirting er daglegt brauð á internetinu. Fórnarlömb skammast sín oft of mikið til að kæra. Alþingi er langt á eftir tækninni í lögfestingu refsinga. Stundum liggur skemmtun eða gróðavon að baki hrellikláminu. 10. febrúar 2016 06:00
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“
Eftirminnilegasta augnablikið á ferlinum: „Hann sat á móti mér nokkuð rauður og þrútinn og hvæsti“ Innlent