Hafa lokað birgðaleið hersins til Aleppo Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2016 13:57 Bardagar í og við Aleppo hafa verið harðir undanfarnar vikur. Vísir/AFP Vígamenn Íslamska ríkisins og annarra samtaka íslamista hafa nú lokarð mikilvægari birgðaleið stjórnarhers Sýrlands til borgarinnar Aleppo. Undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn, studdur af Rússum, Íran og Hezbollah, sótt fram gegn uppreisnar- og vígahópum norður af borginni. Sókn ISIS mun líklega hægja á sókn hersins og jafnvel stöðva hana, takist ekki að ná birgðaleiðinni fljótt aftur. Þar að auki mun tap birgðaleiðarinnar gera líf almennra borgara í Aleppo verra. Draga mun enn frekar úr aðgengi þeirra að nauðsynjum eins og mat og vatni. Vígamennirnir hófu í morgun sókn að bænum Khanaser, sem birgðaleiðin umrædda liggur í gegnum. Bærinn er nú nærri umkringdur og hafa nærliggjandi þorp fallið til ISIS.AFP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni Syrian Observatory for Human Rights að vígamennirnir komi að mestu frá Kákasusfjöllum og vesturhluta Kína, sem tilheyri samtökunum Jund al-Aqsa. Þeir hafi gert skyndisókn suður af Khanaser og í kjölfar þess hafi ISIS gert árás á bæinn. Síðustu tvö ár hafa þúsundir erlendra vígamanna gengið til liðs við ISIS, Al-Nusra Front (al-Qaeda í Sýrlandi) og Jund al-Aqsa, sem voru stofnuð sem nokkurs konar systursamtök Nusra Front. Seinna slitnaði upp úr samstarfi samtakanna, meðal annars vegna deilna Nusra Front og ISIS. Þetta er í minnst þriðja sinn á þremur árum sem birgðaleiðin fellur úr höndum stjórnarhersins. Herinn hefur þó alltaf áður náð henni aftur. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á korti hér. Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira
Vígamenn Íslamska ríkisins og annarra samtaka íslamista hafa nú lokarð mikilvægari birgðaleið stjórnarhers Sýrlands til borgarinnar Aleppo. Undanfarnar vikur hefur stjórnarherinn, studdur af Rússum, Íran og Hezbollah, sótt fram gegn uppreisnar- og vígahópum norður af borginni. Sókn ISIS mun líklega hægja á sókn hersins og jafnvel stöðva hana, takist ekki að ná birgðaleiðinni fljótt aftur. Þar að auki mun tap birgðaleiðarinnar gera líf almennra borgara í Aleppo verra. Draga mun enn frekar úr aðgengi þeirra að nauðsynjum eins og mat og vatni. Vígamennirnir hófu í morgun sókn að bænum Khanaser, sem birgðaleiðin umrædda liggur í gegnum. Bærinn er nú nærri umkringdur og hafa nærliggjandi þorp fallið til ISIS.AFP fréttaveitan hefur eftir forsvarsmanni Syrian Observatory for Human Rights að vígamennirnir komi að mestu frá Kákasusfjöllum og vesturhluta Kína, sem tilheyri samtökunum Jund al-Aqsa. Þeir hafi gert skyndisókn suður af Khanaser og í kjölfar þess hafi ISIS gert árás á bæinn. Síðustu tvö ár hafa þúsundir erlendra vígamanna gengið til liðs við ISIS, Al-Nusra Front (al-Qaeda í Sýrlandi) og Jund al-Aqsa, sem voru stofnuð sem nokkurs konar systursamtök Nusra Front. Seinna slitnaði upp úr samstarfi samtakanna, meðal annars vegna deilna Nusra Front og ISIS. Þetta er í minnst þriðja sinn á þremur árum sem birgðaleiðin fellur úr höndum stjórnarhersins. Herinn hefur þó alltaf áður náð henni aftur. Hægt er að fylgjast með framvindu mála í Sýrlandi á korti hér.
Mið-Austurlönd Mest lesið Sigríður Björk segir af sér Innlent Heldur fullum launum Innlent Ekki lengur vonlaust tilfelli sem enginn hefur trú á Innlent Strætisvagni ekið á leikskólastarfsmann og barn Innlent Ósammála lækni og greiðir fyrir aðgerðina sjálfur Innlent Farsæll ferill eða í meira lagi umdeildur? Innlent Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Erlent Arndís Soffía tekur við af Grími Innlent Sögð ætla að leita á náðir Trumps Erlent Dómsmálaráðherra verði að segja satt og rétt frá Innlent Fleiri fréttir „Við viljum auðvitað fá fólkið okkar aftur til Úkraínu“ Reynt sé að grafa undan BBC sem þó hafi gert mistök Demókratar reiðir hver öðrum en aðallega reiðir Schumer Ætla ekki að endurskoða rétt samkynhneigðra til að giftast Sarkozy laus úr fangelsi Lagði til að forsætisráðherrann yrði afhöfðaður Sögð ætla að leita á náðir Trumps Skaut hreingerningakonu sem fór húsavillt Mótmæli gegn loftmengun í Nýju-Delí: „Ég sakna þess að anda“ Trump náðar Giuliani og aðra tengda kosningasamsærinu í Georgíu Frumvarp um fjármögnun alríkisins samþykkt í öldungadeildinni Flugvallarþorp gæti öðlast framhaldslíf Forstöðumaður BBC segir af sér vegna misvísandi umfjöllunar Saka Rússa um að ógna kjarnorkuöryggi í Evrópu Bretlandsher aðstoðar Belga vegna drónaflugs Nærri milljón rýmir vegna ofurfellibyls Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Aflýsa yfir þúsund flugferðum Sex drepnir í árásum á blokkir og orkuinnviði Haldið föngnum neðanjarðar án sólarljóss mánuðum saman Bretar vilja fara „dönsku leiðina“ í innflytjendamálum Einn uppgötvenda byggingar DNA látinn Útbjuggu heimagerðar sprengjur fyrir árásir á húsnæði flóttamanna Trump veitir Ungverjum undanþágu Skoðar að undanþiggja Ungverja viðskiptaþvingunum á Rússa Neita fregnum um að Lavrov hafi verið settur af Dæmd í fangelsi fyrir áreitið Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Sjá meira