Reyna að sporna gegn kennitöluflakki Samúel Karl Ólason skrifar 22. febrúar 2016 15:41 Karl Garðarsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Vísir/Vilhelm Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki. Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira
Karl Garðarsson leggur í dag fram sem ætlað er að sporna gegn kennitöluflakki. Samkvæmt frumvarpinu mættu stjórnarmenn og framkvæmdastjórar ekki, á þremur árum, vera í forsvari fyrir tvö félög eða fleiri sem hafi orðið gjaldþrota. Meðflutningsmenn frumvarpsins eru þau Vigdís Hauksdóttir, Höskuldur Þórhallsson, Páll Jóhann Pálsson, Elsa Lára Arnardóttir, Haraldur Einarsson, Þórunn Egilsdóttir, Helgi Hrafn Gunnarsson, Brynhildur Pétursdóttir og Helgi Hjörvar. „Þetta er fyrsta raunverulega atlagan sem gerð er gegn kennitöluflakki, þar sem hópur manna hefur stundað misnotkun á þeirri takmörkuðu ábyrgð sem felst í félagaforminu,“ segir Karl í tilkynningu til fjölmiðla. „Ákvæðið er vissulega íþyngjandi, en þó nauðsynlegt með tilliti til þeirra hagsmuna sem fyrir hendi eru. Stundum er nauðsynlegt að setja skorður á frelsið, sérstaklega ef hagsmunir þorra almennings eru þess eðlis. Atvinnufrelsisákvæði 75. gr. stjórnarskrár opnar einnig fyrir þann möguleika.“ Hann segist stefna að því að leggja fram fleiri frumvörp á næstu mánuðum þar sem tekið verði á kennitöluflakki. Í greinargerð við frumvarpið er bent á að starfshópur á vegum ríkisskattstjóra hafi nýverið kannað umfang skattaundanskota í atvinnustarfsemi. Niðurstaðan hafi verið að um 80 milljarða krónur vanti upp á skatttekjur ríkisins. Ýmsar lagabreytingar hafi verið reyndar á síðustu árum til að sporna gegn kennitöluflakki, en það hafi ekki borið árangur. Nauðsynlegt sé að horfa til þess að ekki sé gengið of nærri atvinnufrelsi manna, sem sé varið af 75. grein stjórnarskrárinnar. Flutningsmenn frumvarpsins meta það þó sem svo að þetta frumvarp geri það ekki.
Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Gefur lítið fyrir staðhæfingar um nýfallið hitamet Veður Fleiri fréttir Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Sjá meira