Lára Jóhanna hleypur í skarðið fyrir Vigdísi Hrefnu eftir slysið Guðrún Jóna Stefánsdóttir skrifar 25. febrúar 2016 07:00 Leikkonan Lára Jóhanna Jónsdóttir hleypur í skarðið fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur sem slasaðist illa á lokaæfingu leikverksins Hleyptu þeim rétta inn fyrr í þessari viku. Vísir/Valli „Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona kemur til með að að taka við aðalhlutverkinu fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, sem því miður getur ekki tekið þátt vegna slyssins,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, og bætir við að fólki hafi eðlilega brugðið þegar slysið varð. Frumsýna átti hrollvekjuna Hleyptu þeim rétta inn í leikstjórn Selmu Björnsdóttir á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, en frumsýningunni hefur verið frestað þar sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona sýningarinnar, ristarbrotnaði á vinstri fæti og hlaut tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu, fyrir framan nær fullan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona slasaðist illa á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.„Vigdís var að klifra í leikmyndinni þegar slysið varð, en hún hefur gert það oft áður, enda hluti af sýningunni, hún féll tvo og hálfan metra og lenti á millipalli á fótunum og í kjölfarið féll hún áfram aðra eins hæð, og skall flöt á sviðið,“ segir Ari. Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona hefur tekið þátt í fjölda leikverka bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu undanfarin ár en um þessar mundir leikur Lára Jóhanna í leikritinu Sporvagninn Girnd ásamt aðalhlutverki í sýningunni Í hjarta Hróa hattar sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur og hefur nú þegar verið bætt við fjölda sýninga vegna eftirspurnar. Búast má við að allt fari á fullt á næstu dögum til að koma Láru inn í hlutverk Vigdísar Hrefnu fyrir frumsýningardag. „Við þurftum að fresta frumsýningunni vegna slyssins og komum til með að frumsýna verkið 10. mars næstkomandi,“ segir Ari Matthíasson bjartsýnn á framhaldið. Menning Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
„Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona kemur til með að að taka við aðalhlutverkinu fyrir Vigdísi Hrefnu Pálsdóttur, sem því miður getur ekki tekið þátt vegna slyssins,“ segir Ari Matthíasson þjóðleikhússtjóri, og bætir við að fólki hafi eðlilega brugðið þegar slysið varð. Frumsýna átti hrollvekjuna Hleyptu þeim rétta inn í leikstjórn Selmu Björnsdóttir á stóra sviði Þjóðleikhússins í dag, en frumsýningunni hefur verið frestað þar sem Vigdís Hrefna Pálsdóttir, aðalleikkona sýningarinnar, ristarbrotnaði á vinstri fæti og hlaut tvöfalt hælbrot á hægri fæti eftir hátt fall á stóra sviðinu, fyrir framan nær fullan sal á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona slasaðist illa á lokaæfingu í Þjóðleikhúsinu síðastliðið þriðjudagskvöld.„Vigdís var að klifra í leikmyndinni þegar slysið varð, en hún hefur gert það oft áður, enda hluti af sýningunni, hún féll tvo og hálfan metra og lenti á millipalli á fótunum og í kjölfarið féll hún áfram aðra eins hæð, og skall flöt á sviðið,“ segir Ari. Lára Jóhanna Jónsdóttir leikkona hefur tekið þátt í fjölda leikverka bæði í Borgarleikhúsinu og Þjóðleikhúsinu undanfarin ár en um þessar mundir leikur Lára Jóhanna í leikritinu Sporvagninn Girnd ásamt aðalhlutverki í sýningunni Í hjarta Hróa hattar sem hefur fengið virkilega góðar viðtökur og hefur nú þegar verið bætt við fjölda sýninga vegna eftirspurnar. Búast má við að allt fari á fullt á næstu dögum til að koma Láru inn í hlutverk Vigdísar Hrefnu fyrir frumsýningardag. „Við þurftum að fresta frumsýningunni vegna slyssins og komum til með að frumsýna verkið 10. mars næstkomandi,“ segir Ari Matthíasson bjartsýnn á framhaldið.
Menning Tengdar fréttir Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01 Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00 Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30 Mest lesið „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Tónlist Rétturinn sem fær konurnar niður á hnén Lífið Slær á létta strengi í þinginu og afhenti ráðherra „Gyllta tappann“ Lífið Vala Grand og Brynjólfur flytja á Skagann Lífið Fyrst skíði og nú golf Lífið Brady og Bloom sagðir sólgnir í Sweeney Lífið Árin hjá Spotify ævintýri líkust Lífið Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Tónlist Stjörnulífið: Suðræn sæla og seiðandi kroppar Lífið Drakk ógeðslega illa og hætti eftir blindafyllerí Lífið Fleiri fréttir Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum „Ég er sáttur við það dagsverk“ Glatkistunni lokað Laxveiði í net á góðum sumardegi 1993 í Óseyrarnesi Ragga Gísla er borgarlistamaður Reykjavíkur Stórstjörnur úr dansheiminum í Tjarnarbíói Ráðin nýr forstöðumaður Gunnarsstofnunar á Skriðuklaustri „Er ég ekki nóg nema ég sé í gervi einhvers annars?“ Dularfull glæpasaga fær bókafólk til að klóra sér í kolli Ungfrú Ísland og Hringir Orfeusar og annað slúður með flest verðlaun á Grímunni Frægasti ástarþríhyrningur sögunnar fær nýtt líf Ljóð Lomma reyndist vera skáldskapur gervigreindarinnar Eva Fretheim hlaut Glerlykilinn Listamaðurinn sem gleymdist gjörsamlega „Ekkert gengið að casha út á pabba“ Hildur í aðalhlutverki á Listahátíð í Reykjavík Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“ Verðlaunaleikstjóri leikstýrir jólasýningu Þjóðleikhússins Krimmi Elizu Reid á toppnum annan mánuðinn í röð Áslaug Arna, Dóri DNA og Frikki Dór í listapartýi Sjá meira
Vigdís Hrefna flutt á slysadeild eftir fall á æfingu Þjóðleikhússtjóri segir að svo virðist sem leikkonan hafi ekki slasast illa. 23. febrúar 2016 00:01
Blóðið flæðir í Þjóðleikhúsinu Blóðbankabíllinn mætti fyrir utan Þjóðleikhúsið þar sem leikarar og aðrir starfsmenn létu gott af sér leiða og gáfu blóð. Um þessar mundir rær Þjóðleikhúsið á ný mið með leikritinu Hleyptu þeim rétta inn sem frumsýnt verður 23. febrúar 2016 07:00
Alvarlegt slys í Þjóðleikhúsinu: „Þetta var mér að kenna“ Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona er brotin á báðum fótum. Ari Matthíasson Þjóðleikhússtjóri segir mögulegt að fresta þurfi sýningunni Hleyptum þeim rétta inn fram á haust. 24. febrúar 2016 10:30
Skjaldborg í átjánda sinn: „Ef maður býr á svona stað og vill eitthvað þá verður maður að hafa fyrir því sjálfur“