Nóg gert fyrir flugfélögin? „Ég þekki engan í ferðamálum á Íslandi“ Bjarki Ármannsson skrifar 29. febrúar 2016 15:35 Deilt var um það við pallborðsumræður um hlutdeild flugfélaga í velgengni ferðamannaiðnaðarins á Íslandi í dag hvort ferðamálafélög á Íslandi hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. Vísir/Vilhelm Deilt var um það við pallborðsumræður um hlutdeild flugfélaga í velgengni ferðamannaiðnaðarins á Íslandi í dag hvort ferðamálafélög á Íslandi hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. Fór svo að Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, tók til máls úr sal til að andmæla því sem fulltrúar flugfélaganna höfðu sagt um málefnið. Umræðurnar voru hluti af ráðstefnunni Iceland Tourism Investment sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Til máls tóku þau Ali Gayward frá EasyJet, Christine Kennedy frá Delta, Daníel Snæbjörnsson frá WOW og Guðmundur Óskarsson frá Icelandair. Ali Gayward sagði að Ísland hefði í fyrstu verið erfitt að markaðssetja, ekki síst vegna þess að ferðamálafélög á borð við Íslandsstofu hefðu ekki greitt götu EasyJet nægilega vel.Sjá einnig: Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnumFulltrúi EasyJet sagði að ferðamálafélög á borð við Íslandsstofu hefðu ekki greitt götu EasyJet nægilega vel á fyrstu árum hér á landi.Vísir/Pjetur„Við þekkjum viðskiptavini okkar mjög vel og við vitum hvernig er best að kynna eitthvað fyrir þeim,“ sagði Gayward. „Við viljum að ferðamálafélög vinni með okkur á þann hátt sem við vitum að virkar best. Ég viðurkenni að þó við eigum í frábærum samskiptum við flugvöllinn, þá hefur Ísland reynst okkur þrautin þyngri þegar kemur að markaðssetningu. Við höfum í raun náð að vaxa og dafna hér á landi þrátt fyrir stuðning ferðamálafélaga.“ Hún bar þá stuðning á Íslandi saman við stuðning í Svartfjallalandi, þangað sem EasyJet mun hefja flug í næsta mánuði. Ríkisstjórn Svartfellinga sagði Gayward hafa sýnt mun meiri áhuga og stuðning en aðilar á Íslandi, hjálpað til við markaðssetningu og sýnt sveigjanleika í rukkun flugvallagjalda. Christine Kennedy tók í sama streng. „Á meðan ég hef unnið mjög náið með fólki á flugvellinum, þá þekki ég engan í ferðamálum á Íslandi,“ sagði hún. „Og það er mjög óvenjulegt fyrir mig. Þannig að þarna er hlekkur sem vantar.“Sjá einnig: Flug í boði 25 félaga - voru átta fyrir áratugFrá pallborðsumræðunum í Hörpu í dag.Vísir/BjarkiDaníel Snæbjörnsson sagðist þá ekki heldur hafa hitt neinn sem starfar í ferðamálum á Íslandi „face-to-face“ og auglýsti í gríni eftir slíkum fulltrúa í salnum.„Hvar í heiminum fjölgar ferðamönnum hraðar en hér?“ Slíkur fulltrúi steig fram eftir að máli þátttakenda í umræðunum lauk, en Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, greip þá orðið og gerði athugasemdir við það sem þátttakendurnir höfðu sagt um stuðning frá ferðamálafélögum.Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/Pjetur„Ég virðist vera týnda manneskjan í þessum sal, því ég er framkvæmdastjóri Íslandsstofu,“ sagði Jón og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum átt í viðræðum við flugfélögin í áraraðir, um hvort Ísland eigi að fjárfesta í að hjálpa þeim að skjóta rótum. Við ákváðum að fjárfesta í áfangastaðnum okkar, ekki í rótum flugfélaga. Gera Ísland að frábærum stað til að heimsækja og þannig væri arðbært fyrir flugfélögin að koma og stunda viðskipti hér.“ Hann benti á að rúmlega 25 flugfélög fljúgi nú til Íslands og að sjóðir Íslandsstofu hefðu fljótt tæmst ef styrkja hefði átt þau öll fjárhagslega á fyrstu árum þeirra hér á landi. Íslandsstofa hefði þó unnið náið með flugfélögunum síðustu ár og meðal annars hjálpað til að kynna starfsemi EasyJet fyrir fjölmiðlum hérlendis. „Ég lít svo á að við eigum í mjög góðu og nánu sambandi við flugfélögin,“ sagði Jón að lokum. „Og skoðið það bara, hvar í heiminum fjölgar ferðamönnum hraðar en hér? Mér finnst það segja talsvert um nálgun okkar.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00 EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05 Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku "Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland.“ 13. febrúar 2016 18:08 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Deilt var um það við pallborðsumræður um hlutdeild flugfélaga í velgengni ferðamannaiðnaðarins á Íslandi í dag hvort ferðamálafélög á Íslandi hefðu gert nóg til þess að aðstoða flugfélög sem flytja ferðamenn hingað til lands. Fór svo að Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, tók til máls úr sal til að andmæla því sem fulltrúar flugfélaganna höfðu sagt um málefnið. Umræðurnar voru hluti af ráðstefnunni Iceland Tourism Investment sem fram fer í Hörpu í dag og á morgun. Til máls tóku þau Ali Gayward frá EasyJet, Christine Kennedy frá Delta, Daníel Snæbjörnsson frá WOW og Guðmundur Óskarsson frá Icelandair. Ali Gayward sagði að Ísland hefði í fyrstu verið erfitt að markaðssetja, ekki síst vegna þess að ferðamálafélög á borð við Íslandsstofu hefðu ekki greitt götu EasyJet nægilega vel.Sjá einnig: Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnumFulltrúi EasyJet sagði að ferðamálafélög á borð við Íslandsstofu hefðu ekki greitt götu EasyJet nægilega vel á fyrstu árum hér á landi.Vísir/Pjetur„Við þekkjum viðskiptavini okkar mjög vel og við vitum hvernig er best að kynna eitthvað fyrir þeim,“ sagði Gayward. „Við viljum að ferðamálafélög vinni með okkur á þann hátt sem við vitum að virkar best. Ég viðurkenni að þó við eigum í frábærum samskiptum við flugvöllinn, þá hefur Ísland reynst okkur þrautin þyngri þegar kemur að markaðssetningu. Við höfum í raun náð að vaxa og dafna hér á landi þrátt fyrir stuðning ferðamálafélaga.“ Hún bar þá stuðning á Íslandi saman við stuðning í Svartfjallalandi, þangað sem EasyJet mun hefja flug í næsta mánuði. Ríkisstjórn Svartfellinga sagði Gayward hafa sýnt mun meiri áhuga og stuðning en aðilar á Íslandi, hjálpað til við markaðssetningu og sýnt sveigjanleika í rukkun flugvallagjalda. Christine Kennedy tók í sama streng. „Á meðan ég hef unnið mjög náið með fólki á flugvellinum, þá þekki ég engan í ferðamálum á Íslandi,“ sagði hún. „Og það er mjög óvenjulegt fyrir mig. Þannig að þarna er hlekkur sem vantar.“Sjá einnig: Flug í boði 25 félaga - voru átta fyrir áratugFrá pallborðsumræðunum í Hörpu í dag.Vísir/BjarkiDaníel Snæbjörnsson sagðist þá ekki heldur hafa hitt neinn sem starfar í ferðamálum á Íslandi „face-to-face“ og auglýsti í gríni eftir slíkum fulltrúa í salnum.„Hvar í heiminum fjölgar ferðamönnum hraðar en hér?“ Slíkur fulltrúi steig fram eftir að máli þátttakenda í umræðunum lauk, en Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu, greip þá orðið og gerði athugasemdir við það sem þátttakendurnir höfðu sagt um stuðning frá ferðamálafélögum.Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri Íslandsstofu.Vísir/Pjetur„Ég virðist vera týnda manneskjan í þessum sal, því ég er framkvæmdastjóri Íslandsstofu,“ sagði Jón og uppskar hlátur úr salnum. „Við höfum átt í viðræðum við flugfélögin í áraraðir, um hvort Ísland eigi að fjárfesta í að hjálpa þeim að skjóta rótum. Við ákváðum að fjárfesta í áfangastaðnum okkar, ekki í rótum flugfélaga. Gera Ísland að frábærum stað til að heimsækja og þannig væri arðbært fyrir flugfélögin að koma og stunda viðskipti hér.“ Hann benti á að rúmlega 25 flugfélög fljúgi nú til Íslands og að sjóðir Íslandsstofu hefðu fljótt tæmst ef styrkja hefði átt þau öll fjárhagslega á fyrstu árum þeirra hér á landi. Íslandsstofa hefði þó unnið náið með flugfélögunum síðustu ár og meðal annars hjálpað til að kynna starfsemi EasyJet fyrir fjölmiðlum hérlendis. „Ég lít svo á að við eigum í mjög góðu og nánu sambandi við flugfélögin,“ sagði Jón að lokum. „Og skoðið það bara, hvar í heiminum fjölgar ferðamönnum hraðar en hér? Mér finnst það segja talsvert um nálgun okkar.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27 Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00 EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05 Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku "Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland.“ 13. febrúar 2016 18:08 WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28 Mest lesið Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Isavia gefur strandaglópum engin grið Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Gjörbreyttar kröfur og vinna ekki lengur aðeins til að hafa í sig og á Atvinnulíf Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Viðskipti innlent Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Viðskipti innlent Sýn og Creditinfo í samstarf um Framúrskarandi fyrirtæki Framúrskarandi fyrirtæki Fleiri fréttir Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Leik lokið hjá Play „Skrifast ekki á okkur að það hafi farið eins og er farið“ Icelandair geti ekki svarað fyrir orðræðuna Sjá meira
Erlendir ferðamenn sækja í einkabílaleigu Algengt er að fólk hafi 300.000 - 800.000 króna tekjur yfir sumarið við lán á bíl sínum. 22. febrúar 2016 11:27
Isavia spáir 470.000 fleiri ferðamönnum Tveggja mánaða gömul farþegaspá hefur verið uppfærð. Spáð er 37% aukningu. 29. febrúar 2016 06:00
EasyJet stundvísasta flugfélagið í janúar WOW air var aðeins á réttum tíma við lendingar í rúmlega 50% tilvika í janúar. 8. febrúar 2016 09:05
Fjöldi flugvéla nýtir meðvindinn yfir landinu til að komast til Norður-Ameríku "Þær koma hérna á 64. breiddargráðu beint yfir Ísland.“ 13. febrúar 2016 18:08
WOW air tvöfaldar sætaframboð sitt WOW air mun á þessu ári bæta við sig tveimur nýjum vélum af gerðinni Airbus A321, árgerð 2016, og verða þær afhentar félaginu í maí og júní. 16. febrúar 2016 10:28