Ritskoðunarhópur Versló gaf grænt ljós á 12:00 myndbandið Birgir Olgeirsson skrifar 10. febrúar 2016 11:30 Stilla úr myndbandinu frá nemendum Verzlunarskóla Íslands. Vísir/YouTube Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan. Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
Myndband við lagið Take You There frá hópi nemenda Verzlunarskóla Íslands sem hefur vakið verulega athygli á samfélagsmiðlum hafði farið fyrir ritskoðunarhóp starfsmanna skólans áður en það var birt opinberlega. Þetta segir Ingi Ólafsson, skólastjóri Verzlunarskólans Íslands, en rætt var við Þorkel H. Diego, yfirkennara skólans, í DV í gær að myndbandið hefði verið birt opinberlega án samþykkis. Ingi segir Þorkel ekki hafa vitað af því að myndbandið hefði verið skoðað af starfsmönnum skólans. „Hann vissi það ekki fyrr en eftir viðtalið að þetta hefði verið skoðað af þessum hópi,“ segir Ingi. Myndbandið þykir frekar djarft og hefur fengið á sig gagnrýni fyrir að vera lítillækkandi í garð stúlkna. Það er hópurinn sem kennir sig við 12:00 sem gerði þetta myndband en haft er eftir formanni hópsins, Ara Friðfinnssyni, í DV að verið sé að gera grín að myndbandi tónlistarmannsins Justin Bieber við lagið What Do You Mean.Ingi Ólafsson segir það vera álitamál hversu langt eigi að ganga varðandi ritskoðun á efni frá nemendum. Í þessu tilviki hafi verið ákveðið að gefa grænt ljós á opinbera birtingu þó ekki hafi allir verið fullkomlega sáttir við innihald myndbandsins. „Okkur finnst þetta ömurlegt að þurfa að ritskoða en við reynum að gera það án þess að vera með boð og bönn og reyna bara að ræða þetta við krakkana. Oft eru starfsmenn ekkert sammála krökkunum og öfugt.“Spurður um álit á myndbandinu segir Ingi það vera ótrúlega vel gert tæknilega, þó svo að hann hafi ekki mikla skoðun á innihaldi þess. „Þetta er þetta endalausa vandræði með það að strákar eru oft dóminerandi í þessum myndböndum og er kannski að hluta til vegna þess að þeir hafa allavega hér í skólanum sýnt myndbandagerð miklu meiri áhuga en stelpurnar,“ segir Ingi og spyr hvers vegna þetta myndband hafi verið gagnrýnt svo harðlega en lítið heyrst af gagnrýni í garð Justins Bieber þegar hann sendi frá sér sitt myndband. Ingi segir flest þau myndbönd sem unglingar alast upp við í dag langt frá því að vera til fyrirmyndar. „En þetta er samt fyrirmynd unglinganna. Við þurfum samt að reyna eins og við getum að leiðbeina þeim að vera ekki að einblína á þetta, það gengur hægt og rólega.“Strákarnir í 12:00 voru í spjalli í Brennslunni í morgun. Viðtalið er að neðan.
Justin Bieber á Íslandi Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Innlent Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent Fleiri fréttir Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Innlent