Fréttir af Error 53 byggðar á misskilningi Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 10. febrúar 2016 14:54 Tómas Kristjánson, framkvæmdastjóri iSímans, segir að fréttir af Error 53 villumeldingunni í iPhone 6 séu á misskilningi byggðar. Vísir/Getty Fréttir um það að iPhone 6 símar verði mögulega ónothæfir, ef gert er við þá á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple, eru byggðar á misskilningi að mati Tómasar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda iSímans, sem um árabil hefur sinnt viðgerðum á Apple-tækjum. Málið vakti athygli um helgina þegar breska miðillinn Guardian fullyrti að þúsundir eigenda iPhone 6 síma væru ósáttir við Apple eftir að hafa fengið villumeldinguna 'Error 53' upp á símanum sínum eftir að hafa látið laga 'home-takkann' og í kjölfarið sett upp nýjustu útgáfu af iOS-stýrikerfinu, iOS9. Við það verður síminn ónothæfur. Tómas segir að ábyrgir viðgerðaraðilar, hvort sem þeir séu viðurkenndir af Apple eða ekki, skipti hreinlega ekki um 'home-takkann'. Laskist hann sé það ábyrgðarmál og hægt sé að setja símann í svokallað útskiptiferli til þess að fá nýjan síma. Þær fregnir sem berist af 'Error 53' núna út í heimi séu tilkomnar vegna þess að fólk hafi farið með síma sína í viðgerð á verkstæði sem ekki er hægt að treysta. Villumeldingin sé einfaldlega öryggisráðstöfun af hálfu Apple ef skipt yrði um home-takkann sem sé í rauninni aldrei gert. „Verkstæði taka þessa viðgerð ekki að sér og ég man varla eftir því að hafa fengið iPhone 6 síma til okkar með laskaðan home-takka,“ segir Tómas. Líkja má 'home-takkanum' við lykil en hann veitir aðgang að persónuupplýsingum sem finna má í símanum. Í honum er m.a. fingrafaraskanni sem les fingrafar eigendans auk þess sem víða erlendis er hægt að nota hnappinn til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota takkann. „Þetta er ekkert annað en bara öryggisráðstöfun og mikilvægt öryggistæki af hálfu Apple sem vill frekar að síminn verði ónothæfur í stað þess að persónuupplýsingar komist í hendur óprúttinna aðila,“ segir Tómas. Tækni Tengdar fréttir Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Fréttir um það að iPhone 6 símar verði mögulega ónothæfir, ef gert er við þá á verkstæðum sem ekki eru viðurkennd af Apple, eru byggðar á misskilningi að mati Tómasar Kristjánssonar, framkvæmdastjóra og eiganda iSímans, sem um árabil hefur sinnt viðgerðum á Apple-tækjum. Málið vakti athygli um helgina þegar breska miðillinn Guardian fullyrti að þúsundir eigenda iPhone 6 síma væru ósáttir við Apple eftir að hafa fengið villumeldinguna 'Error 53' upp á símanum sínum eftir að hafa látið laga 'home-takkann' og í kjölfarið sett upp nýjustu útgáfu af iOS-stýrikerfinu, iOS9. Við það verður síminn ónothæfur. Tómas segir að ábyrgir viðgerðaraðilar, hvort sem þeir séu viðurkenndir af Apple eða ekki, skipti hreinlega ekki um 'home-takkann'. Laskist hann sé það ábyrgðarmál og hægt sé að setja símann í svokallað útskiptiferli til þess að fá nýjan síma. Þær fregnir sem berist af 'Error 53' núna út í heimi séu tilkomnar vegna þess að fólk hafi farið með síma sína í viðgerð á verkstæði sem ekki er hægt að treysta. Villumeldingin sé einfaldlega öryggisráðstöfun af hálfu Apple ef skipt yrði um home-takkann sem sé í rauninni aldrei gert. „Verkstæði taka þessa viðgerð ekki að sér og ég man varla eftir því að hafa fengið iPhone 6 síma til okkar með laskaðan home-takka,“ segir Tómas. Líkja má 'home-takkanum' við lykil en hann veitir aðgang að persónuupplýsingum sem finna má í símanum. Í honum er m.a. fingrafaraskanni sem les fingrafar eigendans auk þess sem víða erlendis er hægt að nota hnappinn til þess að greiða fyrir vörur og þjónustu með því að nota takkann. „Þetta er ekkert annað en bara öryggisráðstöfun og mikilvægt öryggistæki af hálfu Apple sem vill frekar að síminn verði ónothæfur í stað þess að persónuupplýsingar komist í hendur óprúttinna aðila,“ segir Tómas.
Tækni Tengdar fréttir Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28 Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Svona mun Suðurlandsbraut líta út Innlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Fleiri fréttir Mikil andstaða við nýtt 160 herbergja hótel á Laugarvatni Á fjórða hundrað vilja á lista Sjálfstæðisflokks í Reykjavík Hótaði málþófi vegna veiða sem tengdasonurinn stundar Svona mun Suðurlandsbraut líta út Kannast ekki við tilraunir til að stofna nýtt Vélfag Ljósið flytur í Grafarvog Launin lækkuð um 97 prósent en ekki afnumin „Við eigum ekki að vera hrædd við að taka umræðuna“ Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Sjá meira
Error 53 gæti eyðilagt iPhone-símann þinn Óvottuð viðgerð og uppfærsla yfir í iOS 9 gæti gert iPhone-símann þinn ónothæfan. 6. febrúar 2016 16:28