Umfjöllun og viðtöl: Afturelding - Fram 29-24 | Sanngjarn sigur Mosfellinga Ingvi Þór Sæmundsson í N1-höllinni í Mosfellsbæ skrifar 11. febrúar 2016 22:00 Varnarmenn Fram taka fast á Jóhanni Jóhannssyni, leikmanni Aftureldingar. vísir/ernir Afturelding vann góðan sigur á Fram, 29-24, í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru sterkari aðilinn nær allan tímann og Fram komst aldrei yfir nema í stöðunni 0-1. Sex núll vörn heimamanna var sterk og Davíð Svansson átti góðan leik þar fyrir aftan. Í sókninni áttu þeir Mikk Pikkonen og Árni Bragi Eyjólfsson frábæran leik en þeir skoruðu samtals 17 af 29 mörkum Aftureldingar í leiknum. Mosfellingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu eflaust viljað vera með meira en fjögurra marka forystu, 14-10, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eistinn Pikkonen átti skínandi leik; gríðarlega fljótur á fótunum, sískapandi og með góð skot. Sóknarleikur Aftureldingar var oftast nær vel útfærður sem og hraðaupphlaupin en heimamenn spiluðu sig jafnan í góð færi. Frömmurum til happs varði Kristófer Guðmundsson nokkur dauðafæri en hann tók alls níu skot í fyrri hálfleik (39%). Kollegi hans í marki heimamanna, Davíð Svansson, var magnaður en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Skotnýting Fram var aðeins 37% í fyrri hálfleik gegn 61% hjá Aftureldingu. Þrátt fyrir að vera í vandræðum bæði í vörn og sókn, og alls sex mínútur utan vallar, héngu Frammarar alltaf í skottinu á heimamönnum sem náðu aldrei meira en fjögurra marka forystu. Staðan var 14-10 í hálfleik. Afturelding leiddi með 3-4 mörkum framan af seinni hálfleik en sem fyrr voru Frammarar aldrei langt undan. Þorgrímur Smári Ólafsson hafði mjög hægt um sig í fyrri hálfleik en hann tók til sinna ráða um miðjan seinni hálfleik þar sem hann skoraði þrjú mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark, 20-19. Gestirnir virtust til alls líklegir á þessum tímapunkti en Mosfellingar áttu alltaf svör. Sóknarleikurinn fór aftur í gang og Afturelding skoraði þrjú mörk í röð og náði aftur fjögurra marka forskoti, 23-19, þegar 12 mínútur voru eftir. Fram svaraði með tveimur mörkum en Pikkonen skoraði gríðarlega mikilvægt mark eftir langa og erfiða sókn og Birkir Benediktsson bætti svo öðru marki við og kom Aftureldingu aftur fjórum mörkum yfir, 25-21. Það bil náðu Frammarar ekki að brúa og heimamenn sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 29-24, Aftureldingu í vil. Pikkonen og Árni Bragi voru sem áður sagði í aðalhlutverki í sóknarleik Aftureldingar en þeir skoruðu samtals 17 mörk úr aðeins 21 skoti. Þá átti Pikkonen fjölda stoðsendinga á félaga sína. Davíð varði 18 skot í markinu (18%). Ólafur Ægir Ólafsson var markahæstur í liði Fram með fimm mörk en hann gerði þó fjöldamörg mistök í sókninni. Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk af línunni og Þorgrímur Smári var einnig með fjögur mörk, en þrjú þeirra komu á þriggja mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks eins og áður sagði. Kristófer átti fínan leik í markinu og varði 19 skot (40%).Davíð: Mikk er frábær viðbót við hópinn okkar Davíð Svansson átti góðan leik í marki Aftureldingar þegar liðið bar sigurorð af Fram, 29-24 í kvöld. Davíð varði alls 18 skot í markinu, eða 43% þeirra skota sem hann fékk á sig. Hann var að vonum sáttur þegar hann ræddi við Vísi eftir leik en hvað fannst honum hafa skilað sigrinum. "Ég veit það ekki, einhvern veginn allt saman. Við fórum aftur í gömlu góðu 6-0 vörnina sem er unaðslegt að spila fyrir aftan," sagði Davíð. "Vörnin var góð og Mikk (Pikkonen) var flottur. Þetta er auðvitað annað lið sem við vorum að spila við í kvöld. Við vorum búnir að spila við Hauka í þremur leikjum í röð, þannig að það var fínt að fá annað lið." Mikk þessi sem Davíð minntist átti frábæran leik í kvöld en Eistinn skoraði níu mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Davíð er ánægður með þessa viðbót í leikmannahóp Aftureldingar. "Honum þykir ekki leiðinlegt þegar menn eru eitthvað væflast fyrir utan punktalínu, hann stingur þig bara af um leið. "Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar," sagði Davíð sem tók undir með blaðamanni að Mikk væri glettilega líkur Erni Inga Bjarkasyni sem stjórnaði leik Aftureldingar í fyrra. Mosfellingar eru að skríða saman eftir mikil meiðslavandræði framan af tímabili og Davíð lítur björtum augum á framhaldið. "Ég held við séum ágætlega mannaðir," sagði Davíð sem segir Aftureldingu stefna á að enda í fjórum efstu sætum deildarinnar og ná þannig heimavallarrétti í úrslitakeppninni.Arnar Freyr: Þurfum smá kjark og þor Arnar Freyr Arnarsson, línumaður Fram, var svekktur með að yfirgefa Mosfellsbæinn án stiga en Frammarar töpuðu, 29-24, fyrir Aftureldingu í kvöld. "Afturelding var betri í dag að mér fannst," sagði Arnar eftir leikinn. "Við vorum í þeim, ég veit ekki hvað gerðist. Við vorum að klúðra trekk í trekk og Dabbi (Davíð Svansson) var mjög góður í markinu hjá þeim og lokaði vel á okkur. Ég held að það hafi farið með leikinn." Þrátt fyrir að Afturelding hafi leitt nær allan leikinn - Fram komst bara yfir í stöðunni 0-1 - voru gestirnir aldrei langt undan og voru alltaf líklegir. "Við vorum alltaf að minnka þetta í 1-2 mörk en svo byrjuðum við aftur að klúðra og þeir juku muninn. Svona var gangur leiksins," sagði Arnar. Fram hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og þá datt liðið út úr bikarkeppninni fyrir 1. deildarliði Stjörnunnar á mánudaginn. Arnar segir að það sé ekki skortur á sjálfstrausti sem er að há Frömmurum. "Nei, ég myndi ekki segja það. Við þurfum bara að mæta einbeittir og betur stemmdir til leiks. Við getum þetta alveg, við þurfum bara smá kjark og þor," sagði Arnar að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira
Afturelding vann góðan sigur á Fram, 29-24, í N1-höllinni í Mosfellsbæ í kvöld. Mosfellingar voru sterkari aðilinn nær allan tímann og Fram komst aldrei yfir nema í stöðunni 0-1. Sex núll vörn heimamanna var sterk og Davíð Svansson átti góðan leik þar fyrir aftan. Í sókninni áttu þeir Mikk Pikkonen og Árni Bragi Eyjólfsson frábæran leik en þeir skoruðu samtals 17 af 29 mörkum Aftureldingar í leiknum. Mosfellingar voru mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleik og hefðu eflaust viljað vera með meira en fjögurra marka forystu, 14-10, þegar liðin gengu til búningsherbergja. Eistinn Pikkonen átti skínandi leik; gríðarlega fljótur á fótunum, sískapandi og með góð skot. Sóknarleikur Aftureldingar var oftast nær vel útfærður sem og hraðaupphlaupin en heimamenn spiluðu sig jafnan í góð færi. Frömmurum til happs varði Kristófer Guðmundsson nokkur dauðafæri en hann tók alls níu skot í fyrri hálfleik (39%). Kollegi hans í marki heimamanna, Davíð Svansson, var magnaður en hann varði 11 skot í fyrri hálfleik, eða rúman helming þeirra skota sem hann fékk á sig. Skotnýting Fram var aðeins 37% í fyrri hálfleik gegn 61% hjá Aftureldingu. Þrátt fyrir að vera í vandræðum bæði í vörn og sókn, og alls sex mínútur utan vallar, héngu Frammarar alltaf í skottinu á heimamönnum sem náðu aldrei meira en fjögurra marka forystu. Staðan var 14-10 í hálfleik. Afturelding leiddi með 3-4 mörkum framan af seinni hálfleik en sem fyrr voru Frammarar aldrei langt undan. Þorgrímur Smári Ólafsson hafði mjög hægt um sig í fyrri hálfleik en hann tók til sinna ráða um miðjan seinni hálfleik þar sem hann skoraði þrjú mörk í röð og munurinn skyndilega orðinn eitt mark, 20-19. Gestirnir virtust til alls líklegir á þessum tímapunkti en Mosfellingar áttu alltaf svör. Sóknarleikurinn fór aftur í gang og Afturelding skoraði þrjú mörk í röð og náði aftur fjögurra marka forskoti, 23-19, þegar 12 mínútur voru eftir. Fram svaraði með tveimur mörkum en Pikkonen skoraði gríðarlega mikilvægt mark eftir langa og erfiða sókn og Birkir Benediktsson bætti svo öðru marki við og kom Aftureldingu aftur fjórum mörkum yfir, 25-21. Það bil náðu Frammarar ekki að brúa og heimamenn sigldu sigrinum í örugga höfn. Lokatölur 29-24, Aftureldingu í vil. Pikkonen og Árni Bragi voru sem áður sagði í aðalhlutverki í sóknarleik Aftureldingar en þeir skoruðu samtals 17 mörk úr aðeins 21 skoti. Þá átti Pikkonen fjölda stoðsendinga á félaga sína. Davíð varði 18 skot í markinu (18%). Ólafur Ægir Ólafsson var markahæstur í liði Fram með fimm mörk en hann gerði þó fjöldamörg mistök í sókninni. Arnar Freyr Arnarsson skoraði fjögur mörk af línunni og Þorgrímur Smári var einnig með fjögur mörk, en þrjú þeirra komu á þriggja mínútna kafla um miðbik seinni hálfleiks eins og áður sagði. Kristófer átti fínan leik í markinu og varði 19 skot (40%).Davíð: Mikk er frábær viðbót við hópinn okkar Davíð Svansson átti góðan leik í marki Aftureldingar þegar liðið bar sigurorð af Fram, 29-24 í kvöld. Davíð varði alls 18 skot í markinu, eða 43% þeirra skota sem hann fékk á sig. Hann var að vonum sáttur þegar hann ræddi við Vísi eftir leik en hvað fannst honum hafa skilað sigrinum. "Ég veit það ekki, einhvern veginn allt saman. Við fórum aftur í gömlu góðu 6-0 vörnina sem er unaðslegt að spila fyrir aftan," sagði Davíð. "Vörnin var góð og Mikk (Pikkonen) var flottur. Þetta er auðvitað annað lið sem við vorum að spila við í kvöld. Við vorum búnir að spila við Hauka í þremur leikjum í röð, þannig að það var fínt að fá annað lið." Mikk þessi sem Davíð minntist átti frábæran leik í kvöld en Eistinn skoraði níu mörk og átti auk þess fjölda stoðsendinga á félaga sína. Davíð er ánægður með þessa viðbót í leikmannahóp Aftureldingar. "Honum þykir ekki leiðinlegt þegar menn eru eitthvað væflast fyrir utan punktalínu, hann stingur þig bara af um leið. "Hann er gífurlega snöggur á fótunum og frábært að hafa hann í svona leik, hann hjálpar svo mikið til. Hann er frábær viðbót við hópinn okkar," sagði Davíð sem tók undir með blaðamanni að Mikk væri glettilega líkur Erni Inga Bjarkasyni sem stjórnaði leik Aftureldingar í fyrra. Mosfellingar eru að skríða saman eftir mikil meiðslavandræði framan af tímabili og Davíð lítur björtum augum á framhaldið. "Ég held við séum ágætlega mannaðir," sagði Davíð sem segir Aftureldingu stefna á að enda í fjórum efstu sætum deildarinnar og ná þannig heimavallarrétti í úrslitakeppninni.Arnar Freyr: Þurfum smá kjark og þor Arnar Freyr Arnarsson, línumaður Fram, var svekktur með að yfirgefa Mosfellsbæinn án stiga en Frammarar töpuðu, 29-24, fyrir Aftureldingu í kvöld. "Afturelding var betri í dag að mér fannst," sagði Arnar eftir leikinn. "Við vorum í þeim, ég veit ekki hvað gerðist. Við vorum að klúðra trekk í trekk og Dabbi (Davíð Svansson) var mjög góður í markinu hjá þeim og lokaði vel á okkur. Ég held að það hafi farið með leikinn." Þrátt fyrir að Afturelding hafi leitt nær allan leikinn - Fram komst bara yfir í stöðunni 0-1 - voru gestirnir aldrei langt undan og voru alltaf líklegir. "Við vorum alltaf að minnka þetta í 1-2 mörk en svo byrjuðum við aftur að klúðra og þeir juku muninn. Svona var gangur leiksins," sagði Arnar. Fram hefur aðeins unnið einn af síðustu sjö leikjum sínum og þá datt liðið út úr bikarkeppninni fyrir 1. deildarliði Stjörnunnar á mánudaginn. Arnar segir að það sé ekki skortur á sjálfstrausti sem er að há Frömmurum. "Nei, ég myndi ekki segja það. Við þurfum bara að mæta einbeittir og betur stemmdir til leiks. Við getum þetta alveg, við þurfum bara smá kjark og þor," sagði Arnar að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Girti niður um liðsfélagann í markafagni Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf „Félag sem var í basli með að ná endum saman og greiða laun á réttum tíma“ Íslenski boltinn Snoop Dogg ráðinn þjálfari fyrir Vetrarólympíuleikana Sport Fleiri fréttir „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar „Þessi hópur getur orðið mjög góður en hann þarf tíma til að læra“ „Æðisleg tilfinning að sjá boltann í markinu“ „Sérstaklega sætt að vinna Færeyjar“ Færeyjar - Ísland 30-33 | Kveðja HM með góðum sigri 13 mörk Andra dugðu skammt gegn frábærum Hauki Sjá meira