Veljum formann Kjartan Valgarðsson skrifar 19. febrúar 2016 11:45 Við jafnaðarmenn erum í smávanda með forystumál. Búið er að flýta landsfundi, gagngert til að eyða allri óvissu um forystuna, varaformaðurinn hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings og núverandi formaður hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér aftur. Og hvað gerum við jafnaðarmenn við slíkar aðstæður? Margir gera ráð fyrir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um nýjan formann. Sú aðferð hefur marga ókosti, hún setur flokksmenn í skotgrafir þar sem hver berst fyrir sinn mann með þeim spilltu smölunaraðferðum, peningum og auglýsingamennsku sem því fylgir. Slíkur leðjuslagur er það sem við þurfum síst á að halda núna. Leysum okkar forystumál eins og við myndum leysa vandamál heima hjá okkur. Setjumst niður og ræðum saman um hver er heppilegastur eða heppilegust til að leiða jafnaðarmenn í næstu kosningum. Verum ákveðin í að komast að sameiginlegri niðurstöðu, leyfum okkur að vera minna vandlát en venjulega, hengjum okkur ekki á okkar eina rétta kandidat, verum tilbúin til að gefa eftir til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Gerum val á formanni flokksins að sameinandi ferli sem gerir okkur sterkari eftir, ánægð og stolt yfir að hafa náð sameiginlegri niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist koma helst fjórir einstaklingar til geina til að veita jafnaðarmannahreyfingunni forystu: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Ræðum kost og löst á þeim. Hvert þeirra er heppilegasti formaðurinn og líklegast til að auka jafnaðarmannahreyfingunni fylgi og koma því í verk sem við öll stefnum að: Bæta kjör fólks, koma á réttlátri skiptingu auðlindaarðsins, stöðva vaxtaokrið, tryggja réttlátar stjórnarskrárbreytingar, leysa húsnæðisvanda ungs fólks, auka jöfnuð. Vandi fylgir vegsemd hverri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kjartan Valgarðsson Mest lesið Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson Skoðun Skoðun Skoðun Húsnæði fyrir fólk en ekki fjárfesta Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Manstu eftir Nagorno-Karabakh? Birgir Þórarinsson skrifar Skoðun 96,7 prósent spila án vandkvæða Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Smiðurinn, spegillinn og brunarústirnar Davíð Bergmann skrifar Skoðun 109 milljarða kostnaður sem fyrirtækin greiða ekki Sigurpáll Ingibergsson skrifar Skoðun Hver ákveður hver tilheyrir – og hvenær? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Er íslenskan sjálfsagt mál? Logi Einarsson skrifar Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Tala aldrei um annað en vextina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Akranes hefur vaxið hratt – nú er tími til að hlúa að fólkinu Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Þeytivinda í sundlaugina og börnin að heiman Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Enga skammsýni í skammdeginu Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar barn verður fyrir kynferðisofbeldi Indíana Rós Ægisdóttir skrifar Skoðun Skattfrjáls ráðstöfun séreignarsparnaðar – fyrir alla! Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stefán Einar og helfarirnar Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Bréf til varnar Hamlet eftir Kolfinnu Nikulásdóttur Björg Steinunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skaðabótalög – tímabærar breytingar Styrmir Gunnarsson,Sveinbjörn Claessen skrifar Skoðun Hvers vegna? Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Fúsk við mannvirkjagerð þarf ekki að viðgangast Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Reykjalundur á tímamótum Sveinn Guðmundsson skrifar Skoðun Bættar samgöngur og betra samfélag í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhyggjur af breytingum á eftirliti með mannvirkjagerð og faggilding Ágúst Jónsson skrifar Skoðun Snjall notandi, snjallari gervigreind Agnar Burgess skrifar Skoðun Ráð gegn óhugsandi áhættu Hafsteinn Hauksson,Reynir Smári Atlason skrifar Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar Skoðun Fimm ára afmæli Batahúss Agnar Bragason skrifar Skoðun Takk! Borghildur Fjóla Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslandsklukkan: Markleysa frá upphafi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Um stöðu íslenskukennslu á Íslandi Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Gasa: Löng og torfarin leið til endurreisnar Philippe Lazzarini skrifar Sjá meira
Við jafnaðarmenn erum í smávanda með forystumál. Búið er að flýta landsfundi, gagngert til að eyða allri óvissu um forystuna, varaformaðurinn hefur ákveðið að bjóða sig ekki aftur fram til þings og núverandi formaður hefur ekki ákveðið hvort hann gefi kost á sér aftur. Og hvað gerum við jafnaðarmenn við slíkar aðstæður? Margir gera ráð fyrir að fram fari almenn atkvæðagreiðsla um nýjan formann. Sú aðferð hefur marga ókosti, hún setur flokksmenn í skotgrafir þar sem hver berst fyrir sinn mann með þeim spilltu smölunaraðferðum, peningum og auglýsingamennsku sem því fylgir. Slíkur leðjuslagur er það sem við þurfum síst á að halda núna. Leysum okkar forystumál eins og við myndum leysa vandamál heima hjá okkur. Setjumst niður og ræðum saman um hver er heppilegastur eða heppilegust til að leiða jafnaðarmenn í næstu kosningum. Verum ákveðin í að komast að sameiginlegri niðurstöðu, leyfum okkur að vera minna vandlát en venjulega, hengjum okkur ekki á okkar eina rétta kandidat, verum tilbúin til að gefa eftir til að ná sameiginlegri niðurstöðu. Gerum val á formanni flokksins að sameinandi ferli sem gerir okkur sterkari eftir, ánægð og stolt yfir að hafa náð sameiginlegri niðurstöðu. Eftir því sem næst verður komist koma helst fjórir einstaklingar til geina til að veita jafnaðarmannahreyfingunni forystu: Árni Páll Árnason, Helgi Hjörvar, Magnús Orri Schram og Oddný Harðardóttir. Ræðum kost og löst á þeim. Hvert þeirra er heppilegasti formaðurinn og líklegast til að auka jafnaðarmannahreyfingunni fylgi og koma því í verk sem við öll stefnum að: Bæta kjör fólks, koma á réttlátri skiptingu auðlindaarðsins, stöðva vaxtaokrið, tryggja réttlátar stjórnarskrárbreytingar, leysa húsnæðisvanda ungs fólks, auka jöfnuð. Vandi fylgir vegsemd hverri.
Skoðun Stafræn sjálfstæðisbarátta Íslands á 21. öldinni. Tungan, sagan og menningin undir Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Forysta í sjálfbærni á bakslagstímum: Sterk gildi eru enn mikilvægari en áður Dr. Andreas Rasche skrifar