Það má ekki nota skrúfjárn fyrir sleikjó Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 4. febrúar 2016 07:00 Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Skoðun Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Sjá meira
Það má ekki gera hitt og ekki þetta,“ var sungið í þekktu barnalagi um allt það sem væri bannað. Það væri leikur einn að búa til svipað lag um þær kvaðir sem settar eru af ríkinu á líf einstaklinga í dag. Ef fólk kýs að skíra barnið sitt Skallagrímur Thor eða Christa Alex leggur ríkið dagsektir á foreldrana, þar til þeir breyta nafni barnsins. Allt skal vera samkvæmt ríkisreglum þar sem Reginbaldur Kaktus og Kormlöð Mímósa þykja hæfa vel íslenskum börnum. Um fimmtán hundruð manns stunda líkamsrækt í Mjölni sem sérhæfir sig í blönduðum bardagaíþróttum eða MMA. Við eigum einn besta bardagamann heims í þeirri íþrótt og tvo Evrópumeistara. Ríkið hefur hins vegar ákveðið að það sé ekki sniðugt að stunda þessa íþrótt hér á landi, þó hér séu leyfðar aðrar bardagaíþróttir á borð við ólympíska hnefaleika og Taekwondo. Fótbolti og hestamennska eru einnig hættulegri en bardagaíþróttirnar. Gunnar Nelson og aðrir iðkendur blandaðra bardagaíþrótta þurfa því að fara til annarra landa til að keppa. Margt af því sem íbúum annarra landa finnst eðlilegt og sjálfsagt, hefur íslenska ríkið ákveðið að skuli annaðhvort bannað eða takmarkað. Í flestum velmegunarlöndum Vesturlanda er áfengi selt jafnt í sérverslunum og matvöruverslunum. Þar er úrvalið og þjónustan í samræmi við eftirspurn og einstaklingar telja sjálfsagt að sjá vínið í næsta rekka við morgunkornið. Ríkið hér á landi telur þó afar nauðsynlegt að það sé ríkisstarfsmaður sem afhendir okkur þessa vöru.Sjálfsögð réttindi í öðrum löndum Þá telur ríkið auðvitað ótækt að við kaupum vörur á internetinu. Ég veit ekki hvenær ríkið kemst á tækniöldina, sem er löngu komin. Í öðrum löndum eru það sjálfsögð réttindi að geta pantað vörur á netinu og fengið þær sendar heim að dyrum. Á Íslandi þarf að fara á fund tollstjóra, ræða við embættismann og borga gjald til að fá vöruna afhenta. Fjölskylda sem á sitt eigið fyrirtæki og byrjar að brugga bjór hefur engin tækifæri til að auglýsa og kynna sína vöru. Þegar í upphafi stendur hún höllum fæti gagnvart keppinautum, ekki síst erlendum framleiðendum. Á sama tíma horfum við á sjónvarpsútsendingar frá erlendum íþróttaviðburðum þar sem við okkur blasa Heineken-auglýsingar. Ríkið telur það ekki hollt að hér sé auglýst íslenskt áfengi. Er allt orðið svo staðnað og þreytt að hér sé ekki hægt að ganga rösklega til verks og breyta löngu úreltum boðum og bönnum? Á endalaust að standa í vegi fyrir því að Ísland verði sambærilegt þeim löndum sem við berum okkur helst saman við? Með því er einungis verið að stöðva eðlilega framþróun sem mun eiga sér stað, hvort sem það gerist 2016, 2021 eða 2026. Ég er kannski óþolinmóð en nennum við að bíða mikið lengur? „Frelsið er yndislegt“ er a.m.k. svo miklu skemmtilegra lag til að syngja heldur en um allt sem er bannað.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar