Frestur forsætisráðuneytis til að skila hugmyndum um Hafnartorg framlengdur um viku 9. febrúar 2016 14:06 Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira
Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Yfir hundrað handteknir grunaðir um að skipuleggja árásir á gamlársdag Erlent Rússar opna leikhúsið í Maríupól á ný Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Lífið Fær íshellaferð ekki endurgreidda Innlent Fleiri fréttir Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Fær íshellaferð ekki endurgreidda Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Sjá meira