Frestur forsætisráðuneytis til að skila hugmyndum um Hafnartorg framlengdur um viku 9. febrúar 2016 14:06 Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason. Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
Landstólpar þróunarfélag hafa veitt forsætisráðuneytinu viku framlengingu til að koma með hugmyndir að nýtingu á hluta húsnæðis sem félagið ætlar byggja á Hafnartorgi í Reykjavík. Stjórnarformaður Landstólpa segir ekki verið að ræða möguleg makaskipti á lóðum Hafnartorgs og lóð ríkisins við Skúlagötu. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra hefur gagnrýnt bæði útlit og magn bygginga sem Landstólpi þróunarfélag hefur í hyggju að byggja á Hafnartorgi. Í viðtali við kvöldfréttir Stöðvar tvö hinn 22. janúar staðfesti forsætisráðherra að viðræður væri hafnar við félagið um að forsætisráðuneytið leigði hluta húsnæðisins eða færi jafnvel í makaskipti á lóðunum við Hafnartorg og stórri lóð ríkisins við Skúlagötu. Menn ætluðu að skoða málið nánar fram til 12. febrúar. Gísli Steinar Gíslason stjórnarformaður Landstólpa þróunarfélags segir félagið hafa gefið forsætisráðuneytinu lengri frest, eða til 19. febrúar til að skoða málið. „Það helgast nú bara af því að menn eru mikið í burtu. Þannig að það er sjálfsagt að gefa þessu góðan tíma,“ segir Gísli Steinar. En menn hafa væntanlega notað tímann til að skoða málin og fara yfir þau? „Boltinn er kannski meira hjá þeim þannig að þeir eru held ég að nota tímann vel og eru að móta einhverjar tillögur í þessu. Þetta snýst í raun og veru um þarfagreiningu fyrir starfsemina þeirra. Svo erum við tilbúnir að skoða hugmyndir þeirra um einhvers konar útlit. Það á bara eftir að koma fram hjá þeim,“ segir Gísli Steinar. Verið sé að skoða þarfir forsætisráðuneytisins og annarra ráðuneyta fyrir skrifstofuhúsnæði en tvö af sjö húsum sem stendur til að byggja á lóðinni verða skrifstofuhúsnæði og fimm íbúðabyggingar og verslunarhúsnæði á öllum jarðhæðum. Ekki sé verið að skoða makaskipti á lóðum. „Það hefur í raun ekki verið rætt en ég held að það sé kannski svolítið erfitt í þessari stöðu. Við erum bara í þessu stóra verkefni og höldum áfram með það. Þannig að makaskipti eru ekki uppi á borðinu, alla vegan ennþá,“ segir Gísli Steinar. Þá komi til greina að skoða byggingarmagnið á Hafnartorgi. „Við viljum bara sjá þessar tillögur sem þeir eru að vinna og tökum afstöðu í framhaldinu af því. Það er sjálfsagt að staldra við og sjá hvað skoðun menn hafa á málum,“En ykkur langar ekkert í þessa stóru lóð við Skúlagötuna? „Við erum bara tilbúnir til að taka hana líka,“ segir Gísli Steinar Gíslason.
Alþingi Mest lesið Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Erlent Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Erlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Innlent „Hamfarir og ekkert annað“ Innlent Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki Erlent „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Erlent „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Innlent Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Innlent Fleiri fréttir „Hamfarir og ekkert annað“ 30 ára afmæli Blómstrandi daga í Hveragerði „Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Hundrað eldislaxar í Haukadalsá, ásakanir um samráð og blómlegt í Hveragerði Saka Storytel um að forgangsraða eigin efni á kostnað annarra Ekki tilkynnt um stórt gat á sjókví í nokkurn tíma þrátt fyrir eftirlit Taldi hundrað eldislaxa í neðri hluta Haukadalsár Tónlistarmaður taldi handtökuna ólögmæta en fór tómhentur heim Krefjast þess að ráðherra dragi ummæli sín til baka Samkeppniseftirlitið rannsakar Storytel Fá tímabundna undanþágu frá viðskiptaþvingunum Í samtali við norsku kafarana hvort þeir komi aftur Segir tugi þúsunda sendingarkostnað vera dulinn landsbyggðarskatt Öskurrifust við leigubílstjóra: „Farið til helvítis, þið munuð borga mér“ Eldislaxar í Haukadalsá, Gnoðarvogur og samgöngur á Vesturlandi Segir dæmi um að fjölskyldur hafi lokað á fólk vegna BDSM Snýr aftur sem bæjarstjóri eftir árslangt veikindaleyfi Nýir ofnar skemmast vegna súrefnis í heita vatninu Fleiri eldislaxar í Haukadalsá: „Þetta lítur alls ekki vel út“ Helgi Vilberg Hermannsson er látinn Haraldur Briem er látinn Fjórir handteknir í aðgerðunum í Gnoðarvogi Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Vara við eldislax í Haukadalsá Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Sjá meira
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði
„Þetta eru báðir mjög alvarlegir atburðir“: Eldislaxar í Haukadalsá og gat á sjókví í Dýrafirði Innlent