Fyrsta forval á morgun: Spennan magnast í Bandaríkjunum Birta Björnsdóttir skrifar 31. janúar 2016 12:51 Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn umdeildi Donald Trump mests fylgis meðal Repúblikana en mjórra er á munum milli Hillary Clinton og Bernie Sanders úr röðum Demókrata. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Ekkert lát virðist á sigurgöngu Trump, sem mælist með vel yfir þrjátíu prósenta fylgi í röðum repúblikana. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem mælist með um 26 prósent í Iowa en nær ekki nema 12 prósenta fylgi í New Hampshire. Bandaríska blaðið New York Times lýsti svo í gær yfir stuðningi við John Kasich, ríkisstjóra í Ohio, og segir hann eina trúverðuga kostinn úr röðum Repúblikana. Kasich hefur þó ekki mælst með mikið fylgi hingað til.Bernie Sanders veitir Hillary Clinton, sem lengi vel þótti eiga tilnefningu vísa, harða samkeppni.Vísir/EPASanders veitir Clinton samkeppni Hillary Clinton, sem þótti lengi vel eiga tilnefningu vísa fyrir hönd Demókrata, mætir nú harðnandi samkeppni frá mótframbjóðanda sínum Bernie Sanders og mjótt er á munum. Sanders mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent í heildina. Sanders virðist þó hafa öruggt forskot í New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar. Þar mælist Sanders með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Notkun Clinton á persónulega tölvupóstfangi sínu þegar hún sinnti starfi utanríkisráðherra heldur áfram að valda umtali. Í vikunni var upplýst að hluti þeirra tölvupósta sem innihalda háleynileg skjöl komi ekki til með að vera gerðir opinberir, líkt og áður hafði verið lofað. Þessi ákvörðun mældist illa fyrir í herbúðum Clinton, þar sem því er ítrekað haldið fram að hún hefi ekkert að fela og að skjölin hafi ekki verið flokkuð sem háleynileg þegar þau fóru um póstfang Hillary. New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Clinton, en blaðið studdi hana jafnframt í baráttunni við Barack Obama á sínum tíma. Á meðan fylkja netverjar sér um Bernie Sanders og hafa undanfarið safnað um 130 milljónum króna í kosningasjóð fyrir öldungardeildarþingmanninn. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21 Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Spennan magnast í baráttunni um forsetaembættið í Bandaríkjunum en fyrsta forval stóru flokkana fyrir forsetakosningarnar í haust fer fram á morgun. Samkvæmt skoðanakönnunum nýtur hinn umdeildi Donald Trump mests fylgis meðal Repúblikana en mjórra er á munum milli Hillary Clinton og Bernie Sanders úr röðum Demókrata. Fyrsta forvalið fer fram í Iowa og er úrslitanna beðið með mikilli eftirvæntingu þar sem fyrstu forkosningarnar og kjörfundirnir hafa oft ráðið úrslitum um framhaldið. Rúmlega viku síðar ættu línur síðan að skýrast enn betur, þegar úrslit koma frá New Hampshire. Ekkert lát virðist á sigurgöngu Trump, sem mælist með vel yfir þrjátíu prósenta fylgi í röðum repúblikana. Sá sem kemur næstur honum er Ted Cruz, sem mælist með um 26 prósent í Iowa en nær ekki nema 12 prósenta fylgi í New Hampshire. Bandaríska blaðið New York Times lýsti svo í gær yfir stuðningi við John Kasich, ríkisstjóra í Ohio, og segir hann eina trúverðuga kostinn úr röðum Repúblikana. Kasich hefur þó ekki mælst með mikið fylgi hingað til.Bernie Sanders veitir Hillary Clinton, sem lengi vel þótti eiga tilnefningu vísa, harða samkeppni.Vísir/EPASanders veitir Clinton samkeppni Hillary Clinton, sem þótti lengi vel eiga tilnefningu vísa fyrir hönd Demókrata, mætir nú harðnandi samkeppni frá mótframbjóðanda sínum Bernie Sanders og mjótt er á munum. Sanders mælist með um 45 prósenta stuðning en Clinton með 47 til 48 prósent í heildina. Sanders virðist þó hafa öruggt forskot í New Hampshire, þar sem haldnar verða forkosningar þriðjudaginn 9. febrúar. Þar mælist Sanders með nærri 54 prósent en Clinton tæplega 40 prósent. Notkun Clinton á persónulega tölvupóstfangi sínu þegar hún sinnti starfi utanríkisráðherra heldur áfram að valda umtali. Í vikunni var upplýst að hluti þeirra tölvupósta sem innihalda háleynileg skjöl komi ekki til með að vera gerðir opinberir, líkt og áður hafði verið lofað. Þessi ákvörðun mældist illa fyrir í herbúðum Clinton, þar sem því er ítrekað haldið fram að hún hefi ekkert að fela og að skjölin hafi ekki verið flokkuð sem háleynileg þegar þau fóru um póstfang Hillary. New York Times hefur lýst yfir stuðningi við Clinton, en blaðið studdi hana jafnframt í baráttunni við Barack Obama á sínum tíma. Á meðan fylkja netverjar sér um Bernie Sanders og hafa undanfarið safnað um 130 milljónum króna í kosningasjóð fyrir öldungardeildarþingmanninn.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52 Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00 Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32 Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21 Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51 Mest lesið Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Von á mesta vindinum í marga mánuði Veður Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent Fleiri fréttir Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Vinsælum þáttarstjórnanda sagt upp vegna ásakana um brot gegn unglingsstúlku Drónamálið enn óupplýst: „Við erum heimskir nýgræðingar“ Kimmel snéri aftur, Trump til mikillar óánægju Sjá meira
Stuðningsmenn Trump fögnuðu þegar hann hét því að drepa fjölskyldur hryðjuverkamanna Forsetaframbjóðandinn Donald Trump nýtur enn mikilla vinsælda þrátt fyrir ýmsar verulega umdeildar fullyrðingar. 25. janúar 2016 23:52
Sanders leiðir naumlega í Iowa Bernie Sanders mælist nú með fjögurra prósentustiga forskot á Hillary Clinton í Iowaríki. Íbúar Iowa kjósa á mánudag og er það fyrsta ríkið til að kjósa í forkosningum um hver verður forsetaframbjóðandi demókrataflokksins í Bandaríkjunum. 28. janúar 2016 07:00
Rúmlega 40 prósent Repúblikana styðja Trump Rúmlega fjórir af hverjum tíu Repúblikönum segjast nú styðja forsetaframboð auðjöfursins Donald Trump. 26. janúar 2016 14:32
Colbert stýrði kappræðum Trump og Trump Stephen Colbert sagðist boða til kappræðnanna þar sem Trump hafi ákveðið að hætta þátttöku í kappræðum Repúblikana á Fox sjónvarpsstöðinni á fimmtudaginn. 30. janúar 2016 18:21
Leyniskjöl meðal tölvupósta Hillary Clinton Notkun Clinton á eigin vefþjóni á meðan hún var utanríkisráðherra hefur sætt mikilli gagnrýni. 29. janúar 2016 22:51