Mest sláandi tölfræðin hjá Íslandi á EM er ekki markvarslan Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. janúar 2016 12:00 Ísland er úr leik á EM. Vísir/Valli Það er gömul saga og ný að án vörn og marvörslu er ekki hægt að ætlast til þess að ná langt á stórmótum í handbolta. Því hefur íslenska liðið fengið að kynnast reglulega. Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum í B-riðli, fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Strákarnir okkar fengu á sig samtals 76 mörk í þessum tveimur leikjum.Sjá einnig: Björgvin Páll: SorryHBStatz.is er ný tölfræðiveita fyrir handbolta og þar má sjá hvernig varnarleikurinn hrynur hjá íslenska liðinu eftir sigurinn á Noregi í fyrsta leiknum. Það er sérstaklega áberandi þegar þátturinn „Legal stops“ er skoðaður. Leikmaður fær skráð á sig „löglegt stopp“ þegar honum tekst að stöðva sóknarmann andstæðings án þess að fá dæmt á sig víti, brottvísun eða gult spjald. Varnarmenn Íslands voru með 29 slíkar stöðvanir í leiknum gegn Noregi. En aðeins níu gegn Hvíta-Rússlandi og sjö gegn Króatíu. Andstæðingar Íslands voru mjög stöðugir í þessum þætti í leikjunum á EM og voru allir með á bilinu 25-27 stöðvanir.Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Markvarslan fer einnig minnkandi eftir því sem líður á mótið en hrunið er langt í frá jafn mikið. Þar að auki er ekki svo mikill munur á markvörslu íslenska liðsins og andstæðingsins í hvert sinn. Tapaðir boltar hafa verið vandamál hjá íslenska liðinu en Ísland tapaði til að mynda færri boltum en Hvíta-Rússland í leik liðanna, sem Hvít-Rússar unnu. Munurinn var meiri í leiknum gegn Króatíu enda mikið sem fór úrskeðis í þeim leik. Hér fyrir neðan má sjá samantektir á þessum tölfræðiþáttum hjá HBStatz.is.Legal stops: Gegn Noregi: 29 Gegn Hvíta-Rússlandi: 9 Gegn Króatíu: 7Legal stops: Noregur gegn Íslandi: 27 Hvíta-Rússland gegn Íslandi: 25 Króatía gegn Íslandi: 26Markvarslan: Ísland - Noregur: 12-6 Ísland - Hvíta-Rússland: 11-11 Ísland - Króatía: 9-14Tapaðir boltar: Ísland - Noregur: 8-5 Ísland - Hvíta-Rússland: 10-11 Ísland - Króatía: 16-9 EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16 Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Það er gömul saga og ný að án vörn og marvörslu er ekki hægt að ætlast til þess að ná langt á stórmótum í handbolta. Því hefur íslenska liðið fengið að kynnast reglulega. Ísland er úr leik á EM í Póllandi eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum sínum í B-riðli, fyrir Hvíta-Rússlandi og Króatíu. Strákarnir okkar fengu á sig samtals 76 mörk í þessum tveimur leikjum.Sjá einnig: Björgvin Páll: SorryHBStatz.is er ný tölfræðiveita fyrir handbolta og þar má sjá hvernig varnarleikurinn hrynur hjá íslenska liðinu eftir sigurinn á Noregi í fyrsta leiknum. Það er sérstaklega áberandi þegar þátturinn „Legal stops“ er skoðaður. Leikmaður fær skráð á sig „löglegt stopp“ þegar honum tekst að stöðva sóknarmann andstæðings án þess að fá dæmt á sig víti, brottvísun eða gult spjald. Varnarmenn Íslands voru með 29 slíkar stöðvanir í leiknum gegn Noregi. En aðeins níu gegn Hvíta-Rússlandi og sjö gegn Króatíu. Andstæðingar Íslands voru mjög stöðugir í þessum þætti í leikjunum á EM og voru allir með á bilinu 25-27 stöðvanir.Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Markvarslan fer einnig minnkandi eftir því sem líður á mótið en hrunið er langt í frá jafn mikið. Þar að auki er ekki svo mikill munur á markvörslu íslenska liðsins og andstæðingsins í hvert sinn. Tapaðir boltar hafa verið vandamál hjá íslenska liðinu en Ísland tapaði til að mynda færri boltum en Hvíta-Rússland í leik liðanna, sem Hvít-Rússar unnu. Munurinn var meiri í leiknum gegn Króatíu enda mikið sem fór úrskeðis í þeim leik. Hér fyrir neðan má sjá samantektir á þessum tölfræðiþáttum hjá HBStatz.is.Legal stops: Gegn Noregi: 29 Gegn Hvíta-Rússlandi: 9 Gegn Króatíu: 7Legal stops: Noregur gegn Íslandi: 27 Hvíta-Rússland gegn Íslandi: 25 Króatía gegn Íslandi: 26Markvarslan: Ísland - Noregur: 12-6 Ísland - Hvíta-Rússland: 11-11 Ísland - Króatía: 9-14Tapaðir boltar: Ísland - Noregur: 8-5 Ísland - Hvíta-Rússland: 10-11 Ísland - Króatía: 16-9
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00 Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16 Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15 Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45 Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00 Mest lesið Stjórnin leyst frá störfum eftir að tólf ára drengur drukknaði Sport Ekkert bit í snáknum: „Hörmulegur og ætti að hætta“ Sport Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Daninn skaut Man. United upp fyrir Liverpool Enski boltinn Goðsögn fallin frá Enski boltinn Má mæta í bláum gallabuxum: „Skáksambandið gerir bara það sem Magnus biður um“ Sport Synir Diogo Jota leiða leikmenn út á Anfield Enski boltinn Samþykkja hvern Rússann á fætur öðrum inn á Ólympíuleikana Sport „Þú birtir falsfrétt um mig, þú ert í banni“ Fótbolti Haaland stóðst vigtun eftir jólin Enski boltinn Fleiri fréttir Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Eva Björk með stórleik í fyrsta sigri Stjörnunnar „Hann er ein stærsta ástæðan fyrir því“ KA-menn fengu góða jólagjöf Flautumark hjá FH og ÍR með þeim í Höllina KA í undanúrslit á kostnað bikarmeistaranna Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld „Er því miður kominn í jólafrí“ „Þetta var mjög skrítinn leikur“ Haukakonur í fjórða sætið KA/Þór - Valur 23-30 | Ótrúlegur viðsnúningur gestanna Ómar óstöðvandi og Magdeburg í undanúrslit Ómar Ingi fær meiri ábyrgð og tekur við kyndlinum af Aroni Ekkert stríð við Porto og einstakur Þorsteinn nítjándi maður Síðasta verkefni reyndist dýrt fyrir Sigvalda Teitur fer á EM sem hornamaður í stað Sigvalda Sjá meira
Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám Íslenska landsliðið í handknattleik fór heim með skottið á milli lappanna eftir að hafa verið niðurlægt af Króötum í Katowice í gær. Þörf er á mikilli naflaskoðun hjá landsliðinu eftir sneypuför til Póllands. 20. janúar 2016 07:00
Aron vildi ekki ræða framtíðina | Stundum best að bíta í tunguna á sér Aron Kristjánsson landsliðsþjálfari var bugaður eftir tapið gegn Króatíu í kvöld. Vonbrigðin skinu úr andliti hans og skal engan undra. 19. janúar 2016 22:16
Guðjón: Var tímabært að skipta um þjálfara eftir HM í Katar Guðjón Guðmundsson segir að enginn þorir að segja hlutina eins og þeir eru. 20. janúar 2016 10:15
Framtíðarhorfur strákanna í höndum Dags og Rússa Þó svo að Ísland hafi lokið þátttöku á EM skiptir kvöldið heilmiklu fyrir framtíð íslenska landsliðsins. 20. janúar 2016 09:45
Tapið á móti Króatíu í kvöld hefur slæm áhrif á þrjú stórmót Tap íslenska landsliðsins á móti Króatíu á EM í kvöld þýðir ekki bara að liðið er úr leik og spilar ekki fleiri leiki á Evrópumótinu í Póllandi. Þessi úrslit í kvöld hafa líka mögulega slæm áhrif á tvö önnur stórmót til viðbótar. 19. janúar 2016 21:00