Tækifæri til þess að sjá verk sem sjást sjaldan Magnús Guðmundsson skrifar 20. janúar 2016 14:00 Verk eftir Jóhannes S. Kjarval á Charlottenborg 1927. Árið 1920 var tímamótaár í íslenskri myndlist en þá stóð Dansk-Islandsk Samfund fyrir fyrstu samsýningunni á íslenskri myndlist utan landsteinanna. Sjö árum síðar var svo í Charlottenborg í Kaupmannahöfn efnt til sýningarinnar Udstilling af islandsk kunst en þar voru sýnd tæplega 350 verk eftir tólf íslenska listamenn. Á morgun verður opnuð sýning í Listasafni Íslands þar sem verður litið um öxl og sýndur hluti verkanna sem voru á þessum tímamótasýningum í Kaupmannahöfn. Dagný Heiðdal, deildarstjóri Listasafns Íslands, segir að sýningarnar hafi vakið heilmikla athygli á sínum tíma. „Þetta vakti mikla athygli í Danmörku og sýningin sem var 1927 fór líka til Þýskalands og við erum líka með mikið af blaðaúrklippum þaðan þar sem er verið að fjalla um þá sýningu. Eflaust greiddi þetta nokkuð götu íslenskrar myndlistar þarna á sínum tíma enda var haft orð á því hversu vel sýningarnar hafi verið sóttar. Jón Stefánsson var svona sá sem þeim þótti áhugaverðastur enda var hann þekktur fyrir í Danmörku. En það voru líka tvær konur í þessum hópi, þær Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir. Á sýningunni 1927 vildu þeir sýna hvað hefði verið gert og voru þá með þrjú verk eftir Sigurð Guðmundsson. Auk áðurnefndra voru þarna einnig verk eftir Þórarin B. Þorláksson, sem þá var látinn, Ásgrím Jónsson, Kjarval, Guðmund Thorsteinsson – Mugg, Jón Þorláksson – Finn, Ólaf Blöndal og Guðmund Einarsson frá Miðdal.“ Sýningin er unnin í samvinnu við Dansk-íslenska félagið, sem er hundrað ára í ár, en eitt af markmiðum félagsins er að stuðla að aukinni þekkingu á Íslandi í Danmörku. „Þau komu að máli við okkur og sáðu fræjum að sýningunni. Við skoðuðum þetta og sáum fljótt að þetta er frábært tækifæri fyrir fólk að koma og sjá mikið af verkum sem eru ekki alltaf aðgengileg.“ Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Árið 1920 var tímamótaár í íslenskri myndlist en þá stóð Dansk-Islandsk Samfund fyrir fyrstu samsýningunni á íslenskri myndlist utan landsteinanna. Sjö árum síðar var svo í Charlottenborg í Kaupmannahöfn efnt til sýningarinnar Udstilling af islandsk kunst en þar voru sýnd tæplega 350 verk eftir tólf íslenska listamenn. Á morgun verður opnuð sýning í Listasafni Íslands þar sem verður litið um öxl og sýndur hluti verkanna sem voru á þessum tímamótasýningum í Kaupmannahöfn. Dagný Heiðdal, deildarstjóri Listasafns Íslands, segir að sýningarnar hafi vakið heilmikla athygli á sínum tíma. „Þetta vakti mikla athygli í Danmörku og sýningin sem var 1927 fór líka til Þýskalands og við erum líka með mikið af blaðaúrklippum þaðan þar sem er verið að fjalla um þá sýningu. Eflaust greiddi þetta nokkuð götu íslenskrar myndlistar þarna á sínum tíma enda var haft orð á því hversu vel sýningarnar hafi verið sóttar. Jón Stefánsson var svona sá sem þeim þótti áhugaverðastur enda var hann þekktur fyrir í Danmörku. En það voru líka tvær konur í þessum hópi, þær Kristín Jónsdóttir og Júlíana Sveinsdóttir. Á sýningunni 1927 vildu þeir sýna hvað hefði verið gert og voru þá með þrjú verk eftir Sigurð Guðmundsson. Auk áðurnefndra voru þarna einnig verk eftir Þórarin B. Þorláksson, sem þá var látinn, Ásgrím Jónsson, Kjarval, Guðmund Thorsteinsson – Mugg, Jón Þorláksson – Finn, Ólaf Blöndal og Guðmund Einarsson frá Miðdal.“ Sýningin er unnin í samvinnu við Dansk-íslenska félagið, sem er hundrað ára í ár, en eitt af markmiðum félagsins er að stuðla að aukinni þekkingu á Íslandi í Danmörku. „Þau komu að máli við okkur og sáðu fræjum að sýningunni. Við skoðuðum þetta og sáum fljótt að þetta er frábært tækifæri fyrir fólk að koma og sjá mikið af verkum sem eru ekki alltaf aðgengileg.“
Menning Mest lesið Eldri menn hlógu þegar hún sótti um vinnu Lífið Sannfærð um að hún myndi aldrei geta átt gott líf Lífið Krakkatía vikunnar: Strumparnir, borgarstjórar og tónlist Lífið Svaraði eiginmanninum fyrrverandi: „Eldandi, þrífandi og alandi upp börn“ Lífið „Maður getur þakkað íslenskum bókmenntum fyrir H.C. Andersen“ Lífið Örn Eldjárn kaupir hús Jóns Ólafssonar Lífið Fréttatía vikunnar: Þýskaland, hetja og kaffihús Lífið Á batavegi fjórum mánuðum eftir slysið Lífið „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning Fleiri fréttir Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Kolfinna leikstýrir kærastanum í annað sinn Opnar femínískt myndlistagallerí í Vesturbænum „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira