Ríkisstjórnin kynnir aðgerðir sínar í tengslum við SALEK á næstu dögum Heimir Már Pétursson skrifar 20. janúar 2016 20:00 Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Ríkisstjórin mun á næstu dögum kynna aðgerðir sínar í tengslum við SALEK samkomulagið svo kallaða milli aðila vinnumarkaðrins. Fjögurra manna ráðherranefnd um kjaramál kom saman til fundar síðdegis vegna málsins en aðgerðir stjórnvalda í tengslum við samkomulagið verða að liggja fyrir áður en kjarasamningar renna út um mánaðamótin. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði ráðherrana hafa rætt stöðuna og kröfur atvinnulífsins ásamt áætlunum stjórnvalda um ríkisfjármál næstu árin. Búast megi við að stjórnvöld kynni aðgerðir sínar bráðlega. „Já við þurfum að gera það á næstu dögum og höfum lagt mikið upp úr því að eiga gott samráð og samtal við vinnumarkaðinn. Ég lít þannig á að það eigi allir mjög mikið undir því að þeir kjarasamningar sem gerðir hafa verið fram til ársins 2019 haldi og allar þessar helstu forsendur. Það er sjálfsagt fyrir stjórnvöld að skoða með hvaða hætti okkar áherslumál geta legið saman með þeim væntingum sem eru á vinnumarkaði,“ segir Bjarni. Honum þætti hins vegar hafa verið of áberandi í umræðunni að allir gerðu ráð fyrir að undirliggjandi staða opinberra fjármála væri talsvert betri en hún væri í raun. Staðan væri hins vegar sú að ekki væri mikill afgangur af opinberum fjármálum ríkis og sveitarfélaga. Stjórnvöld hefðu verið gagnrýnd fyrir að það skorti á aðhald í ríkisfjármálum á sama tíma og atvinnulífið færi fram á tilslökun. Þarna þyrfti að finna jafnværi.Tryggingagjaldið hefur oft verið nefnt í þessu samhengi, heldur þú að ríkið gæti komið eitthvað til móts við atvinulífið með það? „Já, við erum mjög mikið að ræða tryggingagjaldið og kröfurnar snúast að verulegu leiti um lækkun þess. Það fer ágætlega saman við okkar áherslur. Við viljum bara gæta að því að þau skref verði ekki stiginn of hratt og þau verði ekki stærri en við í raun og veru ráðum við og um það þarf þetta samtal að snúast,“ segir Bjarni Beneditksson fjármálaráðherra.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00 SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27 Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00 Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent B sé ekki best Innlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Innlent Fleiri fréttir Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Sjá meira
Beðið eftir útspili stjórnvalda í kjaramálum Aðilar vinnumarkaðarins hafa náð saman um nýjan kjarasamning á grundvelli SALEK samkomulagsins og bíða aðgerða stjórnvalda. 19. janúar 2016 13:00
SALEK samkomulagið í uppnámi vegna vanefnda stjórnvalda Forseti ASÍ segir að ef SALEK samkomulagið flosni upp gæti orðið mjög erfitt að semja við endurskoðun kjarasamninga í febrúar. 28. nóvember 2015 13:27
Verkfallsboðun virðist hafa komið hreyfingu á viðræður Skriður er kominn á viðræður prófessora og háskólakennara við ríkið. Funda næst á mánudag, Nemendur eru áhyggjufullir. 14. nóvember 2015 07:00
Tryggingargjaldið verður ekki lækkað Bjarni Benediktsson, fjármála- og efnahagsráðherra segir ekkert svigrúm til að lækka tryggingargjaldið strax um áramótin. Hann telur kröfu um lækkun gjaldsins til marks um að laun hafi hækkað of mikið í síðustu kjarasamningum. 5. desember 2015 07:00