Einstakt lýðheilsuátak Kristján Þór Júlíusson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Í dag er einstöku meðferðarátaki við lifrarbólgu C hleypt af stokkunum. Átakið felur í sér að að unnt verður að veita öllum þeim 800-1.000 einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á Íslandi og hafa greinst með lifrabólgu C bestu fáanlegu meðferð með nýjum lyfjum. Átak af þessari stærðargráðu, þar sem öllum býðst besta fáanlega meðferð, á sér vart fordæmi á heimsvísu. Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur þar sem þekktar afleiðingar eru skorpulifur, lifrarkrabbamein og lifrarbilun. Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu fá langvinna sýkingu sem krefst meðferðar. Sú lyfjameðferð sem lengst af var beitt gat læknað fólk en dugði ekki alltaf. Meðferð tekur marga mánuði og aukaverkanir eru nokkuð algengar og geta reynst sjúklingum erfiðar. Á síðustu misserum hafa komið fram ný lyf við lifrarbólgu C sem kalla má byltingarkennd þar sem þau lækna á bilinu 95 til 100% sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með þeim, auk þess að hafa mun minni aukaverkanir en eldri lyf. Sá hængur er á að þessi lyf eru mjög dýr sem gerir það að verkum að heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem lyfin hafa á annað borð verið innleidd gera það með ströngum skilyrðum þar sem aðeins lítill hluti smitaðra fær slíka meðferð samkvæmt forgangsröðun sem byggist á faglegu mati lækna.Ísland fær einstakt tækifæri Með átakinu er stefnt að því að vinna bug á sjúkdómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans. Forsenda þess að unnt er að ráðast í þetta risavaxna verkefni, er samstarf við lyfjafyrirtækið Gilead Sciences sem í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni leggur til lyfið Harvoni fyrir alla þá sjúklinga sem smitaðir eru og þiggja meðferð. Samhliða meðferðarátakinu munu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a. á sjúkdómsbyrði og á langtímakostnaði við heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að veita árlega, næstu þrjú árin, 150 milljónir króna til átaksins sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni. Jafnframt fól ríkisstjórnin mér að ganga frá samkomulagi íslenskra heilbrigðisyfirvalda og Gilead um verkefnið. Í dag staðfesti ég þennan samning Landspítala og Gilead. Ein af mikilvægustu forsendum þess að lýðheilsuátak eins og þetta sé raunhæft og framkvæmanlegt er sú að við erum fámenn eyþjóð auk þess sem við búum við gott heilbrigðiskerfi með trausta innviði.Langur aðdragandi og vandaður undirbúningur Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið á vel á annað ár. Hópur lækna á Landspítala hafði forystu um málið í samvinnu við fyrirtækið Gilead en á síðari stigum undirbúningsins komu að verkefninu breiður hópur fagfólks Landspítala, fulltrúar velferðarráðuneytisins, SÁÁ og fleiri aðila. Sóttvarnalæknir hefur átt afar mikilvæga aðkomu að verkefninu, enda fellur verkefnið að 5. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Landspítali mun leggja til starfsmenn, aðstöðu og nauðsynlegar greiningarannsóknir en yfirumsjón með verkefninu verður á hendi sóttvarnalæknis. Ég vil að lokum lýsa þakklæti mínu í garð allra þeirra fjölmörgu aðila sem hafa um langt skeið lagt nótt við dag til að undirbúa og gera mögulegt þetta einstæða lýðheilsuverkefni. Fjöldi fólks sem glímir við erfiðan sjúkdóm eygir nú von um lækningu og betra líf. Eins og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur bent á má með þessu átaki binda vonir við að okkur takist að rjúfa þennan vítahring smits og bægja þessum landlæga og alvarlega sjúkdómi frá til framtíðar. Það er til mikils að vinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristján Þór Júlíusson Mest lesið Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun Skoðun Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar Skoðun Bullandi hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Sjá meira
Í dag er einstöku meðferðarátaki við lifrarbólgu C hleypt af stokkunum. Átakið felur í sér að að unnt verður að veita öllum þeim 800-1.000 einstaklingum sem eru sjúkratryggðir á Íslandi og hafa greinst með lifrabólgu C bestu fáanlegu meðferð með nýjum lyfjum. Átak af þessari stærðargráðu, þar sem öllum býðst besta fáanlega meðferð, á sér vart fordæmi á heimsvísu. Lifrarbólga C er alvarlegur og í mörgum tilvikum lífshættulegur sjúkdómur þar sem þekktar afleiðingar eru skorpulifur, lifrarkrabbamein og lifrarbilun. Flestir sem sýkjast af lifrarbólgu fá langvinna sýkingu sem krefst meðferðar. Sú lyfjameðferð sem lengst af var beitt gat læknað fólk en dugði ekki alltaf. Meðferð tekur marga mánuði og aukaverkanir eru nokkuð algengar og geta reynst sjúklingum erfiðar. Á síðustu misserum hafa komið fram ný lyf við lifrarbólgu C sem kalla má byltingarkennd þar sem þau lækna á bilinu 95 til 100% sjúklinga sem eru meðhöndlaðir með þeim, auk þess að hafa mun minni aukaverkanir en eldri lyf. Sá hængur er á að þessi lyf eru mjög dýr sem gerir það að verkum að heilbrigðisyfirvöld í þeim löndum þar sem lyfin hafa á annað borð verið innleidd gera það með ströngum skilyrðum þar sem aðeins lítill hluti smitaðra fær slíka meðferð samkvæmt forgangsröðun sem byggist á faglegu mati lækna.Ísland fær einstakt tækifæri Með átakinu er stefnt að því að vinna bug á sjúkdómnum hér á landi og stemma stigu við frekari útbreiðslu hans. Forsenda þess að unnt er að ráðast í þetta risavaxna verkefni, er samstarf við lyfjafyrirtækið Gilead Sciences sem í faraldsfræðilegu rannsóknarskyni leggur til lyfið Harvoni fyrir alla þá sjúklinga sem smitaðir eru og þiggja meðferð. Samhliða meðferðarátakinu munu fara fram rannsóknir á árangri þess til lengri og skemmri tíma, m.a. á sjúkdómsbyrði og á langtímakostnaði við heilbrigðisþjónustu. Ríkisstjórnin samþykkti á fundi sínum 6. október sl. að veita árlega, næstu þrjú árin, 150 milljónir króna til átaksins sem varið verður til blóðrannsókna og annarrar þjónustu sem tengist meðferðinni. Jafnframt fól ríkisstjórnin mér að ganga frá samkomulagi íslenskra heilbrigðisyfirvalda og Gilead um verkefnið. Í dag staðfesti ég þennan samning Landspítala og Gilead. Ein af mikilvægustu forsendum þess að lýðheilsuátak eins og þetta sé raunhæft og framkvæmanlegt er sú að við erum fámenn eyþjóð auk þess sem við búum við gott heilbrigðiskerfi með trausta innviði.Langur aðdragandi og vandaður undirbúningur Undirbúningur að þessu verkefni hefur staðið á vel á annað ár. Hópur lækna á Landspítala hafði forystu um málið í samvinnu við fyrirtækið Gilead en á síðari stigum undirbúningsins komu að verkefninu breiður hópur fagfólks Landspítala, fulltrúar velferðarráðuneytisins, SÁÁ og fleiri aðila. Sóttvarnalæknir hefur átt afar mikilvæga aðkomu að verkefninu, enda fellur verkefnið að 5. gr. sóttvarnalaga nr. 19/1997. Landspítali mun leggja til starfsmenn, aðstöðu og nauðsynlegar greiningarannsóknir en yfirumsjón með verkefninu verður á hendi sóttvarnalæknis. Ég vil að lokum lýsa þakklæti mínu í garð allra þeirra fjölmörgu aðila sem hafa um langt skeið lagt nótt við dag til að undirbúa og gera mögulegt þetta einstæða lýðheilsuverkefni. Fjöldi fólks sem glímir við erfiðan sjúkdóm eygir nú von um lækningu og betra líf. Eins og Haraldur Briem, fyrrverandi sóttvarnalæknir, hefur bent á má með þessu átaki binda vonir við að okkur takist að rjúfa þennan vítahring smits og bægja þessum landlæga og alvarlega sjúkdómi frá til framtíðar. Það er til mikils að vinna.
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Skoðun Pistil eftir frétt um Davíð Tómas körfuknattleiksdómara Sigurður Ólafur Kjartansson skrifar
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun