Ágreiningur um heimild til að kalla eftir þjóðaratkvæði um þingsályktunartillögur Aðalsteinn Kjartansson skrifar 15. janúar 2016 13:32 „Viðkvæm staða,“ segir formaður stjórnarskrárnefndar. Vísir/Anton Djúpstæður ágreiningur innan stjórnarskrárnefndar snýst samkvæmt heimildum fréttastofu helst um heimild kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur, þá sérstaklega er varða umhverfi. Það vill Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hins vegar ekki staðfesta.Vísir greindi frá því í morgun að fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, teldi boltann nú vera hjá meirihlutanum; síðasti fundur hafi endað á því að menn væru í rauninni „að framleiða nýjan ágreining“ um tillögur nefndarinnar.Viðkvæm staða eins og er Páll vill ekki tjá sig um málið. „Þetta er viðkvæm staða og verið að vinna úr fundinum og ég held að það sé ekki heppilegt að upplýsa akkúrat núna nákvæmlega hvað það er sem stendur út af,“ segir hann sem segist þó vera bjartsýnn á að nefndarmenn nái saman um tillögur. „Ég held að það liggi núna alveg ljóst fyrir hver afstaða hvers og eins fulltrúa er í nefndinni,“ segir hann. „Það er bara verkefnið að vinna úr því og sjá hvort ekki náist saman. Það eru allir af vilja gerðir finnst mér að reyna að ná lendingu.“Tekur undir með Valgerði Páll vill ekki meta hvort hann sé meira eða minna bjartsýnn en áður og leggur áherslu á, líkt og Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, og Vísir ræddi við í morgun, að málið væri stórt og mikilvægt. „Þó að út á við finnist mönnum þetta taka langan tíma þá er það nú bara vegna þess hvað þetta eru stór og flókin mál,“ segir hann. Enn er stefnt að því að gefa forsætisráðherra skýrslu um vinnu nefndarinnar um það leiti sem þing kemur saman. Það gerist á þriðjudaginn í næstu viku. Páll segir hjálplegt að hafa haft ákveðinn dag til viðmiðunar til að klára starf nefndarinnar en að í svona stóru máli hengi enginn sig á einn dag. Alþingi Tengdar fréttir Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Djúpstæður ágreiningur innan stjórnarskrárnefndar snýst samkvæmt heimildum fréttastofu helst um heimild kjósenda til að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu um þingsályktunartillögur, þá sérstaklega er varða umhverfi. Það vill Páll Þórhallsson, formaður nefndarinnar, hins vegar ekki staðfesta.Vísir greindi frá því í morgun að fulltrúi Pírata í nefndinni, Aðalheiður Ámundadóttir, teldi boltann nú vera hjá meirihlutanum; síðasti fundur hafi endað á því að menn væru í rauninni „að framleiða nýjan ágreining“ um tillögur nefndarinnar.Viðkvæm staða eins og er Páll vill ekki tjá sig um málið. „Þetta er viðkvæm staða og verið að vinna úr fundinum og ég held að það sé ekki heppilegt að upplýsa akkúrat núna nákvæmlega hvað það er sem stendur út af,“ segir hann sem segist þó vera bjartsýnn á að nefndarmenn nái saman um tillögur. „Ég held að það liggi núna alveg ljóst fyrir hver afstaða hvers og eins fulltrúa er í nefndinni,“ segir hann. „Það er bara verkefnið að vinna úr því og sjá hvort ekki náist saman. Það eru allir af vilja gerðir finnst mér að reyna að ná lendingu.“Tekur undir með Valgerði Páll vill ekki meta hvort hann sé meira eða minna bjartsýnn en áður og leggur áherslu á, líkt og Valgerður Gunnarsdóttir, fulltrúi Sjálfstæðisflokks í nefndinni, og Vísir ræddi við í morgun, að málið væri stórt og mikilvægt. „Þó að út á við finnist mönnum þetta taka langan tíma þá er það nú bara vegna þess hvað þetta eru stór og flókin mál,“ segir hann. Enn er stefnt að því að gefa forsætisráðherra skýrslu um vinnu nefndarinnar um það leiti sem þing kemur saman. Það gerist á þriðjudaginn í næstu viku. Páll segir hjálplegt að hafa haft ákveðinn dag til viðmiðunar til að klára starf nefndarinnar en að í svona stóru máli hengi enginn sig á einn dag.
Alþingi Tengdar fréttir Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45 Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent „Hvorki dropi né snjókorn úr lofti eins langt og séð verður“ Veður Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Fleiri fréttir Öll gögn á ensku annars ógildist krafan Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Sjá meira
Ágreiningur í stjórnarskrárnefnd: „Það er verið að framleiða nýjan ágreining“ Fulltrúi minnihlutans í stjórnarskrárnefnd segir það í höndum meirihlutans að ákveða hvort samkomulag náist. 15. janúar 2016 10:45