Miðasölu EM lýkur klukkan 11.00 | Kvótinn ekki fullur Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. janúar 2016 09:30 Vísir/Getty Miðasölunni fyrir stuðningsmenn á leiki sinna liða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar lýkur klukkan 11.00 í dag. Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ sem bárust Vísi nú í morgun hafa Íslendingar sótt um 20 þúsund miða alls, mögulegum leikjum Íslands í útsláttarkeppninni meðtöldum.Sjá einnig: Auktu líkurnar á að fá miða á EM [ksi.is] Fæstir miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á leikinn gegn Portúgal í St. Etienne. Sótt hefur verið um tæplega sex þúsund miða á leikinn en Ísland á rétt á um sjö þúsund miðum.Uppfært: KSÍ bendir á að UEFA áskilur sér rétt á að taka frá miða vegna öryggisráðstafanna og af öðrum ástæðum. Það eru ekki til endanlegar tölur um hversu marga miða Ísland á rétt á en áætla að það séu tæplega sjö þúsund miðar á leikinn gegn Portúgal. Miðar eru í mismunandi verðflokkum og er mesta eftirspurnin eftir miðum í verðflokki 4. Ef miðar seljast upp í þann verðflokk gæti umsóknum um slíka miða verið hafnað, þrátt fyrir að lausir miðar séu í öðrum verðflokkum. KSÍ mælir því með því að sækja um miða í fleiri verðflokkum með þeim fyrirvara að viðkomandi gæti þá endað með að kaupa dýrari miða en upphaflega var ætlað. Alls hafa 4500 manns sótt um miða á síðu Íslands fyrir EM í gegnum heimasíðu UEFA, þar af rúmlega 1600 manns núna um helgina. Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar tölur um fjölda stuðningsmanna Íslands á EM.Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM „Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig. Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ. Þess má geta að það stefnir í allir sem sækja um miða á leiki Íslands verði að ósk sinni. Allar umsóknir um miða sem eru samþykktar eru skuldbindandi.Leikir Íslands:Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne Tekur: 42.000 áhorfendur Ísland fær: 7 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 6.000 miðaLaugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille Tekur: 67.394 áhorfendur Ísland fær: 12 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um rúmlega 6.000 miðaMiðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis Tekur: 81.338 áhorfendur Ísland fær: 15 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 5.500 miða EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira
Miðasölunni fyrir stuðningsmenn á leiki sinna liða á Evrópumótinu í Frakklandi í sumar lýkur klukkan 11.00 í dag. Ísland keppir á EM í fyrsta skipti og stuðningsmenn íslenska liðsins, hvort sem er fólk sem er búsett hér á landi eða Íslendingar sem búa í öðrum löndum, hafa rétt á ákveðnum fjölda miða. Samkvæmt upplýsingum frá KSÍ sem bárust Vísi nú í morgun hafa Íslendingar sótt um 20 þúsund miða alls, mögulegum leikjum Íslands í útsláttarkeppninni meðtöldum.Sjá einnig: Auktu líkurnar á að fá miða á EM [ksi.is] Fæstir miðar eru í boði fyrir stuðningsmenn Íslands á leikinn gegn Portúgal í St. Etienne. Sótt hefur verið um tæplega sex þúsund miða á leikinn en Ísland á rétt á um sjö þúsund miðum.Uppfært: KSÍ bendir á að UEFA áskilur sér rétt á að taka frá miða vegna öryggisráðstafanna og af öðrum ástæðum. Það eru ekki til endanlegar tölur um hversu marga miða Ísland á rétt á en áætla að það séu tæplega sjö þúsund miðar á leikinn gegn Portúgal. Miðar eru í mismunandi verðflokkum og er mesta eftirspurnin eftir miðum í verðflokki 4. Ef miðar seljast upp í þann verðflokk gæti umsóknum um slíka miða verið hafnað, þrátt fyrir að lausir miðar séu í öðrum verðflokkum. KSÍ mælir því með því að sækja um miða í fleiri verðflokkum með þeim fyrirvara að viðkomandi gæti þá endað með að kaupa dýrari miða en upphaflega var ætlað. Alls hafa 4500 manns sótt um miða á síðu Íslands fyrir EM í gegnum heimasíðu UEFA, þar af rúmlega 1600 manns núna um helgina. Það skal þó tekið fram að þetta eru ekki endanlegar tölur um fjölda stuðningsmanna Íslands á EM.Sjá einnig: Ísland vær 34 þúsund miða á EM „Óseldir“ miðar af íslensku úthlutuninni verða boðnir stuðningsmönnum hins liðsins í hverju tilfelli fyrir sig. Allar upplýsingar um miðasöluna má finna á vef UEFA sem og KSÍ. Þess má geta að það stefnir í allir sem sækja um miða á leiki Íslands verði að ósk sinni. Allar umsóknir um miða sem eru samþykktar eru skuldbindandi.Leikir Íslands:Þriðjudagur 14. júní kl. 19.00: Portúgal - Ísland Leikvöllur: Stade Geoffroy-Guichard, Saint-Etienne Tekur: 42.000 áhorfendur Ísland fær: 7 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 6.000 miðaLaugardagur 18. júní kl. 16.00: Ísland - Ungverjaland Leikvöllur: Stade Vélodrome, Marseille Tekur: 67.394 áhorfendur Ísland fær: 12 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um rúmlega 6.000 miðaMiðvikudagur 22. júní kl. 16.00: Ísland - Austurríki Leikvöllur: Stade de France, Saint-Denis Tekur: 81.338 áhorfendur Ísland fær: 15 þúsund miða Staða í morgun: Sótt um tæplega 5.500 miða
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Handbolti „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Enski boltinn Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni „Vorum líkari okkur sjálfum að þessu sinni“ Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Breiðablik fer til San Marínó „Sama tilfinning og eftir tapið gegn Blikum“ Halldór: Gæðalítill leikur „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Damir: Of mjúkir í fyrri hálfleik Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Uppgjör: Breiðablik - Zrinjski 1-2 (2-3) | Blikar í umspil upp á sæti í Sambandsdeildinni Lærisveinar Freys á leið í umspil Elías hélt hreinu og fer í umspil Evrópudeildarinnar Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Stuð á Víkingum í Kaupmannahöfn Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjáðu varamennina bjarga PSG og vítakeppnina í Ofurbikarnum Sjá meira