Birta að brjótast gegnum ský blandast eilífri heimþrá Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 15. ágúst 2015 11:15 Mér finnst seiglan einkennandi fyrir Íslendinga, enda er Seigla titill einnar myndarinnar,“ segir Ragna. Vísir/GVA „Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september. Menning Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira
„Ég er voða mikið alltaf að mála Ísland,“ segir Ragna Sigrúnardóttir myndlistarmaður sem hefur átt heima í Seattle í Bandaríkjunum í tvo áratugi. Kveðst búa þar fremur norðarlega og veðrabrigði og skýjafar að vetrinum minni hana á föðurlandið.Fífan er eitt þeirra íslensku blóma sem Ragna fangar á striga.„Kveikjan að seríunni sem ég er með núna var sólin að reyna að brjótast í gegn um skýin. Sú birta blandast þessari eilífu heimþrá sem er að kvelja mig á hverjum degi,“ segir Ragna sem stoppar sex vikur í þessari Íslandsheimsókn ásamt bandarískum eiginmanni og dætrunum Kötlu og Melkorku. Íslenskar konur eru meðal eftirlætis myndefna Rögnu.Einurð heitir sýningin sem Ragna er að opna í Listhúsi Ófeigs. Hún segir orðið tengjast lífinu á Íslandi og bendir á myndir af móablómum. „Þessi pínulitlu, fallegu blóm sem stinga upp kollinum alls staðar og reyna að blómstra í urð og sandi og í alls konar veðri. Ég blanda konum inn í þetta, enda alin upp af sterkum og fallegum konum og á tvær glæsilegar systur. Mér finnst það sama gilda um konurnar á Íslandi og blómin. Þær eru seigar.“ Seigari en í Seattle?. „Já, þær eru harðgerari konurnar hér en fegurðinni er samt ekki fórnað, það er sami fínleikinn sem einkennir íslenskar konur og blóm.“ Þetta er sjöunda einkasýning Rögnu í Listhúsi Ófeigs. Þar eru 24 ný málverk, öll unnin í olíu á striga. Ragna tekur á móti sýningargestum í dag milli klukkan 16 og 19 og í framhaldinu verður sýningin opin milli 10 og 18 virka daga og laugardaga milli klukkan 11 og 16 fram til 9. september.
Menning Mest lesið Íslenska stelpan sem gerðist mormóni Lífið Frægir fundu ástina 2025 Lífið „Við erum öll dauð hvort sem er“ Lífið „Við byrjuðum að hlusta á jólalög í júlí“ Lífið „Ég heyrði þá kalla á mig en gat engu svarað“ Lífið Best klæddu Íslendingarnir 2025 Tíska og hönnun Fréttatía vikunnar: Rob Reiner, Dóra Björt og fullir unglingar Lífið Útgefandi Walliams lætur hann róa Lífið 500 Esjuferðir á árinu: „Sumir hrista bara hausinn og lygna augunum“ Lífið Fáklæddir barþjónar þegar Regnboginn opnaði í Bíó Paradís Lífið Fleiri fréttir Flýta jólasýningunni um klukkutíma vegna lengdar Vangreiðslugjald orð ársins 2025 Fólk eigi ekki að vera hrætt við að skilja ekki „Ef einhver telur að ég hljóti að vera sjúkur, þá verður að hafa það“ Konungur bóksölunnar á í vök að verjast Að gluða tómatsósu yfir sushi-ið Auður segir skilið við Gímaldið Ráðherra tekur sjálfur viðtöl Hvert er mest óþolandi orð íslenskunnar? Heigulsleg ákvörðun Rúv, hörundsárir listamenn og versta bók flóðsins Sigurður Sævar fyllti Landsbankahúsið „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Kanónur í jólakósí „Djúp menning sem hefur átt sér stað og enginn telur sig ábyrgan“ Brjálað að gera á „Brjálað að gera“ Vilja minnka allt þetta neikvæða suð Munur er á manviti og mannviti Vatn og brauð íslenskra fanga: Hvað elda menn í íslenskum fangelsum? Gefur út bók um reynsluna af því að vera útilokuð Einn heitasti listamaður landsins heldur þræði Sýnilegri í senunni á meðgöngunni Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Þetta er fólkið sem fær listamannalaun 2026 Björk og James Merry opna sýningar á Listahátíð í Reykjavík Bjó hjá Trumpara í búddistabæ í Kaliforníu Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Skilaði Kommúnistaávarpinu hálfri öld of seint en sleppur við sekt „Mér líður eins og plottið í bókinni sé að raungerast“ Helgi snýr heim: „Laus við leiðindin sem bjuggu þetta til“ Jón Ásgeirsson tónskáld er látinn Sjá meira