Á flótta undan staðreyndum Ragnar Þorvarðarson skrifar 10. ágúst 2015 07:00 „Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi. Könnunin var framkvæmd í kjölfarið á tilkynningu íslenskra stjórnvalda um móttöku 50 flóttamanna næsta árið sem er liður í samvinnuverkefni nokkurra Evrópuþjóða um móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd sér um undirbúninginn hér á landi í samráði við sveitarfélög og Rauða krossinn. Í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í sumar kom fram að fjöldi kvótaflóttamanna sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum verði þannig hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands og Frakklands á sama tímabili. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1956 til dagsins í dag hafi komið hingað til lands 511 flóttamenn. Bara á þessu ári hafa yfir tvö þúsund einstaklingar látist á flótta yfir Miðjarðarhafið samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM). Frá Bretlandi bárust í vikunni fréttir um ítrekaðar tilraunir örvæntingarfullra flóttamanna til að komast til landsins í gegnum Ermarsundsgöngin. Umræðan og umfjöllun um málefni hælisleitenda og flóttamanna innan Evrópu byggir því miður ekki alltaf á staðreyndum. Dálkahöfundur Guardian fjallaði á föstudag um málið og vitnar í tölur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðfesta að 86% af öllum flóttamönnum eru í dag staðsettir í minna þróuðum löndum heimsins, en Tyrkland hýsir þar flesta eða um 1,6 milljón manns. Með samskiptum og upplýstri umræðu má draga úr þeim ótta sem stafar af hinu óþekkta. Martin Patzelt, þingmaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, ákvað fyrir rúmum mánuði að bjóða tveimur flóttamönnum frá Erítreu að búa heima hjá sér. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann þannig vilja tryggja flóttafólki bæði andlit og nafn, sem dragi úr klofningi, fjandskap og ótta meðal almennings. Hann hvatti fólk til að ræða málefni flóttafólks af opnum hug. Hér á landi þurfum við að varast að umræðan færist í öfgafullan farveg sem byggir á ósönnum staðhæfingum og upphrópunum. Tökum heldur vel á móti þeim flóttamönnum sem hingað koma til landsins og styðjum við bakið á fólki sem hefur þurft að flýja heimkynni sín vegna stríðs eða ofsókna af ýmsu tagi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flóttamenn Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
„Vilt þú að Ísland taki á móti 50 flóttamönnum á næstu tveimur árum?“ Rúmlega 85% þátttakenda í skoðanakönnun Útvarps Sögu í júlí svöruðu spurningunni neitandi. Könnunin var framkvæmd í kjölfarið á tilkynningu íslenskra stjórnvalda um móttöku 50 flóttamanna næsta árið sem er liður í samvinnuverkefni nokkurra Evrópuþjóða um móttöku flóttafólks. Flóttamannanefnd sér um undirbúninginn hér á landi í samráði við sveitarfélög og Rauða krossinn. Í umfjöllun Fréttablaðsins fyrr í sumar kom fram að fjöldi kvótaflóttamanna sem Ísland mun taka við á næstu tveimur árum verði þannig hlutfallslega svipaður og skuldbindingar Þýskalands og Frakklands á sama tímabili. Á vef velferðarráðuneytisins kemur fram að frá árinu 1956 til dagsins í dag hafi komið hingað til lands 511 flóttamenn. Bara á þessu ári hafa yfir tvö þúsund einstaklingar látist á flótta yfir Miðjarðarhafið samkvæmt tölum frá Alþjóða fólksflutningastofnuninni (IOM). Frá Bretlandi bárust í vikunni fréttir um ítrekaðar tilraunir örvæntingarfullra flóttamanna til að komast til landsins í gegnum Ermarsundsgöngin. Umræðan og umfjöllun um málefni hælisleitenda og flóttamanna innan Evrópu byggir því miður ekki alltaf á staðreyndum. Dálkahöfundur Guardian fjallaði á föstudag um málið og vitnar í tölur frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna sem staðfesta að 86% af öllum flóttamönnum eru í dag staðsettir í minna þróuðum löndum heimsins, en Tyrkland hýsir þar flesta eða um 1,6 milljón manns. Með samskiptum og upplýstri umræðu má draga úr þeim ótta sem stafar af hinu óþekkta. Martin Patzelt, þingmaður Kristilegra demókrata í Þýskalandi, ákvað fyrir rúmum mánuði að bjóða tveimur flóttamönnum frá Erítreu að búa heima hjá sér. Í viðtali við breska ríkisútvarpið sagðist hann þannig vilja tryggja flóttafólki bæði andlit og nafn, sem dragi úr klofningi, fjandskap og ótta meðal almennings. Hann hvatti fólk til að ræða málefni flóttafólks af opnum hug. Hér á landi þurfum við að varast að umræðan færist í öfgafullan farveg sem byggir á ósönnum staðhæfingum og upphrópunum. Tökum heldur vel á móti þeim flóttamönnum sem hingað koma til landsins og styðjum við bakið á fólki sem hefur þurft að flýja heimkynni sín vegna stríðs eða ofsókna af ýmsu tagi.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun